Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 149
— 147 —
1958
krufningu fundust mjög mikil
þrongsli á kransæðunum. Vinstri
kransæð var mjög þröng og að
miklu leyti lokuð, og sú hægri var
svo að segja alveg lokuð við upp-
tökin. Hjartavöðvinn var orðinn
hvítflekkóttur af langvinnu blóð-
leysi. Banaineinið hefur verið
kransæðastífla.
19. 13. maí. G. H.-dóttir, 4 vikna.
Veiktist með hita og dó eftir 9
daga. Álvktun: Við krufninguna
fundust allmikil einkenni um
beinkröm á öllum rifjum barns-
ins. Annars fannst engin dánaror-
sök, nema vottur um berkjubólgu
í lungunum. Er sennilegt, að kvcf
og berkjubólga hafi gert út af við
barnið vegna þess, að það var
með beinkröm.
20. 14. mai. E. J.-son, 46 ára, verzlun-
armaður, Reykjavik. Var drykk-
felldur og mun hafa verið drukk-
inn, þegar hann sást ganga eftir
hafnargarði út að vita og hverfa
þar. Sást líkið á floti skömmu
seinna, um hálftíma eftir að mað-
urinn hvarf. Eífgunartilraunir
reyndust árangurslausar. í blóði
fannst 2,44%^ allcóhól. Ályktun: Af
upplýsingum lögreglunnar og því,
sem fannst við krufninguna, er
auðsætt, að maðurinn hefur verið
ölvaður, komið lifandi í sjóinn og
drukknað.
21. 17. mai. T. T.-son, 65 ára, sjómað-
ur. Hné niður á stjórnpalli um
borð í skipi og var jiegar örendur.
Ályktun: Við krufningu reyndist
hægri kransæð algerlega lokuð og
ferskur thrombus í upptökum
hennar, en vinstri kransæð var
mjög kölkuð og töluverð þrengsli
í henni nálægt upptökunum. Bana-
meinið hefur sýnilega verið lok-
unin á hægri kransæð með ferskri
blóðstorku i upptökum æðarinn-
ar.
22. 7. júní. J. S.-son, 27 ára. Fannst
látinn í íbúð sinni. Var mikið af
vínföngum umhverfis hann og
þvag í flösku. í blóði fannst 0,61^0
alkóhól. Ályktun: Við likskoðun
hefur komið í ljós lungnabóiga í
báðum lungum ásamt lungnabjúg,
er telja má að einhverju leyti
stafa af ofdrykkju. Þetta sameig-
inlega hefur leitt manninn til
dauða.
23. 13. júni. ,1. J.-son, 56 ára, banka-
maður. Var að gróðursetja trjá-
plöntur, er hann hné skyndilega
niður og var örendur. Ályktun:
Við krufningu fannst gömul lokun
á annarri aðalgreininni af ramus
descendens við kransæðar á fram-
anverðu hjartanu og alveg ferskur
blóðkökkur í hægri aðalkransæð,
sem hafði stíflað liana algerlega.
Þessi stífla hefur komið skyndi-
lega, og hefur það sýnilega orðið
manninum að bana.
24. 20. júní. P. Á.-dóttir, 53 ára. Var
drykkfelld og hafði drukkið í
marga daga samfellt, er hún lézt.
Fannst með lífsmarki heima hjá
sér, en var látin, áður en i sjúkra-
hús kom. Ályktun: Við krufningu
fannst svæsin lungnabólga í efsta
blaði hægra lunga og var að byrja
i neðsta blaði sama lunga. Auk
þess fannst ferskur blóðköklcur í
grein af vinstri kransæð. Þá var
lifrin mjög illa farin, sýnilega eft-
ir afstaðna lifrarbólgu, sem hefur
eyðilagt stóra hluta af lifrinni,
einkum vinstra helming hennar.
Þessi sjúkdómur var jió greinilega
á batavegi. Banameinið hefur ver-
ið lungnabólgan, sem konan hefur
þolað illa vegna þess, live lifrin
var illa farin.
25. 27. júní. Þ. Þ.-son, 18 ára, verka-
maður, Keflavík. Var að vinna
skammt fyrir neðan 3 háspennu-
strengi. Mun liafa slengzt í há-
spennustreng. Ályktun: Við krufn-
ingu fundust stór brunasár í aft-
anverðum hnakka og hálsi, þar
sem bæði hold og bein hafði
brunnið alveg inn í mænu, enn
fremur stór brunasár framanvert
á báðum lærum, en straumurinn
hafði farið út í gegnum vinstri il
og' sýnilega eftir nagla í skósólan-
um. Þessi miklu brunasár hafa
valdið skjótum bana. Ekki er unnt
að segja, með hvaða móti slysið
hefur orðið, en útlit er fyrir, að
maðurinn hafi hangið á hnakkan-