Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 87
— 85 —
1958
Ilúsaviknr. 3 ný tilfelli. Fimmtugur
verkamaður með tbc. testis skorinn
hér. Fertug kona með gamla gróna
liðberkla fékk haematuria, og við
rœktun úr þvagi fundust sýrufastir
stafir. Send á Kristneshæli. 10 ára
stúlka með febrilia, hátt sökk og
adenitis colli bilateralis send á Krist-
neshæli.
Kópaskers. Engir nýir sjúklingar
skráðir á árinu. Hinir gömlu eru allir
við góða heilsu.
Raufarhafnar. Sjúklingur héðan
kom heim frá Vifilsstöðum. Er það 35
ára gamall heimilisfaðir og er nú
sæmilega friskur. Hann hafði haft
ýmis óljós einkenni um tíma, þegar
ég sendi hann á sjúkrahús i nóvem-
ber 1957, og var liann lengi til rann-
sóknar, aðallega grunaður um æxli i
heila, sem hann reyndist þó ekki hafa.
Aftur á móti fannst í honum magasár
og einnig blettur í lunga. Hann var þá
sendur á Vífilsstaði, þar sem hann var
í nokkra mánuði. 14 ára gömul stúlka,
sem send var á Kristnes fyrir 4 árum
vegna berkla í hné, kom heim frisk.
Þórshafnar. Enginn nýr sjúklingur
á árinu.
Senðisfj. Einn nýr berklasjúklingur
skráður á árinu. Var það sjómaður 50
ára, sem fékk vott af blóðspýtingi. I
l.jós kom, að hann hafði smáskemmd
i öðru lunga, og var hann þvi sendur
að Vífilsstöðum.
Nes. Enginn nýr sjúklingur skráður.
Eskifj. 3 á skrá, tveir nýir og einn
cndurskráður.
Búða. Undanfarin mörg ár hefur
enginn sjúklingur verið liér á skrá, en
á þessu ári komu 3 sjúklingar til
skráningar.
Vestmannaeyja. Með allra minnsta
móti. Einn nýr sjúklingur skráður,
slúlka úr Norðurlandi, hér á vertið,
hafði smitazt, áður en hún fór að
heiman. Ilafði bólgu i lunga (primer
affekt). Sjúklingurinn fannst við al-
menna skoðun á vertíðarfólki, sem
hér vinnur í fiskvinnslustöðvum, og
var sendur til Reykjavíkur til meðferð-
ar og eftirlits. Ivona nokkur, margra
barna móðir, veiktist hastarlega um
veturinn af lungnatæringu. Henni var
fljótlega komið á sjúkrahús Vest-
mannaeyja og skömmu siðar á Vífils-
staði.
Lauyarás. Varð ekki var við virka
berklaveiki innan héraðs. Við skóla-
skoðun fundust 8 börn með jákvæða
húðsvörun við tuberculin. Sex þeirra
höfðu verið BCG vaccineruð, en tveir
voru nýnemar, sem ekki höfðu verið
prófaðir áður. Virkir berklar fundust
ekki í þeim við skoðun. Virkir lungna-
berklar fundust í tveimur utanhéraðs-
mönnum, sem dvöldust hér um stund-
arsakir. Voru þeir sendir i heilsuhæli,
og færði ég þá ekki í berklabók liér
eða á ársskýrslu.
Eyrarbakka. 1 maður sýktist að nýju
með blóðliósta. Var sendur á Vífils-
staðahæli.
Keflavíkur. Tveir á mánaðarskrá, en
fleiri kunna að liafa átt að vera þar.
Berklaeftirlitið í þessu héraði fer allt
fram á Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur, svo að þar eru að sjálfsögðu allir
skráðir, sem fundizt hafa á árinu í
héraðinu.
Hafnarfj. Gift kona skráð í fyrsta
sinn með tbc. pulmonum. Börn lienn-
ar þrjú reyndust með hilitis, og fóru
tvö þeirra ásamt henni á Vífilsstaði.
Sjómaður, utanhéraðs, fannst með
adenitis tbc. á hálsi. Áður skráður. Fór
á Vífilsstaði. Eitt skólabarn og annað
undir skólaaldri varð jákvætt. Ekki
hefur fundizt uppspretta þeirrar smit-
unar, þrátt fyrir leit.
Kópavogs. Skýrslan gerð á Berkla-
varnarstöð Reykjavíkur. Einn nýr
sjúklingur.
3. Geislasveppsbólga
(actinomycosis).
Töflur V—VI.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. „13 1,,
Dánir „ „ „ „ „
Ekkert tilfelli skráð og hvergi getið.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
1954 1955 1956 1957 1958
Á spitala 65565
I héruðum 2 2_____2______2 „
Samtals 8 7 7 8 5