Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 117
— 115 —
1958
fram af háu klifi. Tveir karimannanna
fengu heilahristing og annar þeirra
hauskúpubrot, hinn þriðji slapp meS
smáskrámur á andliti, og konan fékk
taugaáfall, en engin veruleg meiðsli.
1 ára piltbarn varS fyrir voSaskoti
heima hjá sér, og tættist höfuð barns-
ins sundur. 60 ára karlmaður varð
undir dráttarvél, sem valt fram af
vegarbrún, og var látinn, er að var
komið litlu seinna.
Nes. Ungur vélsmiður, búsettur hér
í bæ, beið bana, er skilrúm brast í
þró nýju sildarverksmiðjunnar. FærS-
ist hann við það í kaf undir geysi-
legu síldarfargi, og náðist likið ekki
upp, fyrr en mörgum klukkustundum
síðar. Tveir eða þrír starfsfélagar
mannsins sluppu nauðulega. Ungling-
ur hrapaði niður úr sildarkrana og
stórsiasaðist, hlaut m. a. fract. pelvis
og femoris, ruptura urethrae og com-
niotio cerebri. Náði sér furðulega eftir
margar og miklar aðgerðir og langa
iegu á sjúkrahúsinu. Önnur slys:
Fractura femoris 1, colli femoris 1,
eruris 3, tibiae 1, trimalleolaris 1, cai-
eanei 1, cranii 1, radii 4, antebrachii
2, claviculae 3, costarum 4, mandi-
Fulae 1, proc. stiloidei radii 1, ossis
metacarpi 2, nasi 1. Luxatio humero-
scapularis 3, metacarpophalangeae 1.
Gommotio cerebri 5. Combustiones 10.
Franssectio tendinum 3. Auk þess
fjöldi smærri slj'sa.
Eskifj. 78 ára maður drekkti sér í
ööfninni í BúSareyri. Hann hafði ver-
ið geðbilaður og mjög þunglyndur i
nokkra mánuði. Laumaðist út að
kvöldlagi, þótt alltaf væri reynt að
gæta hans vel. Fractura Collesi dx.:
62 ára kona datt og bar fyrir sig hægri
hönd. Bæði beinin brotnuðu, og brota-
endarnir (distalt) færðust talsvert frá
•éttri stöðu. Lagfæring á brotinu tókst
cel, og það greri eðlilega. 49 ára kona
iirasaði á götu, og við það þverbrotn-
aði hægri lærleggur um miSju. Ung-
ur maður af síldarskipi marðist milli
vírs og vindu við uppskipun. Bæði
beinin í öðrum framhandleggnum
örotnuðu þvert yfir, nokkuð ofan við
miðjan handlegg. Handleggurinn stytt-
ist, og iangt var milli allra brotenda.
Fractura claviculae: 10 ára drengur.
Fjölmörg smávægileg slys og áverkar
verða ekki talin upp liér.
Búða. Fract. tibiae 2, cruris 1, hu-
meri 2, ossis radii 1, costarum 1.
Hafnar. Commotio cerebri 1, fract.
costae 3, fibulae 3, radii 2, lux. hu-
meri habitualis 1, ambustio 2, ígerðir
og fingurmein 22, vulnera 17.
Kirkjubæjar. Ekkert dauðaslys, eng-
ir brunar. Læknir varð tvisvar fyrir
þvi óhappi að velta bifreið sinni í
sjúkravitjun, en slapp þó ómeiddur að
kalla i bæði skiptin. 65 ára gamall
bóndi fótbrotnaði, er dráttarvél valt
með liann. Fluttur í Landsspitalann,
þar sem gert var að brotinu með
aðgerð. Mun Jjó hljóta varanleg ör-
kuml af.
Víkur. 52 ára gamall karlmaður datt
af hesti með þeim afleiðingum, að
distali endinn á tibia dx. stóð út i
gegnum húð og sokk. Reponerað í
svæfingu og síðan sendur á Lands-
spitalann. Heilsaðist vel. 49 ára karl-
maður klemmdist á hendi við að losa
tengivagn aftan úr bíl. 4. og 5. fingur
á vinstri hendi tættir og 5. fingur tvi-
brotinn. Sárin saumuð i localdeyfingu
og höndin lögð í gipsumbúðir. Batn-
aði vel. Af öðrum slysum ber mest á
vulnera incisa og corpora aliena.
Vestmannaeyja. Dauðaslys urðu 7 á
árinu. í höfninni drukknuðu 3 menn,
2 karlmenn undir áhrifum áfengis, og
óvita barn. Eftir það lét bæjarstjórnin
girða hættulega staði við höfnina. í
íiskvinnslustöðvum slösuðust 2 menn
til bana. Annar féll niður um óvarið
loftgat og höfuSkúpubrotnaði. Eru
slík slys ekki einsdæmi hér, og þyrfti
að hafa betri gát á útbúnaði hinna
stóru vinnslustöðva. Hinn fórst af
ammóniakeitrun, er kælitæki sprungu.
Ungur maður hrapaði við eggjatöku.
Hann náðist, en lézt, skömmu eftir að
hann kom á sjúkrahús. Loks lézt há-
öldruð kona af afleiðingum lærbrots
\egna falls á baðherbergisgólfi Elli-
heimilisins hér. Önnur slys, sem komu
til aðgerða á sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja, töldust 69, þar af 45 beinbrot.
Hellu. Ambustio: Unglingspiltur
brenndist illa á höndum og í andliti,
er eldur komst i tóma tunnu undan
benzini, í sömu svifum og hann laut