Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 142
1958
140 —
brjóstmötunartiminn hefur verið 1,7
mánuðir í ár, en var 1,8 til 1,9 mán-
uðir undanfarin ár.
9. íþróttir.
Reykhóla. Góð sundlaug er hér, og
læra öll börn þar sund.
Akureyrur. íþróttaáhugi virðist hér
góður, enda aðbúnaður hinn bezti
bæði til inni- og útiiþrótta. Eftir til-
komu hinnar nýju sundhallar hefur
áhugi fyrir þeirri íþrótt stórum auk-
izt, og fer vel á, að svo sé.
Þórshaftiar. Iþróttaáhugi lítill.
Vestmannaeyja. íþróttaáhugi virðist
ekki mikill.
10. Skólaeftirlit.
Akrunes. Iiúsnæði það, sem gagn-
fræðaskólinn hefur til umráða, er
orðið allt of lítið (gamli barnaskól-
inn), en nú er byrjað á byggingu nýs
skólahúss, og' standa vonir til, að hægt
verði að nota það næsta skólaár.
Kleppjárnsreykja. Hafin var smiði
á nýjum barnaskóla fyrir Borgarfjarð-
arsýslu ofan Skarðsheiðar með stað-
setningu á Kleppjárnsreykjum.
Búðardals. Unnið að byggingu
skólahúss að Sælingsdalslaug.
Hvammstanga. Skólaskoðun fór
fram með venjulegum hætti. Eingöngu
var um haustskoðun að ræða, en fylgzt
með börnunum, heilsufari þeirra og
aðbúð, þeg'ar tilefni gafst. Verið er að
undirbúa byggingu nýs skólahúss á
Hvammstanga, en ekki munu allir á
einu máli um, livort heppilegt sé að
gleyma vistarveru fyrir kennara og
leikfimissal, en hvorugt mun vera i
þessu skólahúsi.
Höfða. Nýtt barnaskólahús tekið i
notkun i haust, mjög myndarleg bygg-
ing og virðist að öllu leyti vel frá-
gengin. Öll börn á skólaaldri skoðuð
og berklapróf gert á öllum skólabörn-
um í þorpinu.
Ólafsfj. Skoðað í byrjun skólaárs.
Upphitun í skólanum endurbætt með
viðbótarrafhitun i miklum kuldum.
Akureyrar. Héraðslæknir gegndi
skólalæknisstörfum við alla skóla i
læknishéraðinu, nema húsmæðraskól-
anum að Laugalandi, en þar var Guð-
mundur Karl Pétursson skólalæknir,
eins og verið hefur á undanfarandi
árum.
Grenivíkur. Kvenfélag gaf Grýtu-
bakkahreppi ljósalampa, sem verður
notaður handa skólabörnum eftir ára-
inót. Skólahúsið lagfært.
Vestmannaeyja. Skólaskoðun hagað
eins og að undanförnu að haustinu, en
siðan vikulegir viðtalstímar héraðs-
læknis í barnaskólanum, á meðan
skólinn stendur. Skólahjúkrunarkona
starfar við skólann, að hálfu á móti
heilsuverndarstöð. Börnin fá ljósböð
i skólanum, ávisanir gefnar á lýsi og
fylgzt með, að það sé notað. Tann-
læknir starfar við barnaskólann.
Barnaskólinn býr við gamlan húsa-
kost, sem er orðinn ófullnægjandi.
Selfoss. Skólaskoðun fór fram, eins
og vant er, í byrjun október. Gert var
Moro-berklapróf á öllum börnunum.
Þau eru yfirleitt vel frísk, og engu
þeirra þurfti að vísa frá námi.
Eyrarbakka. Tannlæknir starfar við
barnaskólana í báðum þorpum.
Keflavíkur. Þar sem skólaeftirlit er
mjög umfangsmikið starf i svo stóru
héraði, var ekki unnt að gera því eins
góð skil og vera ætti. í barnaskólun-
um voru öll börn skoðuð almennri
skólaskoðun. Auk þess kom ég viku-
lega í eftirlit í Keflavík, en mánaðar-
lega í Hafnar- og Grindavikurbarna-
skóla, fjórum sinnum i barnaskóla
Gerðahrepps, en hins vegar aðeins
einu sinni í Njarðvikur- og Sandgerð-
isbarnaskóla, svo og Gagnfræðaskóla
Keflavíkur. Olli því meira húsnæðis-
vandræði en viljaleysi.
Kópavogs. Komið i skólana öðru
hverju og fylgzt með heilbrigði nem-
enda i samvinnu við skólahjúkrunar-
konu og skólastjóra. Kennarar sinnu-
litlir um skýrslugjafir. Heilsufar yfir-
leitt gott í skólunum, en allmargir
fengu mislinga i faraldrinum október
—desember.
11. Barnauppeldi.
Vestmannaeyja. Alltaf eitt og eitt
heimili, sem ekki ræður við uppeldi
barna sinna, en oftast of seint gripið