Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 201
Listaklúbbur fór fram á 25.000,— en fékk 20.000,—.
Útvarpsklúbbur fór fram á 70.000,— en fær ekkert sem
stendur.
Dansklúbbur fór fram á 6.000.— og fékk það.
Leiklistarklúbbur fór fram á 52.000,— og fékk það.
Samtals er þetta kr. 351.000,—. Framlag frá skólanum
er kr. 150.000,—.
Var síðan orðið gefið laust. Fyrstur steig í pontu Guð-
jón P. Jónsson og vildi fá skýringu á því hvers vegna út-
varpsklúbb væru engir peningar ætlaðir. Hann myndi þurfa
að leggja niður útvarpsklúbb. Þá steig Stefán Árnason í
pontu og sagði að Guðjón gæti ekki lagt niður klúbb
sem alltaf hefði starfað. Kom Guðjón í pontu aftur og sagði
að með þessum græjum, sem útvarpið hefði yfir að ráða,
væri vonlaust að halda klúbbnum gangandi. Hann yrði að
fá lánuð tæki hjá Pétri og Páli. Stefán kom þá í pontu
aftur og sagði að gæti Guðjón ekki rekið klúbbinn sem
skyldi, þá lægi beinast fyrir að segja af sér formennsku í
klúbbnum. Þrættu þeir síðan dágóða stund um þetta. Guð-
jón sagði m.a. að skólastjóri hefði sagt sér að hann gæti
ekki notað tæki skólans til frambúðar. Steig þá Stefán í
pontu og beindi spurningu til skólastjóra, hvort og hvers
vegna mætti ekki nota tæki skólans? Steig því næst skóla-
stjóri, Haukur Ingibergsson, í pontu og þakkaði Guðjóni
og Stefáni góðan sprett. Gerði Haukur grein fyrir tækjum
skólans, þ.e.a.s. hvernig þau væru og sagðist hann ekki
minnast þess að hann hefði meinað Guðjóni að nota tækin.
Síðan gerði hann lítillega grein fyrir félagsmálasjóði og
tók þá fram að hægt væri að fá ágætt kasettusegulband
og fón fyrir u.þ.b. 10.000,—.
Steig Guðjón þá í pontu og sagðist hafa látið athuga
þetta og slík tæki kostuðu á milli 35.000,— og 50.000,—.
Greip Haukur þá fram í fyrir Guðjóni og ræddu þeir þetta
sin á milli, Guðjón úr pontu en Haukur úr sæti sínu. Næst-
ur kom í pontu Áskell Þórisson og bar upp tillögu svo hljóð-
197