Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 150
1958
148 —
um á háspennulinu. Sprungurnar
í iifrinni eru afleiðing af fallinu,
en ekki af rafmagnsstraumnum.
26. 3. júli. S. S.-son, 54 ára, forstjóri,
Reykjavik. Fékk sáran verk fyrir
brjóstið og leiddi út í báða hand-
leg'gi. Lézt innan nokkurra klukku-
tíina. Ályktun: Við krufninguna
fundust gömul þrengsli við upp-
tökin á vinstri kransæð, en um 4
cm neðan við upptökin var æðin
algerlega lokuð af ferskum blóð-
kekki. Þessi skyndilega stíflun á
æð, sem áður hafði verið þrengd
til muna, liafði valdið skyndileg-
um dauða.
27. 9. júlí. A. F.-son, 43 ára, Reykja-
vík. Stór og þung járnskúffa á
steypubíl datt ofan á hann, og
andaðist hann á staðnum litlu
seinna. Ályktun: Ljóst er af upp-
lýsingum iögreglunnar og krufn-
ingunni, að maður þessi hefur
látizt af áverka, er liann hefur
hlotið, aðallega á brjósthol og
ofanvert kviðarhol. Lifrin hefur
rifnað og orðið fossandi blæðing
í kviðarliolið með þeim afleiðing-
um, að maðurinn hefur látizt
mjög fljótlega.
28. 9. júlí. G. O. G.-son, 23 ára, bíl-
stjóri, Reykjavík. Fékk aðsvif úti
á götu og var látinn, er komið var
með hann i Slysavarðstofuna. Á-
lyktun: Við krufningu hefur kom-
ið í ljós, að maðurinn hefur liðið
af hjartagalla. Aðalslagæð frá
hjartanu er einnig þrengri en
normalt er. Það er þekkt fyrir-
bæri, að menn með svipaða
hjartabyggingu og þrengsli í slag-
æð deyja snögglega. Útlit er fyrir,
að svo hafi orðið hér, þar eð
ekkert annað hefur komið i Ijós,
er skýrt geti dauða mannsins.
29. 15. júlí. Meybarn, 3 mánaða.
Fannst látið í rúmi sínu að
morgni. Ályktun: Við krufning-
una fundust bólgubreytingar í
lungnapípum og lungum, einkum
í vinstra lunga neðan til. Staph.
aureus ræktaðist úr vinstra lunga.
Einnig fundust breytingar á mót-
um geislunga og rifja, sem benda
á beinkröm. Mjög lítið innihald
fannst i maga og görnum, og
bendir það á, að barnið hafi lítið
nærzt síðustu dagana. Fullvíst má
telja, að banameinið hafi verið
lungnabólga, en liklegt er, að mót-
staða barnsins gegn þeim sjúk-
dómi hafi verið minni en almennt
gerist vegna beinkramar.
3fl. 16. júlí. L. S.-dóttir, 39 ára, hjúkr-
unarkona. Var í bíl, scm ekið var
út af vegi og fór margar veltur.
Féll út úr bílnum, áður en hann
stöðvaðist. Hrufl sáust víðs vegar
á hörundi, en engir meira háttar
útvortis áverkar. Við krufningu
fundust 3.—7. rif brotin beggjn
megin og miklar sprungur í lifur
og' milti, enn fremur brot a
mjaðmargrind. f blóði fannst
0,71%<> alkóhól. Ályktun: Ljóst er
af upplýsingum rannsóknarlög-
reglunnar og krufningu, að konan
hefur látizt af meiðslum, er hún
hlaut í bilslysi, á brjóst, ofanvert
kviðarhol og mjaðmargrind. Fra
stórum brestum í lifur og milti
hefur orðið fossandi blæðing með
þeim afleiðingum, að konan hefur
látizt mjög fljótlega.
31. 26. júlí. Þ. Þ.-son, 55 ára, kennari.
Fannst látinn i herbergi sínu, án
þess að vitað væri um noklcur
undanfarandi veikindi. Ályktun:
Við krufningu fannst mikil fersk
blæðing i vinstra heilahveli, sem
hafði tætt i sundur mikinn part
af lieilanum á öllu þessu svæði-
Af hjartanu var sýnilegt, að mað-
urinn hefur haft hækkaðan blóð-
þrýsting, og hefur það vafalaust
verið orsök þess, að hann fékk
heilablæðingu.
32. 31. júlí. S. P.-son, 9 mánaða. Dó
skyndilega án undanfarinna veik-
inda. Ályktun: Við likskoðun og
krufningu fannst fölt barn, sem
ekki var sjáanlegt, að hefði verið
út sett fyrir sól eða birtu. Húð-
fitan var hvít. Við krufningu
fannst mjög inikið slím í berkjum
beggja lungna, sem voru mikið
stíflaðar af slíminu. í báðum lung-
unum fundust einkenni þess, að
barnið hefur haft mikil and-
þrengsli og sýnilega átt erfitt með