Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 152
mark sást með honum, og lífgun-
artilraunir báru ekki árangur. í
blóði mannsins fannst 1,19%«, af
alkóhóli. Ályktun: Við krufningu
kom í ijós, að maðurinn hefur
drukknað. Hann hefur einnig ver-
ið undir milduin áhrifum áfengis.
37. 21. ágúst. G. F.-son, 7 mánaða,
sonur verzlunarmanns. Hafði
gengið illa að lialda nokkru niðri,
frá því að hann var tveggja vikna.
Lagaðist á 7 vikum í sjúkrahúsi.
Varð lystarlaus fyrir 2 dögum.
Barnið dó skyndilega, án þess að
veruleg veikindamerki sæjust á
því. Foreldrarnir misstu annað
barn nokkru eldra og' halda, að
bæði börnin hafi verið blind. Á-
lyktun: Við krufninguna fannst
töluverð stækkun á hjarta, sér-
staklega vinstra helmingi. Þessi
stækkun virtist stafa af þykknun
á hjartavöðvanum og sennilega af
svokallaðri fibroelastosis. Enn
fremur reyndust nýrnahettur ó-
eðlilega litlar. í barka og berkj-
um var mikið af slími. Banamein
barnsins virðist hafa verið berkju-
bólga. Tiltölulega lítil bcinkramar-
einkenni fundust á rifjum barns-
ins.
38. 18. september. Á. J. E. Á.-son, 65
ára, fulltrúi. Ilafði haft háan blóð-
þrýsting um nokkurt skeið. Vakn-
aði að kvöldi, eftir að hafa sofið
í hálftíma, og reyndi að tala, en
gat ekki og missti fljótt meðvit-
und. Dó um nóítina. Ályktun: Við
krufningu fannst stór blæðing i
hæg'ra heilahveli. Blætt hafði á
allt að því 13 sm löng'u svæði og
tætzt í sundur mikill partur af
innri hlutanum af hægra lieila-
hveli. Þessi blæðing hefur mjög
skjótt valdið bana. Þá fannst einn-
ig nokkur blæðing í maganum út
frá smáfleiðri (erosion) í magan-
um. Lítils háttar vottur fannst um
berklaveiki í báðum lungum
mannsins.
39. 20. september. B. T.-son, 2ja ára.
Varð fyrir bíl og lézt rétt á eftir.
Ályktun: Við krufningu fannst
mikið brot á höfuðkúpunni, sem
náði liér um bil i hálfhring í
kringum höfuðskelina. Hafði heil-
inn ollið út um þetta brot og út
um nokkur göt á skinninu, sein
höggvizt höfðu á það. Enn frem-
ur var mikið hrufl á andlitinu. Er
útlit fyrir, að ekið liafi verið yfir
höfuðið á barninu.
40. 23. september. M. B.-son, 52 ára.
Hafði verið mjög drykkfelldur og
ekkert unnið um langt skeið.
Hafði nýlega ráðizt á 8 ára dreng
og kjálkabrotið hann. Beið hann
eftir yfirheyrslu í biðsal saka-
dómara, er hann kvartaði allt í
einu um lasleika, bað um vatn að
drekka og varð skömmu seinna
meðvitundarlaus. Var farið með
hann í Slysavarðstofuna, en var
látinn, er þangað kom. Ályktun:
Við krufningu reyndist hjarta
stækkað og vinstri kransæð al-
gerlega lokuð. Vöðvinn í vinstra
afturhólfi hafði rýrnað mikið á
stóru svæði vegna blóðleysis,
sem stafaði af lokuninni á krans-
æðinni, og hefur hjartað því starf-
að mjög lélega. Enn fremur voru
samvextir milli gollurshússins og
hjartans, sem einnig hefur gert
hjartanu erfiðara fyrir. Er auð-
sætt, að maður, sem hefur svo lé-
legt hjarta, þarf ekki nema litið
til þess að ofreyna það. Enn freni-
ur fannst blæðing í lialanuni á
brisinu, og kann það einnig að
hafa átt sinn þátt í dauða manns-
ins. í lifrinni fannst mjög mikil
fita, sem ber vott um, að maður-
inn hefur verið drykkjumaður.
41. 23. september. S. G.-son, 53 ára,
verkstjóri. Var að skipa upp úr
skipi, er bóma datt niður á höfuð
hans, og dó hann samstundis. Á-
lyktun: Við krufningu fundust
mjög miklir áverkar: Höfuðbein
voru mölbrotin, þannig að heila-
búið mátti heita allt mölbrotið og
mélað, og hafði höggvizt í gegnum
höfuðsvörðinn á 3 stöðum, þar
sem heilinn gekk út úr. Heilinn
var að miklu leyti sundurtættur,
þannig að mikill hluti hans var í
graut. Enn fremur var kúpubotn-
inn mölbrotinn alveg aftur i
hnakkabein, sem lika var mikið