Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 161
— 159
1958
um, sem svo hefur reynzt, hafa bætur
i>ó ekki fallið niður, heldur verið litið
svo á, að slysið væri bótaskylt með
þeim takmörkunum, að ekki þyrfti að
greiða bætur til viðkomandi sjálfs,
heldur aðeins til annarra, sem bóta-
rétt eiga vegna slyssins. Atvinnusjúk-
dómar teljast til slysa, og er sérstak-
lega kveðið á um fingur- og liandar-
niein, er menn fá við sjómennsku,
fiskvinnu, slátrun og aðra þvílíka
vinnu, sem hættuleg er að þessu leyti,
enda komi einkenni meinsins fram
innan bæfilegs tíma, frá því er vinna
var stunduð, svo að orsakasambandið
sé ótvírætt.
J.ögin kveða svo á, að ákveða skuli
nm aðra atvinnusjúkdóma með sér-
stakri reglugerð, eins og gert var 1939,
en þá var gefin út reglugerð sam-
kvæmt lögum frá 1937, og fjallaði einn
kafli hennar um atvinnusjiikdóma.
Meðan ekki verður sett ný reglugerð
samkvæmt gildandi lögum, hefur ver-
ið talið, að fyrrnefnd reglugerð hefði
gildi.
I þessari fyrrnefndu reglugerð fró
1939 er aðeins talað um 3 atvinnu-
sjúkdóma, og skal sjúkdómurinn vera
bótaskyldur samkvæmt sömu reglum
°g um slys væri að ræða. Þeir 3 sjúk-
dómar, er reg'lugerðin ræðir um, eru
blýeitrun, lungnasjúkdómar, er fram
koma vegna innöndunar á steinryki,
og miltisbrandssýking, sem fram kem-
Ur við skepnuhirðingu, slátrun eða
meðferð sláturafurða. Um alla aðra
hugsanlega sjúkdóma, sem fram geta
komið af vinnu með eða við skaðleg
efni, er kveðið svo á, að trygginga-
•'áði sé heimilt að bæta sjúkdóminn að
nokkru eða öllu leyti, enda liggi fyrir
rökstutt álit tryggingayfirlæknis á því,
að sjúkdómurinn stafi af vinnu með
skaðleg efni.
Sjálfsagt má deila um gildi þessarar
reglugerðar, og sannarlega hafa allar
aðstæður breytzt, siðan luin var sett.
Má því virðast svo, að vinda þurfi
bráðan bug að því að setja nýja og
•'ækilegri reglugerð um þetta efni, svo
sem lög mæla fyrir.
Glögg ákvæði eru í lögunum um til-
kynningarskyldu atvinnurekenda, er
að höndum ber slys, sem ætla má, að
sé bótaskylt. Slysatilkynningar ber að
senda beint til Tryggingastofnunar
ríkisins eða til umboðsmanna hennar,
sem eru bæjarfógetar, sýslumenn eða
lögreglustjórar. Þótt atvinnurekandi
vanræki að senda slysatilkynningu,
veldur það ekki missi bótaréttar, ef
sá, er fyrir slysinu varð, eða eftirlif-
andi vandamenn, þegar um dánarslys
er að ræða, leita réttar síns innan
eins árs, frá því er slysið varð.
Engin ákvæði eru í lögunum um
hina lælcnisfræðilegu hlið slysatil-
kynningarinnar. Slysatryggingin hefur
útbúið sérstök eyðublöð fyrir læknis-
vottorð vegna slysa, og er ætlazt til,
að sá læknir, er annast slasaða, riti
þau vottorð. Þessi vottorð eru þrenns
konar, Læknisvottorð I, Læknisvott-
orð II (Dagpeningavottorð) og Ör-
orkuvottorð. Læknisvottorð I ritar
læknirinn strax og hann veit, að
um tryggingarskylt slys er að ræða,
og sér slasaði um, að það komist
til Tryggingastofnunarinnar ásamt
slysatilkynningunni. Dagpeningavott-
orðin eru síðan rituð viku- eða hálfs-
mánaðarlega, og er eftir þeim ákveðið
um dagpeningagreiðslur og greiðslur
framhaldsdagpeninga. Örorkuvottorð-
in ritar læknirinn, þegar slasaði er
vinnufær, en um er að ræða varan-
lega örorku. ÖII læknisvottorð eru
yfirfarin af tryggingayfirlækni. Trygg-
ingastofnunin greiðir læknum fyrir
slysatryggingarvottorð, og er greiðsl-
an send eftir á fyrir árið. Fyrir Lækn-
isvottorð I eru greiddar kr. 50,00, fyrir
Dagpeningavottorð kr. 30,00 fyrir
hvert vottorð og fyrir Örorkuvottorð
kr. 100,00.
Ekki þykir ástæða til að ræða frek-
ara form vottorðanna, þau skýra sig
algerlega sjálf.
Skilgreining laganna á launþega er
sú, að hver sá sé launþegi, sem tekur
að sér vinnu gegn cndurgjaldi ón þess
að vera atvinnurekandi, og skiptir
ekki máli i þvi sambandi, hvort um
er að ræða tímakaup, föst laun, hlut
eða ákvæðisvinnu. Sömu reglur og um
launþega gilda um nemendur við iðn-
að, útgerðarmenn, sem sjálfir eru skip-
verjar, ökumenn á eigin ökutækjum og
stjórnendur aflvéla og þá, sem vinna