Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 137
135 —
1958
Ýmislegt.
1. Kvörtun barst um þaö á árinu,
að lyfjabúð hér í bæ seldi jafnan
heimagert lyf gegn læknisávisun á
erlent ofnæmislyf. Rannsókn leiddi í
Ijós, að þessir verzlunarhættir höfðu
verið viðhafðir allt frá fyrra hluta
ársins 1956. Var tekið fyrir athæfi
þetta.
2. Þá barst kvörtun um gáleysislega
afgreiðslu stungulyfs í skipskistu
skips, er sig'lir milli landa, en lyf
þetta var fengið úr lyfjabúð í Reykja-
vík. Var lyfsala falið að gera viðeig-
andi ráðstafanir til úrbóta.
3. 1 einni lyfjabúð varð þess mis-
ferlis vart við skoðun, að í séríláti í
búri reyndist annað lyf en þar átti að
vera samkvæmt áletrun þess. Misferli
þetta upplýstist ekki til hlitar.
4. Handahófsleg gerð klóramfeni-
kólbelgja (50 mg) frá heildverzlun í
Reykjavík gaf tilefni til átölu. Hafði
heildverzlunin keypt belgi þessa i
lyfjabúð í Reykjavík, en svo aðhalds-
laust reyndist lyfjagerð þessi hafa ver-
ið framkvæmd, að hvergi var gerð
þess skráð í bækur lyfjabúðarinnar,
og upplýstist þvi ekki, hver starfs-
nianna lyfjabúðarinnar átti hlut að
máli.
4. Húsakynni og þrifnaður.
Itvík. 1 Reykjavík var lokið bygg-
ingu 228 ibúðarhúsa og aukning gerð
á nokkrum eldri húsum. Samanlögð
aukning á íbúðarhúsnæði nam 29779,7
m2, eða 299489,0 m3. í húsum þessum
eru alls 865 ibúðir: 1 herbergi 11, 2
herbergi 130, 3 herbergi 198, 4 her-
bergi 310, 5 herbergi 143, 6 herbergi
61, 7 herbergi 8, 8 herbergi 4. Auk
þess hafa verið byggð 70 einstök her-
bergi. Auk nefndra húsa var lokið við
byggingu 39 iðnaðar-, verzlunar- og
verksmiðjuhúsa, samtals 8549,0 m2, 6
skóla, félagsheimila, samkomuhúsa o.
fl., samtals 4628,6 m2, 2 stálgrindar-
húsa, samtals 3185,0 m2, 146 bilslcúra,
smáhýsa og stækkun nokkurra eldri
skúra, samtals 6092,4 m2. Alls hafa þá
vcrið byggðir:
48047,2 m2 af steinhúsum
1002,5----timburliúsum
3185,0----stálgrindarhúsum
Samt. 52234,7 m2
445966,0 m3 af steinliúsum
4011,0----timburhúsum
23679,0----stálgrindarhúsum
Samt. 473656,0 m3
Lagt var bann við áframhaldandi
notkun 17 íbúða, þegar ibúar, sem þá
voru í ibúðunum, færu úr þeim. Rifn-
ar voru 154 óliæfar íbúðir á árinu.
Eftirlit með lireinlæti á lóðum og
lendum var framkvæmt á svipaðan
hátt og að undanförnu. Að tilhlutan
heilbrigðiseftirlitsins voru hreinsaðar
898 lóðir, þar af hreinsuðu vinnu-
flokkar 634. Mikill fjöldi herskála var
rifinn á árinu. Útisalerni við íbúðar-
hús voru 59. í herskálahverfum og
vinnustöðum voru útisalerni 128.
Fjöldi útisalerna alls er því 187, og
hefur þeim fækkað um 33 á árinu.
Sorphreinsun var framkvæmd með
sama fyrirkomulagi og undanfarin ár.
í notkun voru í árslok 17379 sorpílát,
og hafði þeim fjölgað um 1299. Ekið
var í burt 19709 bílförmum af sorpi.
Byggingu sorpeyðingarstöðvarinnar
var lokið að mestu leyti á árinu. Sorp-
haugarnir á Eiðisgranda voru lagðir
niður í árslokin, og verður rusli ekki
ckið þangað framar. Eftir er að leysa
það vandamál, sem skapast af iðnað-
arsorpi, aðallega timburúrgangi og
pappír. Fenginn var amerískur sér-
fræðingur fyrir milligöngu Iðnaðar-
málastofnunar íslands til að gera til-
lögur um hagnýtingu þessa úrgangs.
Niðurstöður rannsókna hans liggja
fyrir, og má draga þá ályktun af þeim,
að allmiklir möguleikar séu á að hag-
nýta úrgang þennan til framleiðslu á
þilplötum.
Akranes. í smíðum voru á árinu 59
íbúðarlnis með 87 íbúðum. Smíði á 12
þessara húsa með 19 ibúðum var hafin
á árinu. 31 íbúð var tekin í notkun á
árinu, af þeim voru 20 fullgerðar, en
11 skemmra á veg komnar.
fíúðardals. Fá íbúðarhús í smíðum,