Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 101
— 99 —
1958
greina tölur um stærð skólahúsnæðis
eða annað, er varðar aðbúð nemenda,
en kveða skulu þeir eigi að siður upp
um þetta almennan dóm. Af þessu
leiðir, að tafla X er nú i nýju formi
og þar einungis greindir nokkrir sjúk-
dómar og kvillar nemenda. Skýrsla um
skólahúsnæði og aðbúð að nemendum
mun hér eftir birtast í Heilbrigðis-
skýrslum með nokkurra ára millibili
og j)á væntanlega samkvæmt upplýs-
ingum frá fræðslumálastjórn.
A árinu ferðaðist skólayfirlæknir
allmikið, heimsótti um helming hér-
aðslækna i landinu, var víða, einkum
í Reykjavík og nágrenni, viðstaddur
skólaskoðun, skoðaði fjölda skólahúsa,
átti viðtal við skólastjóra og flutti
nokkur erindi fyrir kennara.
Skýrslur um skólaeftirlit hafa ekki
borizt úr Reykhóla-, Bíldudals-, Seyð-
isfjarðar- og Hveragerðishéruðum, og
raunar aðeins að nafni til úr Djúpa-
víkur-, Hólmavíkur- og Hvolshéruðum.
Munu þessi vanliöld að nokkru leyti
stafa af því, að skipt var um skýrslu-
form, svo sem þegar er getið. Skýrslur
þær, sem borizt hafa, taka til 20891
skólabarns, og hafa 18720 þeirra geng-
ið undir almenna skólaskoðun á ár-
inu. Verður hér á eftir gerð nánari
grein fyrir nokkrum atriðum á töflu X.
Um ásigkomulag tanna er getið í
12437 börnum, og höfðu 8984 þeirra,
eða 72,2%, skemmdar tennur, og er
sú hundraðstala vafalaust of lág.
Fjöldi skemmdra tanna er talinn
35629, eða sem næst 4 tennur til upp-
jafnaðar á barn. Skólatannlæknar
unnu að tannviðgerðum i eftirtöldum
kaupstöðum: Reykjavík, Akranesi, ísa-
firði, Siglufirði, Olafsfirði, Akureyri,
Húsavík, Vestmannaeyjum, Keflavik og
Hafnarfirði. Skýrslur um tannviðgerð-
ir hafa borizt frá Reykjavik, Akranesi,
Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyj-
um. Fer hér á eftir greinargerð um
ástand tanna i Reykjavík og um tann-
viðgerðir í þeim kaupstöðum, sem
tannlæknaskýrslur hafa borizt úr:
Tannskoðun í Reykjavík.
Börn með skemmdar Fjöldi Fjöldi Útdregnar DMF-
Fjöldi fullorðins- skemmdra viðgerðra fullorðins- DMF- index
Aldur skoðaðra tennur tanna tanna tennur index i %
7 ára . . 912 535 1261 244 14 2,84 21,26
8 — 975 681 1528 1103 27 3,90 25,37
9 — . . 918 736 1948 1663 71 5,00 31,34
10 — . . 547 482 1260 1309 69 5,47 31,53
11 — .. 339 325 1144 1274 42 7,57 44,32
12 — .. 307 303 992 1073 22 6,89 41,05
Alls 3998 3062 8133 6666 245 - -
Tannviðgerðir.
Fjöldi Rótar- Önnur Útdregnar
nemenda fylling fylling tennur
Reykjavík .... 2457 182 9841 885
Akranes . 251 39 701 335
Akureyri 9 9 832 509
Húsavík . ín 13 267 80
Vestmannaeyjar . .. 287 ? 695 37
Alls 3106 243 12336 1846
Ekki verður séð af skýrslum allra eru, eins og ljóst ætti að vera, meðal
lækna, hvort sjón og heyrn hefur ver- hinna allra mikilvægustu rannsókna á
ið prófuð, en sjónpróf og heyrnarpróf nemendum. Eftir j)ví sem næst verður