Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 200
skyldu þeir vera í I. bekk. Kosningu hlutu þau María
Jónsdóttir og Guðmundur S. Jónsson. Þá var kosið í rit-
nefnd Vefarans og voru þeir Smári Hauksson og Methú-
salem Einarsson kosnir. Þá skyldi kjósa einn fyrstabekk-
ing í stjórn íþróttaklúbbs og hlaut kosningu Guðjón Krist-
jánsson. Því næst voru tveir I. bekkingar kjörnir í stjórn
kaupfélagsins og hlutu þeir kosningu Þórhallur Jónsson
og Ragnar Jónsson. Þá var stjórn slysasjóðs næst og skyldi
kjósa einn úr I. bekk og einn úr II. bekk. Það voru þau
Ólafur Jónsson II. bekk og Ásta Guðmundsdóttir I. bekk
sem hlutu kosningu.
Síðan var kosið í 1. des. nefnd. Stóð fundarstjóri upp
og gerði grein fyrir störfum nefndarinnar. Hlutu þar kosn-
ingu: Kristján Jón Eysteinsson, Stefán Árnason og Stefán
Bragason úr II. bekk, en úr I. bekk þeir Pálmi Guðmunds-
son og Gísli Gíslason. Þá skyldi kosið í samstarfsnefnd og
stóð þá formaður upp og gerði grein fyrir henni. Aðal-
markmið nefndarinnar væri að halda eina sameiginlega
skemmtun, gefa út blað og stuðla að nemendaskiptum.
Stjórnin stakk upp á þeim Ástu Guðmundsdóttur og Vil-
hjálmi S. Péturssyni í nefnd þessa og hlutu þau kosningu
einróma. Næst átti að kjósa einn nemanda úr öðrum bekk
sem endurskoðanda fyrir skólafélagið og kaupfélagið, í
stað Ásgeirs Guðmundssonar. Kosningu hlaut Hafsteinn
Eiríksson.
Næsti liður á dagskrá var að gjaldkeri Skólafélagsins,
Áskell Jónsson, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Skóla-
félagsins og fjárveitingum til klúbbanna.
Ljósmyndaklúbbur fór fram á 35.000,— og fékk það.
Blaðamannaklúbbur fór fram á 35.000,— og fékk það.
íþróttaklúbbur fór fram á 127.000,— en fékk 90.000,—.
Kvikmyndaklúbbur fór fram á 60.000,— en fékk 50.000,—.
Bridgeklúbbur fór fram á 4.000,— og fékk það.
Hljómsveitin fór fram á 60.000,— en fékk 40.000,—.
Skákklúbbur fór fram á 14.000,— en fékk 7.000,—.
Tónlistarklúbbur fór fram á 12.000,— og fékk það.
196