Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 186
1958
184 —
Ályktun: Við krufninguna fannst
lifrin rifin og blæðing í kviðarhol.
Auk þess var klyftabein tvibrotið og
mildar blæðingar í mjúka vefi um-
hvcrfis grindarbein, neðanverðan
hrygg og bæði nýru. Ofangreindir á-
verkar samfara losti hafa orðið mann-
inum að bana.“
Meðferð slasaða á handlæknisdeild
Landspítalans er lýst svo i læknisvott-
orði, dags. 30. ágúst 1960, undirrituðu
af prófessor Snorra Hallgrímssyni
(inngangsorðum sleppt):
„G. heitinn var lagður inn á deild-
ina liinn 4/9 ’59 kl. 4,30 að morgni,
vegna afleiðinga bílslyss, er Iiann
hafði orðið fyrir.
Við komuna var hann i djúpu losti,
liafði þó aðeins rænu og gat svarað
til nafns, en annars engar upplýsingar
gefið. Sjúkl. var gráfölur, útlimir blá-
leitir og kaldir, púls var þráðlaga,
150/mín., öndun grunn en regluleg.
Blæðing undir húð var á hægra eyra,
en ekki blæddi úr hlustum né vitum.
Skrámur víðs vegar á höfði.
Við kviðarhol fannst litið athuga-
vert, en grunur um vökva í lifhimnu.
Geysimikið blóðsamsafn var undir
húð yfir spjaldhryggssvæðinu og upp
á mitt mjóbak. Á hælum og tám voru
smáskrámur.
Við komuna var blóðþrýstingur 50,
en neðri mörk ómælanleg.
Strax eftir komuna voru gerðar ráð-
stafanir til þess að lagfæra lost-
ástandið, og var i þvi tilefni gefið lyf
til þess að hækka blóðþrýstinginn, svo
og súrefni. Reynt var að koma nól
inn í æð, svo að hægt væri að gefa
lionum vökva og blóð, en þetta tókst
ekki, þar eð allar æðar voru saman-
fallnar. Var þá æð á fæti frilögð með
skurðaðgerð og reynt að dæla i hana
vökva, en sú æð var lokuð, og var þá
frílögð æð í h. olnbogabót með skurð-
aðgerð, en sú æð reyndist einnig lok-
uð. Var þá enn frílögð stór æð í v.
nára með skurðaðgerð, og' fékkst gott
rennsli í gegnum hana, og sjúkl. þá
gefið blóð, auk þess lyf til þess að
hækka blóðþrýstinginn.
Þetta kom þó að engu haldi. Sjúkl.
hélt áfram að hraka þrátt fyrir vökva-
og blóðgjöf, og hann andaðist, eins og
fyrr segir, kl. 6,35, rúmum tveim tim-
um eftir að hann kom á deildina.“
Haukur Kristjánsson læknir segir
svo að loknum inngangsorðum i bréfi
til sakadómara, dags. 31. ágúst 1960:
„Hann var með allstóran, tættan
skurð á hægri augabrún. Skurðir voru
utan og innan á efri vör. Ein fram-
tönn var brotin. Gert var að sárum
sjúklings og honum gefið macrodex i
æð, var hann siðan sendur í Land-
spítalann. (Samkv. sjúkraskrá Slysa-
varðst.) Það skal tekið fram, að vakt-
bafandi kandidat þessa nótt var . • •
og' vakthafandi aðstoðarlæknir var
Var áðurnefndur sjúklingur i
þeirra umsjá, meðan hann dvaldi í
Sljrsavarðstofunni.“
Auk framangreindra gagna liggí3
fyrir i málinu myndir af áverkum G.
heitins.
Við meðferð málsins í réttarmála-
deild vék prófessor dr. med. Snorri
Hallgrimsson sæti, en i stað lians var
skipaður dr. med. Bjarni Jónsson, sér-
fræðingur í bæklunarsjúkdómum.
Málið er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Telur læknaráð, að G. heitinn
G.-son hafi hlotið rétta og fullnægj'
andi læknismeðferð i Heilsuverndar-
stöðinni og Landspítalanum?
2. Telur læknaráð, að ályktun Ólafs
Bjarnasonar læknis um dánarorsök
G. heitins sé rétt?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Læknaróð telur ekkert at-
hugavert við þá læknismeðferð, sem
G. G.-son hlaut i Slysavarðstofu
Reykjavíkur og Landspitala.
Ád 2. Já.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 1. nóvember 1960,
staðfest af forseta og ritara 20. desem-
ber s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.