Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 160
1958
— 158 —
þá slysahættu, sem er þeim samfara,
og atvinnurekendum því gert aS skyldu
að greiða öll iðgjöld, án þess að þau
séu færð launþegum til tekna. Þetta
fyrirkomulag hefur haldizt síðan. Jafn-
framt þessu var öllum atvinnurekstri
skipt i áhættuflokka, og var reglugerð
um það efni sett 1926. — Samkvæmt
henni voru áhættuflokkar 7. Iðntrygg-
ing var í áhættuflokkum 1—5, en sjó-
mennska í 5—7. Þá var það nýmæli
tekið upp, að byrjað var að heimila
dagpeningagreiðslur vegna slysa, og
var byrjað að greiða eftir 4. veikinda-
viku. Eins og áður greiddi ríkissjóður
stjórnarkostnað tryggingarinnar og á-
byrgðist, að tryggingin stæði við skuld-
bindingar sínar.
Lagabreytingar næstu ára gengu i
þá átt að fullkomna það trygginga-
kerfi, er komið var á. Þannig var 1928
alls konar bifreiðarstjórn gerð trygg-
ingarskyld, 1930 var biðtimi dagpen-
ingagreiðslna styttur í 10 daga, 1931
er byrjað að greiða læknishjálp vegna
slysa og % lyfja- og umbúðakostnaðar.
Þá er einnig nokkuð rýmkuð skil-
greining vinnuslyss, þannig að trygg-
ingin tók ekki eingöngu til þeirra
slysa, sem urðu beint við vinnu, held-
ur einnig til liinna, þar sem mátti
rekja orsakir til vinnu.
Með alþýðutryggingarlögunum frá 1.
febrúar 1936 verður alger bylting í
almannatryggingamálum. Minnstar
breytingar urðu þá á slysatryggingar-
ákvæðum, enda átti slysatryggingin þá
J>egar, eins og rakið hefur verið, þó
nokkurn þróunarferil að baki. Slysa-
tryggingin varð nú sjálfstæð deild i
Tryggingastofnun rikisins undir stjórn
deildarstjóra. Tryggingin var skyldu-
trygging, sem náði til flestra launþega
nema þeirra, sem stunduðu landbún-
að. Þeir urðu ekki tryggingarskyldir
fyrr en við lagabreytinguna 1946. Bæt-
ur slysatryggingarinnar voru ferns
konar þá eins og nú, en örorkubætur
voru ekki greiddar vegna minni ör-
orku en 20%. Áhættuflokkum var
fjölgað i 12.
Mikil breyting' var gerð á Slysa-
tryg'gingarlögunum i árslok 1943. —
Tvær meginbreytingar voru þær, að
örorkubætur voru nú greiddar við
15% örorku eða meira og að byrjað
var að greiða lífeyri vegna barna ör-
yrkja og þeirra, er fórust af slysum.
Næsta heildarendurskoðun trygg-
ingalaga var gerð 1946, og voru þá
sett lög um aímannatryggingar hinn
7. maí. Tryggingin tók nú til allra
launþega, bætur slysatryggingar héld-
ust í líku formi og áður.
Smávægilegar breytingar voru gerð-
ar á ákvæðum slysatryggingarákvæða
almannatryggingalaga á árunum 1947
•—1955, og gætti mest ákvæða um
hækkaðar bætur. Síðasta heildarend-
urskoðun almannatrj'ggingalaganna
fór fram 1955—1956, og 1956 voru
sett ný lög um almannatryggingar, nr.
24 29. marz. Þessi lög eru nú í gildi
með breytingum, sem gerðar voru 31.
marz 1960 og 17. des. 1960.
Samkvæmt lögunum frá 29. marz
1956 teljast til almannatrygginga: D
lifeyristrygging, 2) slysatrygging, 3)
sjúkratrygging. Tryggingastofnun rík-
isins annast um lífeyris- og slysatrvgg'
inguna, en hefur yfirumsjón með
sjúkratryggingu, sem sjúkrasamlögin
annast. III. kafli laganna fjallar um
slysatrygginguna sérstaklega, auk
þeirra ákvæða, er fram eru tekin i
sameiginlegum ákvæðum laganna. Hér
verða nú rakin þau ákvæði laganna,
er fjalla um slysatrygguna, með þeim
skýringum, er þurfa þykir.
Það telst slys samkvæmt lögunum,
ef maður slasast við vinnu, svo að
hann deyr eða verður óvinnufær. Mað-
ur telst vera í vinnu, ef hann er i
sendiferðum í þágu atvinnurekstrar
eða i nauðsynlegum ferðum til vinnu
og frá. Um ferðir sjómanna gilda sér-
reglur, og er kveðið svo á, að þeir
teljist vera í vinnu, ef þeir eru í ferð-
um i þarfir útgerðar eða sjálfra sin,
sem leiða beint af starfi þeirra sem
sjómanna. Þessi ákvæði liafa verið
framkvæmd innan víðra takmarka, svo
að nær allar ferðir sjómanna í landi,
einkum í erlendum höfnum, hafa kom-
ið undir þessi ákvæði og slys í þeim
ferðum verið bætt, nema sannazt hafi,
að orsök slyssins hafi verið vitavert
hirðuleysi eða rekja mætti orsakir
þess til áfengisneyzlu. í þeim tilfell-