Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 191
— 189
1958
^tefnanda, eins og hann var á sig kom-
inn á slysstað, á bert gólf lögreglubif-
neiðarinnar og flytja hann þannig i
lögreglustöðina?
2. spurning:
Telur vitnið útilokað, að meiðsli
stefnanda hafi aukizt við meðferð þá,
en hann sætti í flutningi, fyrst af slys-
stað á lögreglustöðina og síðan þaðan
l’eim til sín?
Framburður dr. med. . .. er bókað-
ur á þessa leið:
5,Matsgjörðin á dskj. nr. 15 er lesin
tyeir vitninu og sýnd því. Kannast
vitnið við undirskrift sína og kveðst
l’nfa samið matsgjörðina eftir beztu
l’ekkingu og samvizku sinni.
Spurningar á dskj. nr. 17 eru lesnar
fyrir vitninu.
f • spurningunni svarar vitnið þann-
Jg: „Eg tel æskilegast, að slasaðir
nienn séu ætíð fluttir i sjúkrabíl af
beim mönnum, sem vanir eru sjúkra-
fhitningum.“
2. spurningunni svarar vitnið þann-
|g: „Það er ekki að útiloka, að flutn-
mgur eins og þessi geti orsakað á-
verka á heila, en til þess þarf farar-
taekið að verða fyrir miklum hristingi
eða árekstri, og ekkert er í skjölum
jnálsins, sem bendir á, að það hafi
f'omið fyrir. Það er einungis sagt í
málsskjölunum, að ekið liafi verið nið-
,lr a lögreglustöð, og þess ekki getið,
j*ð götur hafi verið með óvenjulegum
nsetti eða nokkuð komið fyrir á ferða-
haginu. Sé það rétt með farið, tel ég,
nð áverkinn hafi ekki aukizt við þenn-
au flutning.“
Framburður . .. læknis [sérfræð-
jngs í taugasjúkdómum] er bókaður
þannig:
„Matsgjörðin á dskj. nr. 15 var lesin
yrir vitninu og sýnd því. Kannast það
við undirskrift sína og kveðst hafa
samið matsgjörðina eftir beztu sam-
vizku og þekkingu.
Vitnið svarar fyrri spurningunni á
dskj. nr. 17 þannig: „Ég tel, að æski-
legra hefði verið að leggja hann á
sjúkrabörur.“
2. spurningunni svarar vitnið þann-
ig: „Mjög ósennilegt tel ég, að meiðslin
hafi aukizt við flutninginn“.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirgreindum
spurningum:
1. Fellst læknaráð á álitsgjörð lækn-
anna dr. med. ... og ... á dskj. nr.
15, svo og svör þeirra við spurning-
um á dskj. nr. 17, er þeir létu uppi
fyrir dómi liinn 18. maí 1960?
2. Ef læknaráð fellst ekki á fram-
angreinda álitsgjörð, er óskað úr-
skurðar um það, á hvern hátt og að
hve miklu leyti meðferð sú, er stefn-
andi sætti af hendi lögreglunnar að-
faranótt 14. júní 1952, eigi þátt í
þeirri varanlegu örorku, sem hann
telst hafa beðið þá nótt.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Læknaráð fellst á álitsgerð
læknanna dr. med. ... og ... á dskj.
nr. 15, svo og svör þeirra við spurn-
ingum á dskj. nr. 17, er þeir létu uppi
fyrir dómi hinn 18. maí 1960.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 30. desember
1960, staðfest af forseta og ritara 31.
s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslii eru enn óorðin.