Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 154
1958
— 152 —
við nærskot, þegar um riffilskot
er að ræða og reyklaust púður.
48. 17. nóvember. S. J.-dóttir, 55 ára,
hjúkrunarkona. Fannst iátin í í-
búð sinni. Ályktun: Iíonan hefur
fengið blæðingu i pons, svo að
vefurinn þar í kring hefur eyðzt
og blóðið síðan ruðzt út á yfir-
borðið. Hefur þetta fljótlega leitt
til bana. Sennilega hefur hún haft
hækkaðan blóðþrýsting (hjarta-
vöðvi talsvert þykknaður).
49. 21. nóvember. J. S. J.-dóttir, 67
ára. Varð fyrir bil 9. nóvember.
Missti meðvitund, en raknaði við
og var flutt í sjúkrahús. Röntgen-
mynd sýndi brot á mjaðmargrind.
Aðfaranótt 20. nóvember fékk
konan andarteppu og lézt rétt á
eftir. Ályktun: Bláæðasegi (throm-
bus) allstór hefur borizt upp í
hjarta og þaðan í stofnæð lungna,
og hefur þetta valdið bráðum
bana, en skömmu áður hafa
smærri segar stiflað nokkrar slag-
æðagreinar i lungum. Þykir sýnt,
að seginn, sem síðast barst upp
í stofnæð Iungna, hafi verið úr
framhaldi segans, sem var efst í
vinstri innanlærsbláæð.
50. 29. nóvember. M. K.-son, 49 ára.
Fannst látinn lieima lijá sér, þar
sem hann bjó einn í hcrbergi. Á-
lyktun: Hjartavöðvinn hefur ver-
ið orðinn mjög veiklaður og
eyddur á köflum vegna blóðrásar-
liindrunar, er stafað hefur af
þrengslum í kransæðum. Önnur
aðalkvísl vinstri kransæðar, sem
var orðin mjög þröng við upptök-
in, hefur svo stíflazt alveg af blóð-
sega, og hefur það nægt til að
valda dauða á örskömmum tíma.
51. 29. nóvember. P. V. C.-son, 31 órs,
sjómaður. Lenti í vindu á skipi
og lézt skömmu seinna. Ályktun:
Helztu áverkar voru þessir: Hægri
armlimur var rifinn af, svo að
einungis mjó húðræma og slitur
úr vöðva tengdi hann við bol.
Hryggur var brotinn, sömuleiðis
brjóstbein, sjö efstu rif hægra
megin — þar af fjögur tvíbrotin
— og tvö rif vinstra megin. Þá
voru og' liðbönd vinstra hnéliðs
rifin, og stóð neðri endi lærleggs
út úr opnu sári i hnésbót. Þykir
sýnt, að inaðurinn hafi dáið næst-
um þvi samstundis og hann varð
fyrir þessum áverlium.
52. 5. desember. Þ. H.-dóttir, 36 ára,
kennari. Fannst látin á bersvæði
i úthverfi Reykjavikur. Hafði ver-
ið drykkfelld um alllangt skeið.
Tóm brennivinsflaska fannst
skammt frá líltinu og í veski kon-
unnar rúmar kr. 4000,00. í blóði
fannst 1,58%« og i þvagi 2,34%«
alkóhól. Ályktun: Engin merki
meira háttar áverka fundust. Kon-
an hefur verið talsvert ölvuð og
hefur haft bróða nýrnabólgu. Hafi
konan lagzt fyrir á bersvæði í
þessu ástandi, má búast við, að
hún hafi fljótlega fallið í dauða-
dá, er síðan hefur leitt til dauða
vegna kólnunar, þó að hiti úti
hafi verið nokkrum stigum yfir
frostmark.
Rvík. Réttarkrufningar voru gerðar,
þegar ástæða þótti til, og urðu þær
alls 52, 44 úr liéraðinu. Leitað var á-
lits míns i 3 barnsfaðernismálum.
Akureyrar. Hinn 29. marz 1958 fórst
4 sæta flugvél i Öxnadalsheiði og með
1 enni 4 stúdentar, sem voru að fara
frá Reykjavík til Akurevrar. Stúdent-
arnir voru: B. E., f. 19/7 1937. Miklir
áverkar voru á likinu, meðal annars
brotnir fætur og áverki á höfði. G. S.
G., f. 25/5 1936. Áverki á liöfði, en þó
tiltölulega litlir áverkar sýnilegir. J.
G. M., f. 23/4 1937. Miklir áverkar og
brot á höfði. R. Fr. Ó. R., f. 31/3 1937.
Miklir áverkar ó liöfði og brjóstkassa.
K. M. K„ f. 14/12 1946. Var farþegi í
bíl, er ók út af uppfyllingu og lenti
í höfnina á Akureyri og' drukknaði.
J. Æ. H„ f. 23/8 1956. Drukknaði af
sömu orsök og nr. 5. H. H„ f. 25/8
1955. Drukknaði af sömu orsök og ni'.
5 og 6.
Vestmannaeyja: Mannskaðarannsókn
íór fram 6 sinnum.
Hafnarfj. Réttarkrufningar sam-
kvæmt kröfu lögreglustjóra fóru frani
á Rannsóknarstofu Hóskólans í
Reykjavík.