Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 146
1958
— 144 —
og lög gera ráð fyrir, nema í Vatns-
leysustrandarhreppi. Notað var tri-
plevaccine við ónæmisaðgerðir gegn
barnaveiki, kikhósta og stífkrampa.
Bólusetningu gegn mænuveiki átti að
ljúka á þessu ári, en mikil vanhöld
urðu á því, að fólk kæmi tii þess að
ljúka við þá bólusetningu. Enn eru
nokkur hundruð manna, bæði börn
og fullorðnir, sem eftir er að bólu-
setja í annað og þriðja sinn.
18. Mannskaðarannsóknir og önnur
réttarlæknisstörf.
Frá Rannsóknarstofu Háskólans hef-
ur borizt eftirfarandi skýrsla um rétt-
arkrufningar, sem þar voru fram-
kvæmdar á árinu 1958:
1. 2. janúar. P. E.-son, 53 ára, eftir-
litsmaður. Fékk skyndilega hjarta-
verk heima hjá sér og var látinn
innan klukkutíma. Hafði fengið
2—3 svipuð köst undanfarinn
mánuð. Ályktun: Við krufninguna
fannst mikil kölkun og þrengsli
i báðum kransæðum hjartans. í
annarri greininni af vinstri krans-
æð fannst ferskur blóðkökkur,
sem stíflaði alveg æðina, og þar
sem hin æðin var mjög þröng,
þá hefur þetta hindrað svo að
segja aigerlega blóðrás hjartans á
stóru svæði og orðið manninum
að bana.
2. 7. janúar. H. G.-son, 80 ára, banka-
starfsmaður. Fannst örendur í
herbergi sínu. Ekki vitað um und-
anfarandi veikindi. Ályktun: Við
krufninguna fannst mjög mikil
blæðing undir öllum linu heila-
himnunum, og leit út fyrir, að
smápoki á æð neðan til á heilan-
um hefði sprungið og að blæð-
ingin hefði stafað frá þvi. í Iung-
unum fannst svæsin berkjubólga,
en engin bólga í lungnavefnum.
3. 11. janúar. G. Á.-son, 42 ára, klæð-
slceri. Drakk cellulose-þynni í
misgripum fyrir áfengi þann 30.
desember. Var mjög máttfarinn
og kastaði öðru hverju upp næstu
daga á eftir. Var lagður inn acut
á Bæjarspítalann 8. janúar, þar
sem hann lézt þann 11. Var orð-
inn sterkgulur. Ályktun: Gulan,
sem maðurinn fékk, stafaði af
lifrarskemmd, sem við krufning-
una reyndist vera á mjög háu
stigi. Með smásjárrannsókn kom
i Ijós, að drep var komið í lifr-
ina og aðeins smáeyjar eftir af
lifandi vef, sem að mestu leyti
var óstarfhæfur, þar sem frum-
urnar voru yfirfullar af fitu. Þessi
lifrarskemmd hefur vafalaust
hlotizt af cellulose-þynninum, sem
maðurinn Iiefur drukkið. í hon-
um er mikið af toluol, sem er
eitrað, og mun lifrarskemmdin
aðallega hafa stafað af því, þótt
ethylglycol sé einnig eitrað, en
önnur efni í þynninum sennilega
ekki eins hættuleg.
4. 14. janúar. Óskírt sveinbarn, 6
vikna, Keflavík. Móðirin fór til
Reykjavíkur og bað systur sína
að líta eftir barninu á meðan. Er
hún kom til baka, var barnið lát-
ið. Ályktun: Við krufninguna
fannst berkjubólga og mikið slím
i berkjum hægra lunga, einnig í
þráðberkjunum þeim megin
(bronchitis capillaris). Greinileg
beinkramareinkenni fundust á
rifjum.
5. 17. janúar. C. L. M. E. T.-dóttir,
54 ára, g. kaupmanni. Var ný-
komin upp í strætisvagn, er hún
hné út af i sæti sínu meðvitund-
arlaus. Var ekið á Slysavarðstofu,
en var látin, er þangað kom.
Ályktun: Við krufningu fannst
alger lokun á vinstri kransæða-
grein (ramus descendens). A-
reynslan við að ganga á móti
storminum að strætisvagninum
hefur orðið konunni ofraun.
6. 18. janúar. S. F.-son, 6 ára, sonur
öryrkja. Héklc aftan i vörubil, sem
ók aftur á bak, og datt þá dreng-
urinn undir bílinn og fór annað
afturhjólið yfir hann. Farið var
með drenginn í Landsspitalann,
en þar lézt hann 3 klukkustund-
um síðar. Ályktun: Við krufning-
una fannst mikið brot á höfuð-
beinum, sérstaklega á kúpubotn-
inum, og lieilinn var mjög marinn