Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Qupperneq 103
101
1958
nieðferð vegna sjóngalla. Áberandi er,
hve mikið ber á sjóngöllum hjá telp-
unum. Að vísu reyna þær meira á
augun, bæði við lestur og handavinnu,
en ekki var mér grunlaust um, að gler-
augnanotkunin i sumum bekkjardeild-
um nálgaðist að heita tizkufyrirbrigði,
einkum eftir að skakkeygu Kínverja-
gleraugun komu á markaðinn. Lítið
virðist mér bera á sjúklegum kverkil-
auka i krökkunum við skólaskoðun.
Nokkur stækkun á kverklum er ekki
nema eðlileg i unga fólkinu, þar sem
efnaverksmiðjur eru í fullum gangi
við að framleiða mótefni gegn fjölda
annarlegra sýkla, sem sækja á útvarð-
stöðvar likamans i kverkum og nefi.
Nokkuð ber á hryggskekkju og linju í
balci, enda ekki að furða, þar sem
lengdarvöxturinn virðist nú á seinni
timum æ örari, en vöðvakraftur ekki
að sama skapi i börnum. Hér hefði
íþróttakennsla skólanna sérstöku hlut-
verki að gegna, en til þess vantar
kennarana sérstaka þjálfun. Þess
vegna verða þessi börn, sem þyrftu
sérstaka þjálfun, oftast út undan. Þau
verða að hætta í leikfimi, af því að
þau geta ekki fylgzt með eða uppfyllt
þær kröfur, sem gerðar eru.
Keflavíkur. Moropróf gert á öllum
hörnum i barnaskólunum (nema þeim,
sem áður er getið um).
E. Aðsókn að Iæknum og
sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og fjölda
ferða til læknisvitjana, annað hvort
eða hvort tveggja, geta læknar í eftir-
farandi 10 héruðum:
Búðardals % af héraðs- Tala búum Ferðir . . 1003 89,2 172
Þingeyrar 986 144,4 71
Hvammstanga . . .. 3600 227,1 158
Blönduós — — 142
Höfða 600 86,1 20
Ólafsfj .. 794 90,6 -
Akureyrar .. 13683 129,8 264
Breiðumýrar . . - - 265
Nes — _ 67
Laugarás .. 1759 91,5 -
Samkvæmt þessu nemur meðalsjúk-
lingafjöldi í héruðum þessum á árinu
128,7% af íbúatölu héraðanna (á fyrra
ári 114,4%). Fjöldi læknisferða nemur
til uppjafnaðar i héraði 144,9 (139,6).
Á töflum XVII og XVIII sést aðsókn
að sjúkrahúsum á árinu. Legudaga-
fjöldinn er litlu meiri en árið fyrir:
572230 (569242). Koma 3,4 sjúkrahús-
legudagar á hvern mann i landinu
(1957: 3,5), á almennum sjúkrahúsum
2,4 (2,4), á heilsuhælum 0,31 (0,34)
og á geðveikrahælum 0,71 (0,74).
Hér fer á eftir flokkun sjúkdóma
þeirra sjúklinga, sem lágu á hinum
almennu sjúkrahúsum á árinu (tölur
siðasta árs í svigum), en þess ber að
gæta, að tölur þessa árs eru ekki fylli-
lega sambærilegar við tölur frá fyrri
árum, með því að tölur frá fæðingar-
deild Landsspitala vantar í að þessu
sinni (sjá ath. neðanmáls við töflu
XVIII).
Farsóttir 3,02 % ( 1,35 %)
Kynsjúkdómar . . 0,03 — ( 0,03 —)
Berklaveiki 0,83 — ( 0,68 —)
Sullaveiki 0,06 — ( 0,03 —)
Krabbamein og
illkynjuð æxli 4,08 — ( 2,78 —)
Fæðingar, fóstur-
lát o. þ. h. ... 11,16 — (22,74 —)
Slys 7,50 — ( 6,26 —)
Aðrir sjúkdómar 73,32 — (66,13 —)
Akranes. Aðsókn að sjúkrahúsinu
alitaf mikil. Um aðsókn að læknum
eru ekki skýrslur fyrir hendi.
Búðardals. 28 sjúklingar hafa farið
á sjúkrahús, flestir á Landsspítalann,
eða 13, en 10 fóru á Akranesspítala.
Flateyjar. Að vonum mjög litil vegna
mannfæðar.
Þingeyrar. Auk ferða var min vitjað
í 38 aðkomuskip.
Súðavíkur. Fór nokkrar ferðir í
„Djúpið“ til að bólusetja og skoða
Reykjanesskólann. Fólk notaði tæki-
færið til að láta athuga sig og draga
úr tennur.
Hvammstanga. Óvenjumargir leituðu
læknis á árinu, enda hefur læknirinn
lyfsölu á hendi.
Btönduós. Aðsókn að lækni og
sjúkrahúsi var svipuð og áður.
L