Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 186
ar. Jón Kjartansson svaraði honum nokkrum orðum, var
fundargerðin síðan samþykkt.
Haraldur Sigurðsson gaf skýrslu um árshátíðina sem
haldin var 12. jan. s.l. Tekjur höfðu orðið kr. 440,50 og
gjöld jafnmikil. Þorsteinn Hannesson þakkaði skemmti-
nefnd starf sitt og tóku fundarmenn undir með lófataki.
Leifur Haraldsson hóf Eldhúsumræður. Vítti hann að
verkefni sem hann átti að hafa framsögu í, hefði fjórum
sinnum staðið á fundarboði án þess það kæmi til umræðu.
Hann ávítaði félagsmenn einnig fyrir slæma fundarsókn
og mæltist til að fá að vita orsakir þess. Sneri Leifur sér
þá aftur að stjórninni og tók fyrir ritara, Þorstein Hann-
esson. Krafðist Leifur þess að fá að vita hvers vegna ritari
hefði ekki sótt fundi, síðan að hann hefði haft framsögu
um efnið: Hvaða atvinnuvegir eru þjóðinni þarfastir? Fór
hann nokkrum ávítunarorðum um þá framsögu. Leifur
mæltist einnig til að fá að vita hve margar fundargerðir
hefðu verið ritaðar inn í fundargerðabók. Þá tók Leifur
fyrir síðasta aðalfund og þá sérstaklega ritun fundargerðar
hans. Kvaðst hann ekki hafa viljað hreinrita fundargerðina
fyrr en deilumál umrædds fundar hefðu verið leyst, en eftir
að það hafði verið gert kvaðst hann hafa farið þess tvisvar
á leit við ritara að hann fengi sér í hendur uppkastið að
fundargerðinni, en það var ekki fyrr en fyrir tólf dögum
sem ritari sendi honum það. Þá sagðist Leifur hafa neit-
að að hreinrita fundargerðina fyrr en rætt hefði verið um
málið á fundi.
Næstur tók til máls Stefán Arnórsson, og sagði hann að
engin ástæða hefði verið fyrir því að ekki var fundað
síðast, þá er átti að halda fund, þótt þrír hefðu komið.
Taldi hann að Leifur hefði getað haldið framsöguræðu
sína þá og átaldi hann fyrir að svo varð ekki. Einnig vítti
hann Leif fyrir framkomu hans á aðalfundi. Hina svo-
nefndu ,,klofningsmenn“ ásakaði hann fyrir að hafa þagað
þá er skólastjóri lét fram fara atkvæðagreiðslu um ágrein-
ingsatriði aðalfundar, en taka síðan það mál upp að nýju.
182