Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 190
1958
— 188 —
V. auga: Pupillur reagera fyrir ljósi
+ convergens. Augnhreyfingar eðlil.
Cornea + camera anterior og iris:
eðlil. Lens: virðist ekkert athugavert.
Augnspeglun sýnir: Corpus vitreum
og fundus. í peripheri sjást einkum
nasalt einstaka æðar (venur og arter-
iur). Ef reynt er að fylgja þessum
æðum inn að opticus, hverfa þær fljót-
lega sýnum, og liggur yfir þeim hula,
sem er mjög þétt, þannig að ekki sést
allra minnsti vottur um æðar eða ner-
vus opticus. Þessi hula er þétt í sér
og nær að þvi er virðist yfir allt aðal-
svæði retina líkt og skjöldur, sem er
þynnstur í röndum og bungar fram
um miðjuna. (Hér er sennilega um
organiserað exudat og coagel að
ræða). Framan við þennan massa
virðist c.orpus vitreuin vera nokkuð
frítt við blóðdetritus eða aðrar leifar
af hæmorrhagiu.
Sjón á auganu er ljósskyggnun fyrir
framan augað.“
. .., sérfræðingur í lyflækningum,
Reykjavík, hefur með læknisvottorði,
(iags. 2. desember 1958, metið örorku
slasaða, og segir svo í vottorðinu, eftir
að læknirinn hefur rakið sjúkrasögu
hans:
„Sjúld. var ekki lamaður á útlimum,
en átti bágt með að tala og' var tals-
vert ruglaður. Slasaði liafði einnig
misst sjón á vinstra auga (sbr. vottorð
... [fyrrnefnds] augnlæknis.
Slasaði mætti til viðtals og skoðun-
ar hjá undirrituðum 27. nóv. 1958.
Hann liefur ekkert getað unnið, síðan
liann meiddist. Hann virðist skilja
sæmilega það, sem við hann er talað,
og getur svarað einföldum spurning-
um. Man, hvað liann heitir o. s. frv.,
en er annars minnissljór. Getur mjög
lítið lesið, stautar eins og illa læst
barn. Málfar virðist stirt og orðaforði
mjög lítill. Blindur á vinstra auga.
Blóðþrýstingur 150/80. Hlustun á
lijarta og lungum eðlileg. Kraftar í
útlimum eru sæmilega góðir, sinavið-
brögð eðlileg. Koordination er ekki
góð í hægri fótlim, en annars sæmi-
leg.
Niðurstaða: Slasaði varð fyrir mikl-
um höfuðáverka í júní ’52, blæddi
undir heilahimnur báðum megin og í
vinstra auga. Missti bæði mál og vit,
og hefur hvorugt komið aftur nema að
litlu leyti. Auk þess blindur á öðru
auga.
Slasaði verður að teljast alger ör-
yrki, því að tæplega er hægt að hugsa
sér, að hann geti unnið neitt starf,
eins og komið er fyrir honum, og
verður að teljast vonlaust um veru-
legan bata úr þessu.
Þykir varanleg örorka hans af völd-
um ofangreindra áverka hæfilega met-
in 100%.“
Með dómkvaðningu borgardómara
25. febrúar 1960 voru dr. med. • • •
[sérfræðingur i bæklunarsjúkdómum]
og ..., sérfræðingur í taugasjúkdóm-
um, kvaddir til að segja álit sitt á því,
„hvort meðferð lögreglunnar á Á. B.-
syni aðfaranótt liins 14. júní 1952 hafi
átt þátt í því, að afleiðingar slyssins
urðu þær, að hann varð 100% öryrki,
og ef svo er, þá á hvern hátt og að
hve miklu leyti.“
Álitsgerð læknanna er dagsett 18-
marz 1960, þingmerkt nr. 15, og hljóð-
ar svo að loknum inngangsorðum:
Við höfum lesið skjöl málsins, sem
okkur voru send, og' auk þess fengið
til yfirlestrar sjúkraskrá Á. B.-sonar
á liandlæknisdeild Landspitalans, en
þar lá hann frá 14. júni—11. júlí 1952.
Við höfum einnig talað við lögmenn
þá, sem flytja málið fyrir dómi, og
höfðu þeir engu við að bæta máls-
skjölin.
Af þessum gögnuin fáum við ekki
séð, að meðferð lögreglunnar eigi þátt
i því, hverjar urðu afleiðingar slyss-
ins. Mar það á heilahveli og blæðing
sú undir heilabast, sem sjl. fékk, eru
afleiðingar af miklum áverka, en ekki
verður það séð af gögnum málsins,
að hann hafi orðið fyrir áverka, með-
an hann var í vörzlu lögreglunnar.
Ekki verður heldur ályktað, að önn-
ur meðferð hefði verið tekin upp, Þ°
að hann hefði strax komizt undir
læknishendi eða i sjúkrahús.“
í þinghaldi i bæjarþingi Reykjavik-
ur voru þessar spurningar lagðar fyrir
hina dómkvöddu lækna:
1. spurning:
Telur vitnið, að forsvaranlegt hafi
verið af lögregluþjónunum að leggja