Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 172
1958
— 170 —
eð ekki er metin timabundin örorka,
er það allvenjulegt, að greiðsla fram-
l’.aldsdagpeninga er ákveðin, og er
það raunverulega sama og að viðkom-
andi hafi yfir 75% örorkumat þann
tíma, þvi að upphæð framhaldsdag-
peninga miðast við upphæð örorku-
Íífeyris.
Dagpeningaupphæðir eru nú þann-
ig: fyrir einhleypan kr. 60,00 á dag,
fyrir kvænta menn og giftar konur
kr. 68,00 á dag og auk þess kr. 8,00
á dag fyrir hvert barn á framfæri
slasaða, allt að þrem börnum. Hæsta
dagpeningagreiðsla er því nú kr. 92,00
á dag fyrir kvænta menn með 3 börn
cða fleiri á framfæri.
3. Örorkubætur. Þegar bótaskylt
slys veldur varanlegri örorku, sem
nemur 15% eða meira, greiðir slysa-
tryg'gingin örorkubætur. Örorkubætur
miðast við upphæð örorkulifeyris á
1. verðlagssvæði, scm cr nú kr. 14400
á ári. Við greiðslu slysalífeyris gild-
ir sú regla, að fullur lifeyrir greið-
ist við 75% örorku, en hálfur lifeyrir
við 50% örorku, og hækkar því um
2% við hvert örorkustig þar á milli.
Þegar örorka er metin 50% eða meira,
er skylt að greiða bætur sem lifeyris-
greiðslur, en sé örorka metin undir
50%, er lieimilt að greiða bætur sem
eingreiðslu, og' liefur sú heimild verið
notuð undanfarin ár. Jafngildir þá
eingreiðslan útreiknuðum lifeyri við-
komandi, og er farið eftir útreiknings-
reglum, sem setlar eru af félagsmála-
ráðuneytinu eftir tillögu trygginga-
ráðs.
4. Dánarbætur. Þegar bótaskylt slys
veldur dauða innan eins árs, frá því
er það varð, greiðir slysatryggingin
dánarbætur. Ekkja eða ekkill fær i
eingreiðslu kr. 90000. Sé eftirlifandi
maki eldri en 50 ára eða hafi tapað
meira en 50% af starfsorku sinni,
greiðist auk þess lífeyrir til dauða-
dags, kr. 14400 á ári, miðað við 100%
örorku eða 67 ára aldur. Barnalifeyrir
greiðist með eftirlifandi börnum inn-
an 16 ára, 7200 kr. á ári á barn. Börn
eldri en 16 ára á framfæri látna vegna
órorku, svo og foreldrar, fá greiddar
bætur frá 20—60 þús. kr., eftir þvi
hvernig framfærslu var háttað.
Útgjöld slysatryggingarinnar eru
borin uppi af atvinnurekendum og
eigendum bifreiða og aflvéla. Hver sá,
sem hefur launþega i þjónustu sinni,
skal greiða ákveðið áhættuiðgjald.
Upphæð iðgjalds fer eftir slysahættu
við störf, og er störfum og starfsgrein-
um skipt í áhættuflokka. Það er sam-
kvæmt lögum ráðherra, sem ákveður
um skiptingu i flokka og um upphæð
iðgjalda, að fengnum tillögum Trygg-
ingastofnunarinnar. Þegar trygginga-
ráð fjallar um þessi mál og tekur á-
kvarðanir um þau, hafa samtök laun-
þega og' atvinnurekenda rétt til að
skipa fulltrúa til að taka þátt í um-
ræðum og gera tillögur.
Nú er í gildi reglugerð um þessi
mál, sem sett var i desember 1957.
Þar er starfsgreinum skipt í 11 flokka
eftir áhættu, og starfstími er talinn í
vikum. Þessi skipting skal ekki rakin
liér nánara, þess aðeins getið til skýr-
ingar, að í fyrsta áhættuflokki koma
t. d. læknar og prestar, en i 11. flokki
eru aðeins áhafnir stærri flutninga-
og fislciskipa, en þar í milli koma svo
allar aðrar starfsgreinar þjóðfélagsins.
Iðgjald 1. flokks er kr. 1,00 á viku, en
11. flokks kr. 36,00 á viku. Þessi skipt-
ing i áhættuflokka byggist á athugun
á bótagreiðslum vegna starfsgreina
hérlendis á tíinabilinu 1947—53, sem
tryggingafræðingur Tryggingastofnun-
arinnar hefur gert.
Lögin gefa ráðherra lieimild til að
ákveða, að útgerðarmönnum sé skylt
að tryggja gegn aukaiðgjaldi þá á-
hættu vegna slysa, er þeir bera sam-
kvæmt sjómannalögunum nr. 41 19.
maí 1930, þannig að Tryggingastofn-
unin greiði hinum slasaða kaup eða
aflahlut í eina viku frá afskráningar-
degi að telja. Þessi heimild er notuð,
og annast Tryggingastofnunin um
þessar greiðslur. Atvinnurekendur,
sem sjálfir vinna með fólki sínu við
tryggingarskyld störf eða vinna slík
störf án þess að liafa launþega í þjón-
ustu sinni, eiga rétt á að tryggja sér
hjá Tryggingastofnun ríkisins sams
konar bætur og launþegar njóta, og
ákveður Tryggingastofnunin um ið-
gjaldagreiðslur þessara trygginga.