Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 61
I. Árferði og almenn afkoma
Tíðarfar var lengst af óhagstætt
fyrra hluta ársins, en yfirleitt hag-
stætt siðara hlutann.
I-oftvægi var 2,9 mb yfir meðallagi.
Meðalhiti ársins var 0,6° yfir meðal-
lagi. Vik hita frá meðallagi var mjög
svipað um allt land. Febrúar var kald-
asti mánuður ársins, en september
hlýjastur nema á Suðvesturlandi, þar
var hlýrra í júli. í útsveitum var árs-
sveifla hitans 10°—13°, en i uppsveit-
um 14°—17°.
Sjávarhiti við strendur landsins var
í réttu meðallagi.
Úrkoma var tæplega Yio minni en í
meðalári. Úrkomudagar voru viðast
fleiri en í meðallagi nema á Suðvest-
ur- og Vesturlandi.
Stormar. Stormdagar voru yfirleitt
lærri en í meðalári.
Sólskin mældist 1442 klst. í Reykja-
vík, og er það 207 klst. lengur en i
meðalári. Á Akureyri mældust 954
klst. mánuðina janúar—október.
Veturinn (des. 1957—marz 1958)
var lengst af óhagstæður. Hiti var 0,9°
undir meðallagi, og var kaldast að til-
tölu á Suðurlandsundirlendinu og í
innsveitum norðaustanlands. Úrkoma
var % af meðalúrkomu. Hún var inn-
an við mcðallag nema á Norðurlandi.
Vorið (apríl—maí) var hagstætt
framan af, en óhagstætt, er á leið. Hiti
var 0,3° yfir meðallagi. Yfirleitt var
heldur hlýrra að tiltölu á Vestur- og
Norðvesturlandi en i öðrum lands-
hlutum. Úrkoma mældist % af meðal-
la6i> og var liún minnst að tiltölu á
Austurlandi.
Sumarið (júní—sept.) var yfirleitt
hagstætt nema ágústmánuður norðan-
lands. Hiti var 0,7° yfir meðallagi. Alls
staðar var hlýrra en í meðalári, en
hlýjast að tiltölu um suðvestanvert
landið. Sólskin mældist 21 stund leng-
ur en venja er til í Reykjavík, en á
Akureyri voru sólskinsstundir i réttu
meðallagi.
Haustið (okt.—nóv.) var hagstætt.
Hiti var 3,0° yfir meðallagi, og hefur
ekkert haust verið jafnmilt síðan 1945.
Viðast var 2)4°—3)4° lilýrra en í
meðalári. Á Norðausturlandi var þó
enn hlýrra að tiltölu, þar var hiti allt
að 4)4° yfir meðallagi. Úrkoma var
% meiri en í meðalári. Á Austfjörðum
var úrkoman minni en venja er til,
en sums staðar á Vesturlandi mældist
ineira en tvöföld meðalúrkoma.1)
Árið var hagstætt á marga lund og
afkoma manna góð. Framleiðsla bæði
til sjávar og sveita fór allmjög vax-
andi. Fiskafli varð meiri en nokkru
sinni. Sala erlendis gekk greiðlega, og
verðlag á útflutningsafurðum var yfir-
leitt sæmilegt. Bæði inn- og útflutn-
ingur jókst, og verzlunarhalli varð
heldur minni en árið áður. Var hann
greiddur með duldum tekjum og er-
lendum lántökum. Fjárfesting varð
litið eitt meiri en árið áður. Gjald-
eyrisaðstaða bankanna gagnvart út-
löndum versnaði heldur. Á árinu urðu
allverulegar verðhækkanir, og kaup-
gjaldshækkanir voru knúnar fram um
1) Tekið upp úr Veðráttan 1958, ársyfirliti
söindu á Vcðurstofu ísiands.