Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 177
Viðbætir,
Læknaráðsúrskurðir 1960.
1/1960.
Bæjarfógeti i Kópavogi liefur meS
bréfi, dags. C. janúar 1960, leitað um-
sagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu
nr. 43/1959: S. S.-dóttir gegn db. Á.
P.-sonar og Vátryggingarfélaginu h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 23. júní 1958 varð árekstur á
Hafnarfjarðarvegi milli bifreiSanna
R ... og Y ... meS þeim afleiðing-
um, að stefnandi máls þessa, S. S.-
dóttir, ..., Reykjavik, hlaut meiðsli,
en hún var farþegi í bifreiðinni R . . .
Slasaöa var flutt í sjúkrabifreið i
Slysavarðstofuna í Reykjavík.
í málinu liggur fyrir örorkumat ...,
starfandi læknis í Reykjavík, dags. 20.
september 1959, svohljóðandi að lokn-
um inngangsorðum:
„Slasaða var flutt í Slysavarðstof-
una, og var þar gert að meiðslum
hennar, en síðan var hún flutt heim
til sín. . . . læknir . .. lýsir ástandi
slösuðu í vottorði, dags. 26. sept. 1958:
„Frú S. lá rúmföst og illa haldin, er
ég sá hana fyrst þ. 25. júní. Hún hafði
mikið glóðarauga kringum hægra
auga, sem var nærri alveg sokkið. Áll-
mikill bjúgur og bólga var á h. gagn-
auga og ca. 2 cm skurður á hvirfli,
sem hafði verið saumaður í Slysavarð-
stofunni í Reykjavík. Marblettir voru
aftan á hálsi og mjóbaki. Frú S. var
illa haldin af höfuðverk og verk í aft-
anverðum hálsi, vinstri síðu og báð-
um handleggjum og mjóbaki. Verkur
jókst mjög á áður nefndum stöðum
við hreyfingu. Grófir kraftar virtust
minnkaðir í báðum handleggjum, og
mun það aðallega hafa stafað af sárs-
auka við hreyfingar og áreynslu. Ekki
fundust skyn- eða reflexatruflanir.
Minni var talsvert minnkað og hugs-
anagangur nokkuð óskýr, enda mun
frú S. hafa misst meðvitund stutta
stund, er slysið varð (heilahristingur).
Viku siðar var hugsanagangur og
minni eðlilegt og einnig kraftar. Gat
hún þá staulazt um, en þjáðist af höf-
uðverk. Röntgenmyndir af höfði, hálsi,
rifjum og hrygg sýndu ekki brot.
Frú S. var við rúmið í tæpan mán-
uð, en þegar ég sá hana siðast tæpum
mánuði eftir slysið, virtist hún vera
búin að ná sér að öðru leyti en því,
að hún kvartaði enn um höfuðverk.“
Slasaða segist svo hafa verið svipuð
til heilsunnar, finnst hún vera gleymin
og eiga erfitt með að lialda réttu sam-
hengi i frásögn, vanta orð og missa
þráðinn. 1 fyrra haust var hún við
upptöku á kartöflum og varð þá svo
eftir sig, að liún varð að liggja rúm-
föst á eftir. Hún er mjög kvíöin og
hrædd, sérstaklega er hún hrædd um,
að eitthvað komi fyrir son sinn. Hún
finnur stöðugt til flökurleika eftir
minnstu áreynslu. Sérfræðingur í
taugasjúkdómum, Þórður Möller, hef-
ur tvívegis tekið heilarit hjá lienni,
sbr. vottorö hans.
í fyrra vottorði hans, dags. 27. októ-
ber 1958, segir svo:
„Áður hraust. Núv.: Svimi og höf-
uðv., verra, ef sjúkl. vinnur, erfiðar,
ef lmn les. Neurol. skoðun negativ.
Heilarit sýnir truflun, sem er þess
eðlis, að hún getur vel verið afleiðing
alvarlegs höfuðáfalls eins og þessa.“
í síöara vottorði sama læknis, dags.
22. maí 1959, segir:
„Ástandið er óbreytt eða því sem