Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 152
Jóhann Ellert Ólafsson. Sat SVS 1963—65.
F. 7. 12. 1944 í Keflavík og uppalinn þar.
For.: Ölafur Ingibergsson, f. 5. 4. 1913 í
Keflavík, bifreiðarstjóri, og Marta Eiríks-
dóttir, f. 21. 3. 1915 að Garðhúsum í Garði,
húsmóðir. Maki 24. 9. 1966: Guðrún Þ.
Einarsdóttir, f. 10. 5. 1946 í Reykjavík,
húsmóðir. Börn: Einar Þór, f. 5. 11. 1970,
Þorbjörg, f. 13. 2. 1973, Gunnhildur Hekla,
f. 30. 9. 1974. — Lauk námi frá Gagnfræða-
skóla Keflavíkur og var eitt ár í Banda-
ríkjunum á vegum American Field Service.
Vann hjá Skipadeild SlS 1965—66, hefur
síðan unnið við skrifstofustörf hjá inn-
flutningsfyrirtækinu Kristjánsson h.f. í
Reykjavík. Var formaður Skólafélags Sam-
vinnuskólans 1964—65. Sat í stjórn NSS
1965-67.
Karitas Magný Guðmundsdóttir. Sat SVS
1963-65. F. 15. 8. 1945 að Hóli í Bolung-
arvík og uppalin þar. For.: Guðmundur
Magnússon, f. 10. 3. 1912 að Hóli í Bol-
ungarvík, bóndi þar, og Kristín örnólfs-
dóttir, f. 27. 8. 1915 að Kaldá í önundar-
firði, fluttist með foreldrum sínum, 4ra
ára, að Breiðabóli í Skálavík í Hólshreppi
N.-lsafjarðarsýslu, húsmóðir. Maki 2. 1.
1978: Hólmar Finnbogason, f. 21. 2. 1932,
vinnur við málarastörf. — Tók landspróf
frá Héraðsskólanum í Reykholti 1961. Hóf
störf hjá Véladeild SlS í Reykjavík að
loknu námi. Var síðan flugfreyja hjá
Loftleiðum í tvö ár. Vann á Ferðaskrif-
stofu Geirs Zoéga í eitt ár, síðan unnið
skrifstofustörf hjá Flugfélagi Islands,
síðar Flugleiðum, í Reykjavík, London og
nú síðast í Gautaborg.
148