Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 174
Kári Sveinsson. Sat SVS 1973—75. F. 26.
4. 1955 á Sauðárkróki en uppalinn að
Hafragili í Laxárdal, Skagafjarðarsýslu.
For.: Sveinn Bjarnason, f. 10. 7. 1921 að
Reykjum í Tungusveit, Skagafirði, áður
bóndi að Hafragili, nú iðnverkamaður á
Sauðárkróki, og Helga Hallfríður Hinriks-
dóttir, f. 9. 9. 1923 að Úlfsstaðakoti í Akra-
hreppi, Skagafirði, starfsstúlka við Sjúkra-
hús Skagfirðinga. Maki 1977: Elísabet B.
Vilhjálmsdóttir, f. 27. 2. 1958 á Sauðár-
króki, skrifstofustúlka hjá Kf. Skagfirð-
inga, þau slitu samvistum. Barn: Inga Rún,
f. 30. 9. 1976. — Lauk landsprófi frá Gagn-
fræðaskóla Sauðárkróks 1971 og búfræð-
ingur frá Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal 1973. Skrifstofum. hjá bæjarsjóði
Sauðárkróks 1975 til mars 1976, hefur síð-
an verið bókari og framkvæmdastjóri hjá
Bókhald h.f. á Sauðárkróki. Verið gjald-
keri í stjórn Umf. Tindastóls frá 1975. Hef-
ur keppt með körfuknattleiksliði Tinda-
stóls og einnig keppt fyrir félagið í frjáls-
um íþróttum. Aðrar heimildir: Vestfirskar
ættir, 1. bindi, Arnardalsætt.
Kristín Karlsdóttir. Sat SVS 1973-75. F.
10. 5. 1952 á Isafirði og uppalin þar. For.:
Karl S. Þórðarson, f. 23. 1. 1934 í Reykja-
vík, bifreiðarsj. í Bolungarvík, og Sigþrúð-
ur Gunnarsdóttir, f. 21. 12. 1930 á Isafirði,
vinnur við útibú Landsbankans á Isafirði.
Maki 2. 6. 1979: Ingimar Halldórsson, f.
1. 4.1949 í Hnífsdal, framkvæmdastjóri hjá
Reiknistofu Vestfjarða. — Lauk prófi frá
verslunardeild Gagnfræðaskólans á Isafirði
1969, stundaði nám í frönsku og þýsku
170