Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 165
Gunnar Jörvi, f. 7. 5. 1977. — Stundaði
nám við Héraðsskólann að Laugarvatni,
Hagaskóla í Reykjavík og Iðnskólann í
Reykjavík. Vann á skólaárum ýmis störf
til lands og sjávar. Hóf nám í húsasmíði
1972 en hætti því. Var við akstur vinnu-
tækja á Höfn í Hornaf. sumrin 1973—75.
Hefur unnið hjá Trygging h.f. í Rvík síðan
í ársbyrjun 1976. Tók mikinn þátt í félags-
lífi í skóla og síðar á vinnustað. Sat í
stjórn NSS 1976—77. Er virkur félagi í
Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur. Helstu
áhugamál eru bifreiðaíþróttir og ferðalög.
Áskell Þórisson. Sat SVS 1973—75. F. 19.
3. 1953 á Akureyri og uppalinn þar. For.:
Þórir Áskelsson, f. 18. 7. 1911 að Skugga-
björgum í Dalsmynni, seglasaumari, og
Dóra Ölafsdóttir, f. 6. 7. 1912 að Sigtúni á
Kljáströnd, Höfðahverfi, S.-Þing., starfaði
lengi hjá Landsímanum á Akureyri. Sam-
býliskona: Vilborg Aðalsteinsdóttir, f. 6.
10. 1954 í Reykjavík, kennari. — Stundaði
nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar, var
tvo vetur við nám í félagsfræði við breska
samvinnuskólann, Standford Hall. Var
blaðamaður við dagblaðið Tímann í tvö ár
og frá 1978 blaðamaður við Dag á Akur-
eyri.
Dögg Káradóttir. Sat SVS 1973—75. F. 30.
9. 1954 í Hafnarfirði en uppalin á Húsavík.
For.: Kári Arnórsson, f. 4. 7. 1931 á Húsa-
vík, skólastjóri í Reykjavík, og Ingibjörg
Áskelsdóttir, f. 2. 6. 1935 að Litlu-Laugum
í S.-Þingeyjarsýslu, bankastarfsmaður í
Reykjavík. — Tók Kvennaskólapróf í
11
161