Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 203
ins, en áður hafði hún gert grein fyrir matarfélaginu.
Halldór P. Pálsson hlaut kosningu með nokkrum yfir-
burðum. Steig þá Arnar Pálsson í pontu og lagði til að
stundum yrði brauð og álegg í morgunmat en stundum
súrmjólk og þ.h. Formaður sagði þá, að það kæmi ekki til
greina, því að ætlunin væri að spara peninga. Halldór P.
Pálsson kom þá í pontu og vildi gera að tillögu sinni að
brauð yrði borið á borð í morgunmat á sunnudögum.
Áskell Þórisson steig því næst í pontu og bar fram tillögu
um það að hætt yrði að bera fram mjólk með matnum.
Stefán kom upp og studdi tillögu Áskels. Ólafur Jónsson
steig næstur í pontu og kvað það mjög slæmt ef nota
þyrfti vatn út á skyr, þá er það væri á boðstólum. Steig
Unnur Björnsdóttir nú í pontu og kvaðst hafa skilið þetta
þannig að mjólk yrði felld niður, þ.e. ekki borin á borð í
matmálstímum, nema um þannig mat væri að ræða, t.d.
skyr. Bar hún einnig fram tillögu svohljóðandi: „Gerum
það að tillögu okkar að marmelaði, sulta og þ.h. ,,smotteri“
verði ekki á boðstólum nema þegar kokkur ákveður það.“
Undirskrifað Maja Ját. og Unnur. Tillagan borin upp og
samþykkt.
Friðgeir Kristinsson steig í pontu og spurði útivistar-
kennara hvort engin klósett ættu að vera í sturtunum og
hvers vegna þau hefðu verið fjarlægð. Þá kom Arnar Páls-
son í pontu og kvartaði yfir því að sjaldan væri salernis-
pappír á klósettunum á Himnaríki, enda væri þar mikill
sóðaskapur ríkjandi.
Fundarstjóri hafði lokað mælendaskrá en gaf útivistar-
kennara, Guðmundi Arnaldssyni, tækifæri til þess að stíga
í pontu og svara fyrirspurnum þeim er til hans höfðu
borist.
Guðmundur steig þá í pontu og sagði að sér væri full-
kunnugt um klósettvandræðin hér á setri. Hann sagði
jafnframt, að hann hefði ráðið sig hingað að Bifröst sem
félagsmála- og útivistarkennara, en ekki sem klósettvörð.
Vísaði hann því þessum málum til húsvarðar.
199