Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 159
firði, ýtustjóri í Hænuvík, og Dagbjörg
Una Ölafsdóttir, f. 3. 9. 1924 að Sellátra-
nesi í Patreksfirði, húsmóðir. Maki 30. 11.
1968: Gyða Vigfúsdóttir, f. 11. 8. 1945 að
Hallgeirsstöðum í Tunguhreppi, N.-Múla-
sýslu. Börn: Hugrún, f. 19. 3. 1969, Sig-
ríður Lára, f. 4. 4. 1974. — Stundaði heima-
nám fyrir skóla. Lærifaðir í einn vetur sr.
Grímur Grímsson í Sauðlauksdal. Starfaði
hjá útibúi Búnaðarbanka Islands á Egils-
stöðum 1965—67, skrifstofumaður hjá Kf.
Héraðsbúa á Egilsstöðum 1967—69, starfs-
maður útibús Búnaðarbankans 1969—72,
starfsmaður Bókhaldsþjónustunnar Berg
h.f. frá 1972. Hefur verið í hálfu starfi
framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands (U.l.A.) frá 1. 10.
1977. Var formaður Knattspyrnufélagsins
Spyrnis 1968—72, formaður Iþróttafélags-
ins Hattar 1972—74, formaður U.l.A. 1974
—77. Hefur einnig um lengri eða skemmri
tíma setið í stjórnum eftirtalinna félaga:
Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Alþýðubanda-
lagsfélags Fljótsdalshéraðs, Ferðafélags
Fljótsdalshéraðs, Verslunarmannafélags
Austurlands, skamma hríð í Húsnefnd fé-
lagsheimilisins Valaskjálf og átt sæti í
ýmsum öðrum nefndum. Hefur lagt stund
á íþróttir, ferðalög, leiklist og mjög sinnt
þjóðfélagsmálum.
Sólveig Indriðadóttir. Sat SVS 1963—65.
F. 2. 5. 1946 í Reykjavík og uppalin þar.
For.: Indriði Indriðason, f. 17. 4. 1908 að
Fjalli í Aðaldal, S.-Þing., fulltrúi á Skatt-
stofu Reykjavíkur, ættfræðingur, og Sól-
veig Jónsdóttir, f. 4. 2. 1909 að Brautar-
155