Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 175
— 173 —
1958
réttmætt a<5 fara nokkrum orðum nm,
livernig þessum málum er fyrir komið
1 Svíþjóð nú.
í Svíþjóð er skyldutrygging atvinnu-
rekenda, en þeir hafa val um, hvort
þeir tryggja hjá Ríkistrygg'ingunni,
Riksförsakringsanstalten, eða hjá
iryggingafélögum, sem rétt hafa til að
taka að sér þessar tryggingar og þá
ekki aðrar. Reynslan sýnir, að um
helmingur launþega er tryggður hjá
Rikistrvggingunni.
Eins og fyrr sagði, þá er í Svíþjóð
samvinna milli slysa- og sjúkratrygg-
lr>ga að nokkru leyti, þannig að fyrstu
90 dagana er sjúkratryggingin ein í
fiildi, livort sem um er að ræða slys
eöa sjúkdóm, og greiða sjúkrasamlög
allan kostnað á þeim tíma og einnig
‘lagpeninga. Örorkumatið sjálft er
framkvæmt af læknum og tryggingar-
starfsmönnum í sameiningu, og er
langt frá því, að læknar séu einráðir
um matið, og veldur það að sjálfsögðu
niiklu um, að tekið er tillit til fleiri
bátta en þeirra læknisfræðilegu.
Ef sá slasaði sættir sig ekki við mat
sitt, hefur hann rétt til þess að skjóta
Þvi til yfirmats til Kungliga Försak-
•’ingsrádet, sem er rannsóknardóm-
stóll og hæstiréttur um öll mál, er
slysatrygginguna varða, og er ekki
hægt að skjóta slíkum málum til al-
’Tjennra dómstóla. Öll málsmeðferð
r»ðsins er slasaða að kostnaðarlausu,
hann þarf ekki að fá sér til aðstoðar
lögfræðing og ekki að hafa i frammi
neinar sérstakar tilfæringar til þess
að fá málið tekið upp af ráðinu. Eins
°g fyrr var sagt, er hér er um að ræða
>'annsóknardómstól, og metur liann þvi
ekki eingöngu eftir þeim gögnum, er
tyrir liggja, heldur aflar hann þeirra
gagna, sem ráðsmenn telja að gagni
n>egi koma til að upplýsa mál betur
en tiltæk gögn gera. Þó tiðkast það
ekki, að læknar þessara stofnana skoði
sjálfir þá sjúklinga, er um ræðir, og
er það sama regla og gildir við Ríkis-
^eygginguna og hjá tryggingafélögun-
»ni, heldur er eingöngu stuðzt við
Vottorð og álitsgerðir annarra.
Ef þetta fyrirkomulag er borið sam-
an við það, sem hér hefur tiðkazt,
sést, að margt er ólikt. Hér metur
tryggingayfirlæknirinn einn örorku-
stigið, og eru engir aðrir til ráðu-
neytis um það. Upplýsingar um raun-
verulega vinnugetu og jafnvel um,
hvaða vinnu viðkomandi raunveru-
lega vinnur eða hvaða laun hann fær,
eru oft al' skornum skammti og er
ekki aflað sérstaklega í þessum til-
gangi. Hér hefur tryggingayfirlæknir-
inn skoðað sjálfur alla slasaða, ef því
hefur verið við komið, en annars
stuðzt við álitsgerðir annarra. Hinn
slasaði verður að sætta sig við matið,
þvi að ekki er um að ræða neinn að-
ila innan Tryggingastofnunarinnar,
sem hægt er að skjóta matinu til til
yfirmats.
Tryggingaráð i sinni núverandi
mynd er vafasamur aðili til þess að
vera yfirdómstóll um örorkumat, þvi
að algerlega er undir hælinn lagt,
hvort þeir, sem i ráðinu sitja, hafi
nokkra reynslu eða þekkingu á þess-
um málum. í Iögum um almannatrygg-
ingar eru ákvæði þess efnis, að rísi
ágreiningur um bætur, skuli trygg-
ingaráð leggja úrskurð á málið. Þetta
ákvæði mætti ef til vill teygja svo
langt, að þar væri einnig um að ræða
ágreining um örorkumat, en trygginga-
ráð hefur hingað til ekki talið sig vera
aðila til að hnekkja örorkumati trygg-
ingayfirlæknis.
f tryggingalögunum frá 1946 var
gert ráð fyrir nefnd þriggja sérfróðra
manna, er væri tryggingaráði til
ráðuneytis um læknisfræðileg efni og
framkvæmd lieilsugæzlu, og áttu sæti
í nefndinni landlæknir, ásamt tveim
öðrum læknum, öðrum tilnefndum af
læknafélögunum og liinum tilnefndum
af Læknadeild Háskólans. Þessi á-
kvæði urðu þó ahlrei framkvæmd, og
með lagabreytingu 1951 var ráðherra
heimilað að breyta starfssviði nefnd-
arinnar þannig, að hlutverk liennar
yrði eingöngu að úrskurða örorkustig
og orkutap þeirra, er sækja um bætur
og ekki vildu una úrskurði trygginga-
yfirlæknis. Þessi nefnd nmn hafa ver-
ið skipuð, en ekki er að sjá, að hún
hafi verið kvödd til starfa, og í nú-
gildandi lögum voru ákvæðin um
nefndina felld niður.