Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 191
Þá talaði Jón Einarsson um útgáfu prentaðs blaðs og
bar fram, ásamt Guðm. Jónssyni, svohljóðandi tillögu:
„Fundur haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 30. nóv.
1944, samþykkir að fela ritstjóra og stjórn skólafélagsins
að sjá um, að út komi eitt prentað eintak af skólablaðinu.
Það komi út í marsmánuði og sé ekki minna en 28 síður
lesmáls. Einnig skulu í þessu tilefni kosnir tveir fulltrúar,
sinn úr hvorri deild og sé hlutverk þeirra að aðstoða rit-
stjóra til að fá efni í blaðið úr deildunum.“
Tillagan var samþykkt einróma.
Flutningsmenn tillögunnar skoruðu á menn að láta ekki
sitt eftir liggja og senda greinar, helst slæmar innan um,
því að ekkert væri varið í eintómar góðar greinar. Nem-
endur virtust mjög ánægðir með þessa tillögu, sem við
mátti búast.
Þá var vakið máls á merki fyrir skólann, en áður hafði
lítillega verið hreyft því máli.
Svohljóðandi tillaga var borin fram:
„Fundur í Skólafélagi Samvinnuskólans, haldinn 30. nóv.
1944, samþykkir að 3 menn verði kosnir í nefnd til athug-
unar á merki fyrir skólann.“
Tillagan var samþykkt í einu hljóði.
Flutningsmenn voru þeir: Halldór Finnsson, Ingvi Eben-
hardsson og Br. Thorvaldsson.
Síðar var þessi nefnd kosin og hlutu flutningsmenn til-
lögunnar kosningu.
Ingvi Ebenhardsson stakk upp á stofnun taflfélags innan
skólans. En ekki var rætt um það frekar.
Almennur áhugi fyrir málunum virtist ríkja á fundin-
um, en menn voru feimnir að láta til sin heyra, sem virð-
ist ástæðulaust. Ingvi Ebenhardsson var sá eini úr yngri
deild, sem tók til máls.
Fundinn sóttu 20—30 nemendur.
Kl. 10,30 var fundi slitið.
Br. Thorváldsson, ritari.
Þórður Jónsson, fundarritari.
Birgir Þórhcdlsson, form.
187