Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 126
1958
— 124 —
fyrir sjúklinga og aldrað fólk. Er það
að kalla tilbúið undir tréverk og máln-
ingu, og er kostnaður til þessa um 1,6
milljónir.
Blönduós. Sjúkrahúsið var rekið
með svipuðu sniði og áður. Það van-
liagar enn um ýmiss konar tœki, sem
ekki var unnt að afla vegna fjárskorts.
Raufarhafnar. Eins og áður er frá
sagt, missti hreppsnefndin hér áhuga
á sjúkraskýli, um leið og búið var að
byggja það, og var það tekið til ann-
arra nota. Þyrftu samtök sjómanna og
útgerðarmanna að beita sér fyrir því,
að hér verði rekið sjúkraskýli með 4
sjúkrarúmum yfir síldarvertíðina.
Seyðisfj. Engin breyting á rekstri
sjúkrahússins.
Vestmannaeyja. Aðsókn heldur vax-
andi aftur. Hafinn undirbúningur að
fcyggingu nýs sjúkrahúss. Til fjáröfl-
unar hefur tekizt að fá því framgengt,
að skemmtanaskattur af kvikmynda-
sýningum hér renni i byggingarsjóð
sjúkrahússins.
Selfoss. Á árinu var byrjaður sjúkra-
húsrekstur í héraðinu. Læknisíbúðin
hér á Selfossi var tekin til þess til
bráðabirgða. Með lítilli breytingu var
hægt að koma þar fyrir 11—12 sjúkra-
rúmum. Sjúkrahúsið var rekið í að-
eins 9 mánuði.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuvernd.
Sjúkrasamlög.
Hjúkrunarfélög.
1. Rauðakrossdeild Akureyrar hef-
ur starfað með sama hætti og áður,
þ. e. annazt sjúkraflutninga og rekið
ljósastofu í bænum fyrir börn og full-
orðna.
2. Kvenfélagið Líkn í Vestmanna-
eyjum hefur með höndum margs konar
líknar- og styrktarstarfsemi.
3. Rauðakrossdeild Vestmannaeyja
starfrækir sjúkrabifreið í kaupstaðn-
um.
4. Ruuðakrossdeild Hafnarfjarðar
starfar á sama hátt og áður og á
sjúkrabifreið, sem Rafveita Hafnar-
fjarðar rekur samkvæmt reikningi.
Deildin á nokkurt safn hjúkrunar-
gagna og lánar oft fólki, sem hefur
sjúklinga i heimahúsum.
Heilsuverndarstöðvar.
1. Heilsiwerndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir.
Á deildina komu alls 16571 manns,
þar af 9065 i hópskoðun, en tala skoð-
ana var 19153. 1341 þeirra áttu heima
utan Reykjavíkur (þar af 552 úr Hafn-
arfirði). Á deildinni voru meðal ann-
ars gerðar eftirtaldar rannsóknir og
aðgerðir: 10888 skyggningar, 9065
skyggnimyndir, 871 röntgenmynd,
2037 berklapróf (á fólki, sem leitaði
til deildarinnar), 4292 berklapróf á
nemendum i frainhaldsskólum (fram-
kvæmd á vegum berklayfirlæknis),
208 loftbrjóstaðgerðir, 2418 strepto-
mysininndælingar, 345 BCG bólusetn-
ingar. 50 sjúldingum var útveguð
sjúkrahúss- eða hælisvist. Á vegum
stöðvarinnar voru framkvæmdar á
Rannsóknarstofu Háskólans eftirtaldar
rannsóknir: 333 hrákarannsóknir, 218
ræktanir úr hráka, 80 ræktanir úr
magaskolvatni, 27 ræktanir úr þvagi,
2 ræktanir úr brjóstholsvökva, 4 rækt-
anir lir grefti úr igerðum. Skipta má
þeim, sem rannsakaðir voru, i 3
flokka:
1. I>cir, sem verið höfðu undir eftir-
liti deildarinnar að minnsta kosti
tvisvar á ári og henni þvi áður
kunnir, alls 1326 manns, 529
karlar, 726 konur, 71 barn. Virk
berklaveiki fannst í 25 þeirra,
eða tæplega 1,9%. 19 þeirra voru
með berklaveiki i lungum. í 23
tilfellum, eða rúmlega 1,7%, var
um sjúklinga að ræða, sem veikzt
höfðu að nýju. 2 sjúklingar liöfðu
haldizt óbreyttir frá árinu 1957
(1 sjúkl. með adenitis colli og
annar með salpingitis). 13 sjúk-
lingar, eða tæplega 1%, höfðu
smitandi berklaveiki í lungum, og
höfðu þeir allir veikzt á árinu.
Af þeim voru 7 smitandi við beina
rannsókn, en i 6 fannst smit við
nákvæmari leit, ræktun úr hráka
eða magaskolvatni.
2. Fólk, sem visað var til stöðvar-
innar í fyrsta sinn eða hafði kom-
ið áður, án þess að ástæða væri
talin til þess að fylgjast frekara