Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 84
19S8
82
Skrá'ðum lekandasjúklingum heldur
enn áfram að fækka, en sárasóttar-
sjúklingum fjölgar óhugnanlega að
nýju, þó að ekki nálgist það tölu
þeirra á árunum fyrir 1950.
Skýrsla kynsjúkdómalæknis
ríkisins 1958.
Á húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur koniu alls
540 manns, þar af 237 vegna kynsjúk-
dóma. Tala rannsókna var 1337, þar
af 690 vegna kynsjúkdóma. Eftir sjúk-
dómum skiptast sjúklingar þannig:
Sijphilis: 24 sjúklingar (6 karlar, 18
konur). Gonorrhoea: 59 sjúklingar (29
karlar, 30 konur). Vegna gruns um
kynsjúkdóma voru rannsakaðir 154,
og fengu flestir þeirra profylaktiska
meðferð. Scabies: 5 sjúklingar (1 karl,
1 kona og 3 börn). Pediculosis pubis:
3 sjúklingar (karlar). Pediculosis
capitis sást ekki á árinu. Aðrir húð-
sjúkdómar: 295 sjúklingar (110 karl-
ar, 94 konur, 91 barn). Smásjárrann-
sóknir voru gerðar 213 sinnum. Tala
kynsjúkdómasjúklinga, sem komu á
deildina á þessu ári, er nokkru lægri
en á fyrra ári, og fer því fjarri, að
liér komi öll kurl til grafar. Þyrfti að
takast miklu nánari samvinna milli
lækna, bæði starfandi lækna og hér-
aðslækna, og kynsjúkdómadeildar
Heilsuverndarstöðvarinnar. Mundi það
verða mikill styrkur í baráttunni við
kynsjúkdóma, ef læknar gerðu sér að
reglu að tilkynna þangað slíkar smit-
anir.
Akranes. 5 sjúklingar skráðir með
lekanda, allir innlendir. Enginn skráð-
ur með lues.
Hvammstanga. Hefur ekki orðið vart
undanfarin ár.
Blönduós. Gerðu ekki vart við sig.
Akureyrar. 9 sjúklingar skráðir með
lekanda, 6 karlar og 3 konur. Flest
hefur þetta fólk smitazt utan héraðs,
og auðvelt reynist að lækna það.
Húsavíkur. 1 tilfelli af gonorrhoea,
norskur sjómaður.
Eskifj. Innlendur sjómaður kom til
mín í nóvember. Mun liafa smitazt í
Póllandi. Fékk kröftuga pensilínmeð-
ferð.
Veslmannaeyja. Með minnsta móti.
Aðeins skráðir 3 karlmenn, allt utan-
héraðsmenn.
Eyrarbakka. 2 karlar og 1 kona
lengu G. K.
Keflavíkur. 1 tilfelli skráð af syp-
hilis primaria. 6 tilfelli skráð af lek-
anda. 4 sjúklingar innlendir og 2 er-
lendir.
Hafnarfj. Enginn skrásettur á árinu.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
1. Eftir mánaðaskrám:
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
1954 1955 1956 1957 1958
Tbc. pulm. 112 90 89 76 94
Tbc. al. loc. 24 18 26 27 9
Alls 136 108 115 103 103
Dánir 10 4 13 7 6
2. Eftir berklabókum (sjúkl. i árs-
lok): 1954 1955 1956 1957 1958
Tbc. pulm. 752 736 669 614 501
Tbc. al. loc. 130 88 88 109 104
Alls 882 824 757 7231) 605
Skráðum berklasjúklingum fækkar
liægt og tæpast í hlutfalli við það, sem
búast mætti við, enda mun öllum, sem
á skrá komast, vel og lengi haldið til
haga. Fjöldi nýskráðra segir hér miklu
fremur alla sögu, og mun hann verða
birtur í skýrslu innan skamms.
Berklapróf munu ekki hafa verið
framkvæmd í eftirtöldum héruðum:
Reykhóla, Djúpavíkur, Hólmavíkur,
Blönduós, Sauðárkróks, Þórshafnar,
Seyðisfj., Djúpavogs og Hveragerðis.
Yfirlit það, sem hér fer á eftir sam-
kvæmt töflu XI, tekur til 20253 manns.
Skiptist sá hópur þannig eftir aldri og
útkomu:
1) Tala þessi er misprentuð 743 i Heil-
brigðisskýrslum 1957.