Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 160

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 160
1958 — 158 — þá slysahættu, sem er þeim samfara, og atvinnurekendum því gert aS skyldu að greiða öll iðgjöld, án þess að þau séu færð launþegum til tekna. Þetta fyrirkomulag hefur haldizt síðan. Jafn- framt þessu var öllum atvinnurekstri skipt i áhættuflokka, og var reglugerð um það efni sett 1926. — Samkvæmt henni voru áhættuflokkar 7. Iðntrygg- ing var í áhættuflokkum 1—5, en sjó- mennska í 5—7. Þá var það nýmæli tekið upp, að byrjað var að heimila dagpeningagreiðslur vegna slysa, og var byrjað að greiða eftir 4. veikinda- viku. Eins og áður greiddi ríkissjóður stjórnarkostnað tryggingarinnar og á- byrgðist, að tryggingin stæði við skuld- bindingar sínar. Lagabreytingar næstu ára gengu i þá átt að fullkomna það trygginga- kerfi, er komið var á. Þannig var 1928 alls konar bifreiðarstjórn gerð trygg- ingarskyld, 1930 var biðtimi dagpen- ingagreiðslna styttur í 10 daga, 1931 er byrjað að greiða læknishjálp vegna slysa og % lyfja- og umbúðakostnaðar. Þá er einnig nokkuð rýmkuð skil- greining vinnuslyss, þannig að trygg- ingin tók ekki eingöngu til þeirra slysa, sem urðu beint við vinnu, held- ur einnig til liinna, þar sem mátti rekja orsakir til vinnu. Með alþýðutryggingarlögunum frá 1. febrúar 1936 verður alger bylting í almannatryggingamálum. Minnstar breytingar urðu þá á slysatryggingar- ákvæðum, enda átti slysatryggingin þá J>egar, eins og rakið hefur verið, þó nokkurn þróunarferil að baki. Slysa- tryggingin varð nú sjálfstæð deild i Tryggingastofnun rikisins undir stjórn deildarstjóra. Tryggingin var skyldu- trygging, sem náði til flestra launþega nema þeirra, sem stunduðu landbún- að. Þeir urðu ekki tryggingarskyldir fyrr en við lagabreytinguna 1946. Bæt- ur slysatryggingarinnar voru ferns konar þá eins og nú, en örorkubætur voru ekki greiddar vegna minni ör- orku en 20%. Áhættuflokkum var fjölgað i 12. Mikil breyting' var gerð á Slysa- tryg'gingarlögunum i árslok 1943. — Tvær meginbreytingar voru þær, að örorkubætur voru nú greiddar við 15% örorku eða meira og að byrjað var að greiða lífeyri vegna barna ör- yrkja og þeirra, er fórust af slysum. Næsta heildarendurskoðun trygg- ingalaga var gerð 1946, og voru þá sett lög um aímannatryggingar hinn 7. maí. Tryggingin tók nú til allra launþega, bætur slysatryggingar héld- ust í líku formi og áður. Smávægilegar breytingar voru gerð- ar á ákvæðum slysatryggingarákvæða almannatryggingalaga á árunum 1947 •—1955, og gætti mest ákvæða um hækkaðar bætur. Síðasta heildarend- urskoðun almannatrj'ggingalaganna fór fram 1955—1956, og 1956 voru sett ný lög um almannatryggingar, nr. 24 29. marz. Þessi lög eru nú í gildi með breytingum, sem gerðar voru 31. marz 1960 og 17. des. 1960. Samkvæmt lögunum frá 29. marz 1956 teljast til almannatrygginga: D lifeyristrygging, 2) slysatrygging, 3) sjúkratrygging. Tryggingastofnun rík- isins annast um lífeyris- og slysatrvgg' inguna, en hefur yfirumsjón með sjúkratryggingu, sem sjúkrasamlögin annast. III. kafli laganna fjallar um slysatrygginguna sérstaklega, auk þeirra ákvæða, er fram eru tekin i sameiginlegum ákvæðum laganna. Hér verða nú rakin þau ákvæði laganna, er fjalla um slysatrygguna, með þeim skýringum, er þurfa þykir. Það telst slys samkvæmt lögunum, ef maður slasast við vinnu, svo að hann deyr eða verður óvinnufær. Mað- ur telst vera í vinnu, ef hann er i sendiferðum í þágu atvinnurekstrar eða i nauðsynlegum ferðum til vinnu og frá. Um ferðir sjómanna gilda sér- reglur, og er kveðið svo á, að þeir teljist vera í vinnu, ef þeir eru í ferð- um i þarfir útgerðar eða sjálfra sin, sem leiða beint af starfi þeirra sem sjómanna. Þessi ákvæði liafa verið framkvæmd innan víðra takmarka, svo að nær allar ferðir sjómanna í landi, einkum í erlendum höfnum, hafa kom- ið undir þessi ákvæði og slys í þeim ferðum verið bætt, nema sannazt hafi, að orsök slyssins hafi verið vitavert hirðuleysi eða rekja mætti orsakir þess til áfengisneyzlu. í þeim tilfell-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.