Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 114
1958
— 112 —
Kleppjárnsreykja. Contusiones 42.
Distorsiones 29. Fract. costae 8, radii
5, claviculae 2, metatarsi 1, tibiae 1,
digiti 1, fibulae 1, nasi 1, humeri 1,
ulnae 1, radii et ulnae 1, fibulae et
tibiae 2. Combustio 9. Commotio cere-
bri 5.
Búðardals. Combustiones minna
háttar 4. Corpora aliena oculi 9, aliis
locis 4. Contusiones 4. Distorsiones
pedis 4. Fract. costae 5, claviculae 3,
tibiae 1, radii 1. Luxatio humeri 1,
cubiti 1, subluxatio capituli radii 1.
Vulnera 15. Laceratio dig. I. man. sin.
c. transcisione tendinis 1. Commotio
cerebri 2. Maður nokkur fór drukkinn
í smalamennsku og datt af hestbaki í
fjallsskriðu. Féll hann langa leið og
hlaut allmikla áverka á höfði og heila-
hristing og skömmu síðar lungna-
bólgu. Var hann sendur á sjúkrahús,
en reyndist ekki hafa fengið alvarlega
áverka. Var hann þó lengi að ná sér
eftir slysið.
Reijkhóla. Fékk 5 beinbrot til með-
ferðar, auk þess ýmsa smáskurði og
því líkt. Engin alvarleg slys.
Flateyjar. 9 ára telpa stakk saumnál
á kaf í fingur sér. Hafði nálin brotn-
að djúpt í fingrinum og ómögulegt að
finna, hvar brotið lá. Var telpan við-
kvæm og hrædd, og treystist ég því
eigi til að reyna að skera inn á það
út í bláinn. Beið ég átekta, ef ske
kynni, að brotið gerði engan ó-
skunda og kæmi svo ef til vill síðar
út undir húð, og mætti þá ná því. En
er fingurinn tók að bólgna á 2. degi,
sendi ég hana til Stykkishólms, og
tókst þar greiðlega með aðstoð gegn-
umlýsingar að finna brotið og ná því
út, og varð ekki meira illt úr þvi.
Þinyeyrar. Luxationes 4. Commotio
cerebri 2, contusiones 8, combustiones
5, corpora aliena diversis locis 13,
distorsiones 15. Fract. antebrachii 1,
costarum 4, femoris 1, fibulae 1,
mandibulae 1, tibiae 1, ulnae 1, hae-
marthrosis 1, vulnera contusa, in-
cisiva, lacerata et punctata diversis
locis 38.
Flateyrar. Togarinn Sólborg kom
inn á Flateyri með fótbrotinn mann.
Var það skábrot á neðsta þriðjungi
fibula dx. Þá kom togarinn Gyllir með
mann, sem dottið hafði á toghlera.
Tveir hryggtindar reyndust brotnir.
Þýzkur togari kom hér inn með mann,
sem hlotið hafði trauma á scrotum við
byltu. í ryskingum, sem hér urðu á
dansleik í sepember síðast liðnum,
slösuðust tveir menn. Hlutu báðir
hauskúpubrot, annar þeirra auk þess
nefbrot og augnalok á vinstra auga
nálega rifið af. Hinn hlaut auk haus-
kúpubrotsins 12 minna háttar skurði
á höfði og hálsi. Gert var að sárum
beggja mannanna, en þeir síðan send-
ir á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði.
2 drengir, G og 14 ára, hlutu Colles
fract., báðir á hægri handlegg.
Suðureyrar. Distorsio 2, vulnera in-
cisiva 5. Fract. ulnae 1, tibiae 1, cos-
tarum 3, claviculae 1. Maður, sem vann
við uppskipun, fékk fulla kolakörfu
framan á bringu, og kramdi hún hann
upp við yfirbyggingu á skipinu.
Kenndi hann mikils sársauka og var
dyspnöiskur, en að þvi er virtist ekki
brotinn. Sendur til Isafjarðar til frek-
ari athugunar. Diagnosis þar: Con-
tusio cordis. Er að hressast.
Boliingarvikur. Engin meira háttar
slys urðu á árinu.
Súðavíkur. Fract. metacarpi hal-
lucis 1, radii 1, corpus alienum oculi
7, vulnera incisa 9, mar 1, öngulstunga
2, ígerðir 4, panaritium 3, commotio
cerebri 1.
Hvammstanga. Smáslys eru tíð, svo
sem fingurskurðir, höfuðsár, fleiðruð
hné og minna háttar brunasár. 75 ára
gömul kona datt á tröppum og brotn-
aði illa um v. ökla. 15 ára stúlka
hrasaði um þúfu og lærbrotnaði. 9 ára
stúlka datt af hestbaki með þeim af-
leiðingum, að hold flcttist frá gagn-
auga og niður á kinn, auk þess sem
kinnbogi brotnaði og meatus externus
rifnaði frá. Enn er ótalið dráttarvélar-
slys. Fullorðinn maður ætlaði að ýta
dráttarvél í gang niður brekku með
þeim afleiðingum, að hann varð undir
henni, marðist mikið, fór úr axlarlið
og rifbrotnaði. Gáleysi með dráttar-
vélar er óskaplegt, og heyrir til und-
antekninga, ef farið er með þær sem
hættulegar vélar. T. d. sá ég í sumar
bónda nokkurn akandi á Ferguson
dráttarvél með heykvísl (heylyftara)