Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 139
— 137 —
1958
aður og flugnapest á sumrin. Auk þess
er sorphirðing í megnasta ólagi. 1—2
menn hafa þetta í hjáverkum, og líður
oft meira en mánuður milli þess, sem
tunnur eru tæmdar, en þá oftast mik-
ið sorp og bréfarusl fokið úr tunnun-
um og út um bæinn.
Raufarhafnar. Byggingarfram-
kvæmdir talsverðar, aðallega íbúðar-
húsabyggingar. Af um 60 íbúðarhús-
um, sem i læknishéraðinu eru, hafa
30 verið byggð á siðustu 8—10 árum.
Húsakynni alls almennings eru bæði
mikil og góð. Þrifnaði í þorpinu mjög
ábótavant. Þó er sorphreinsun að
komast á seinustu 2 árin. Vatnsveita
stórendurbætt á árinu.
Þórshafnar. 3 ibúðarliús úr steini i
smíðum á Þórshöfn. Þrifnaði enn þá
ábótavant, bæði utanhúss og innan.
Seyðisfj. 5—6 einbýlishús eru í
smíðum. Vinna eigendur mikið sjálfir
við byggingarnar. Við skriðuföll, sem
urðu i september, eyðilögðust 2 íbúð-
arhús og hið þriðja skemmdist mikið.
Einnig urðu miklar skemmdir á göt-
um á löngu svæði á Búðareyri. Nokkr-
ir gamlir kofar og einstaka braggi
standa enn uppi i sjálfum bænum.
Að þeim eru bæði óþrif og óprýði.
Vonir standa til, að þeir fáist fjar-
lægðir. Búpeningshald leyfist enn i
bænum, en fer þó minnkandi og ætti
alveg að hverfa, þó að ferfætlingarnir
séu ekki versti félagsskapurinn.
Eskifj. Umgengni jafnbezt á Eski-
firði. Nokkrir kofar á Búðareyri ó-
hæfir sem mannabústaðir. Fólkið, sem
býr í þessum kofum, er flest sóðalegt
i umgengni og hirðulaust um flesta
hluti, sem gerir sitt til að gera þessar
ibúðir að hálfgerðum svínastium.
Sveitabæir eru yfirleitt þrifalegir og
þeim vel haldið við. Margir einstak-
lingar lögðu í að byggja yfir sig, flest-
ir á Búðareyri. Víða eru öil úrgangs-
efni látin renna beint í lækina, sem
liggja þvert í gegnum þorpið. Gallinn
er sá, að lækirnir eru ýmist þurrir
mánuðum saman eða botnfrosnir.
Safnast þá allur grauturinn á grjótið
eða ísinn. Börn sækja mjög til þessara
staða til þess að leika sér, því að
stundum finna þau skemmtilega hluti
innan um saurinn. Opinberir aðilar
láta sem ekkert sé nema rétt fyrir
hreppsnefndarkosningar, en þá lofa
allir flokkar að uppræta óþverrann.
Vestmannaeyja. Fullgerð voru 15 í-
búðarhús og 19 aðrar íbúðir teknar
í notkun, þótt ekki væru alveg fuli-
gerðar. Grafinn var nýr brunnur og i
hann stór aðrennslisskurður undir
Hlíðarbrekkum. Mun að því nokkur
bót, sérstaklega fyrir höfnina. Rann-
sakaðir voru möguleikar á vatns-
vinnslu úr sjó, og í þeim tilgangi kom
hingað sérfróður verkfræðingur um
vatnsöflun. Ekki þótti tiltækilegt að
bygg'ja vatnsöflun eyjaskeggja á slik-
um framkvæmdum vegna kostnaðar.
Hafin var rannsókn á aðstæðum til
vatnsveitu úr landi og gerð lausleg
kostnaðaráætlun; voru nefndar 11
milljónir sem kostnaður við sjálfa að-
alleiðsluna yfir sundið. Nokkur áhugi
mun fyrir vatnsleiðslu úr landi. Svo
til allt skólpið fer enn í höfnina og
fær sumt að úldna á fjörum, en ann-
að í þröngum hafnarkvium. Ekki má
dragast öllu lengur að hefja aðgerðir
til úrbóta, og hef ég í síðustu ársyfir-
litum lagt fram sundurliðaðar umbóta-
tillögur. Sorphirðing fer stöðugt batn-
andi.
5. Fatnaður og matargerð.
Reykhóla. í þokkalegu horfi.
Hvammstanga. Hér þykir ekki ann-
að matur en kjöt og þá einkum kinda-
og hrossakjöt. Sárafáir kunna átið á
grænmeti, nema kartöflum, sem neytt
er á öllum heimilum. Viðburður er, ef
nýr fiskur er á boðstólum, enda fisk-
leysi miliið hér seinni árin.
Seyðisfj. Vítamínpilluát fer mjög í
vöxt, og er það vafalaust gott á hin-
um mörgu myrkramánuðum.
6. Mjólkurframleiðsla og
mjólkursala.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi
23516915 litra mjólkur á árinu. Af
rjóma voru seldir 704862 lítrar og
1012306 kg af skyri. Osta- og smjör-
salan s.f. tók til starfa um áramótin
1958—1959.
18