Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 83
— 81 —
1958
Hefur þetta í öllum tilfellum lagazt á
2—3 sólarhringum meö „symptoma-
tiskri“ meðferÖ og án aukakvilla. Eng-
inn catarrhus respiratorius fylgir
þessu.
Hofsós. Meningitis: 1 júli, ágúst,
september og október gelck hér far-
sótt, sem lýsti sér með miklum höfuð-
verk, mest í enni, ógleði, uppköstum,
háum hita og beinverkjum. Almenn
vanlíðan var mikil. Veikin stóð yfir-
ieitt 3—6 daga og lagðist einkum á
yngra fólk og börn. í flestum tilfell-
unum fengu sjúklingarnir aðeins
symptomatiska meðferð, og batnaði
öllum vel. í október veiktist svo 14
ára stúlka með allsvæsnum meningitis-
einkennum. Hafði hún áðurnefnd ein-
kenni, en auk þess mikinn hnakka-
stirðleika og jákvæðan Kernig. Hún
fékk achromycin per os, og bötnuðu
bráðu einkennin á 2 sólarhringum, og
raunar voru svæsnustu einkennin
horfin eftir 1 sólarhring. Tel ég víst,
að liér hafi verið um að ræða einn og
sama sjúkdóm og að verið hafi góð-
kynja meningitis. Læknar í nágranna-
héruðunum virðast hafa orðið varir
við svipað fyrirbæri.
Ólafsfj. Síðara hluta sumars gekk
hér áreiðanlega einhver tegund heila-
bólgu, þótt ekki hafi skráð verið. Lýsti
sér einkum með feiknar höfuðverk, ó-
gleði, svima og oft sama og engum
hita. Kona ein varð svo veik, að hún
var send til Akureyrar. Fékk mikinn
liita, lmakkastífleika, var mjög óróleg
og svaf ekki sólarhringum saman.
Batnaði henni á hálfum mánuði, en
var lengi að ná sér að fullu.
Akareyrar. Virussjúkdómur af ó-
kunnum uppruna hefur gert verulega
vart við sig (i september og október).
Klíniskt liefur sjúkdómurinn i mörg-
um tilfellum líkzt meningitis cere-
brospinalis epidemica. Þó ekki jafn-
mikið um hnakka- og hryggstirðleika
og vant er að fylgja þeim sjúkdómi.
Helztu einkenni eru: hiti frá 37,5° og
upp fyrir 40°, mjög mikill höfuðverk-
ur, beinverkir, mikið magnleysi og
langvarandi, oft ljósfælni, svimi, ó-
gleði og stundum uppköst. Ekki er
vitað um lamanir, a. m. k. ekki nema
þá nokkra daga.
Bakkagerðis. Farsótt gekk í Hjalta-
staðaþinghá (ekki mjög næm). Fylgdi
henni hár hiti, 40°—40,8°, í 2—3 sól-
arhringa, ákafur höfuðverkur og upp-
köst. Gaf fyrstu 2 sjúklingunum pensi-
lín, en held, að það hafi ekki verkað.
Allir virtust jafngóðir, strax og hitinn
var dottinn úr þeim.
Vestmannaeyja. „Veirusótt" stakk
sér enn niður um sumarið eins og
undanfarin ár. Byrjunareinkenni ekki
ólik og við heilasótt, en batnar undan-
tekningarlaust á nokkrum dögum.
Veiktust bæði karlar og konur í öllum
aldursflokkum jafnt. Engin lyf virtust
hafa áhrif á gang veikinnar.
Laugarás. Meningitis serosa: 1 maí
veiktust 9 nemendur við skólana á
Laugarvatni af þessum sjúkdómi. Mán-
uði siðar fór hann að breiðast út um
sveitirnar, og' bættust 31 tilfelli við á
næstu þremur mánuðum. Ég hef ekki
rekizt á neinar eftirstöðvar eða fylgi-
kvilla. Engar virologiskar rannsóknir
hafa farið fram hér á faraldri þessum
í héraðinu.
Hafnarfj. Meningismus? Einn af
starfandi læknum í bænum skráir
nokkur tilfelli af þessum sjúkdómi.
Var hér um að ræða hitasótt með
meningeal-einkennum. Má vera, að hér
hafi verið um virussjúkdóm að ræða.
Enginn lézt.
Mononucleosis infectiosa:
fívík. Á farsóttaskrá í desember 1
lilfelli: k 0—1 árs.
Serum hepatitis:
Flateyrar. Á farsóttaskrá í apríl 1
tilfelli: k yfir 60 ára.
B. Aðrir næmir sjúkdómar.
Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
1954 1955 1956 1957 1958
Gonorrhoea 476 442 283 187 144
Syphilis 7 11 22 5 18
Ulcus vener. »» 4 »» 1 »»
11