Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 202
andi: Stjórn Skólafélagsins leggur til að skólafélagsgjald
SVS verði kr. 3.500,— svo hægt sé að standa við framlagða
áætlun klúbbanna. Þá kom Finnur Ingólfsson upp og var
hann með breytingartillögu svohljóðandi: „Leggjum til
að skólafélagsgjald SVS verði kr. 4.000,—.“ Fi og Si.
Voru leyfðar umræður um tillögur þessar. Fyrstur steig
í pontuna Guðmundur Jónsson og spurði hann hvort þess-
ar 500 krónur í viðbót væru til þess að styrkja útvarpið?
Stefán Árnason kom næstur upp og lagði til að tillaga
stjórnarinnar yrði samþykkt. Síðan voru tillögurnar born-
ar upp og tillaga stjórnar samþykkt.
Þá var næsta mál á dagskrá: önnur mál.
Formaður steig í pontu og las bréf, sem skólastjóra
hafði borist frá Jóni Einarssyni sóknarpresti, þess efnis
að nú væru 300 ár síðan sr. Hallgrímur Pétursson hefði
látist. 1 þvi tilefni var nemendum boðið að koma og skoða
Hallgrímskirkju í Saurbæ, vikuna eftir 27. okt. eða á
öðrum tíma er hentar. Mundu nemendur þá verða við-
staddir helgistund, þar sem fjallað yrði um Hallgrím Pét-
ursson og Passíusálmana.
Virtist sem almennur áhugi væri fyrir boðinu og var
ákveðið að þiggja það.
Þá kom formaður með orðsendingu frá kokki um það
hvort nemendur vildu ekki að morgunverði yrði breytt.
Stefán Árnason steig þá í pontu og taldi að það væri mikill
sparnaður, ef þetta yrði samþykkt. Kvaddi Arnar Páls-
son sér þá hljóðs og spurði hvort sparnaðurinn lægi í því
að fá súrmjólk í staðinn fyrir brauð. Ömar svaraði því að
sparnaðurinn lægi aðallega í álegginu, þar sem það væri
mjög dýrt. Var áhugi síðan kannaður á þessu og voru
flestir með þessari breytingu, þ.e. fljótandi fæða á morgn-
ana í stað brauðs og áleggs. Kom formaður með aðra
orðsendingu frá kokki, þ.e. að hætta að salta og pipra
sykurinn og þynna út súrmjólkina. Næst steig í pontu
Unnur Björnsdóttir, gerði hún það að tillögu sinni að einn
nemandi úr I. bekk yrði kosinn í meðstjórn matarfélags-
198