Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 190
Mikið var rœtt um, hvort Þjóðverjar hefðu komið ef
Bretar hefðu ekki komið, og hvort Þjóðverjar hefðu getað
haldið landinu, ef Bretar hefðu reynt að ná því af þeim.
Yfirleitt komust menn ekki að neinni niðurstöðu.
En rétt fyrir kl. sjö voru menn orðnir svo svangir, að
þeir samþykktu tillögu þeirra Jóns Einarssonar og Birgis
Þórhallssonar, að fresta fundi af því að umræður væru,
sem sagt, rétt nýbyrjaðar.
Síðan var fundi slitið.
4. fundur
Fimmtudaginn 30. nóv. var svo haldið framhald fundar-
ins. Formaður setti fundinn. Starfsmenn hans voru sömu
og áður.
Brynjólfur Thorvaldsson rakti framsögu sína í stórum
dráttum vegna þess, að sumir voru málinu ókunnugir af
því, að þeir sátu ekki síðasta fund.
Talsvert var rætt um styrjöld Rússa. Sumir reyndu að
réttlæta hana með því, að þetta væri lífsnauðsyn þeirra.
Einnig var talsvert rætt um landfræðilegar villur. Engar
niðurstöður virtust koma fram í þessu máli, svo að það
var tekið út af dagskrá.
Eftir öll þessi ósköp voru lesnar upp spurningar. Þær
voru klúrar, særandi og það sem verst var, fram úr öllu
hófi vitlausar, og yrði okkur til stórskammar, ef þeim yrði
ekki brennt strax.
Næst voru ýmis mál, er fram kynnu að koma.
Svohljóðandi tillaga kom fram:
„Fundurinn samþykkir að starfrækja spurningakassa
áfram og gerir það að samþykki sínu, að þær einar spurn-
ingar eigi rétt á sér, sem séu með fullri undirskrift spyrj-
anda.“
Flutningsmenn voru: Guðmundur Jónsson og Birgir Þór-
hallsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkv.
gegn einu.
186