Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Síða 102
1958
— 100 —
komizt, hafa sjóngalla um 9% þeirra
nemenda, sem athugaðir hafa verið að
þvi leyti, og heyrnardeyfu um 0,8%.
Munu þessar tölur ekki mjög fjarri
iagi miðað við rannsóknaraðferðir
þær, sem beitt er. Fyrir litblindu ber
að prófa öll 12 ára börn, en aðeins
fáir læknar utan Reykjavikur munu
hafa gert það að þessu sinni. Lús eða
nit hefur fundizt á 86 börnum í 19
læknishéruðum, eða á 0,5% skoðaðra.
Með virka berklaveiki voru 5 börn, en
með óvirka eru talin 28. Aðra kvilla
en þá, sem hér hafa verið taldir, er
læknum utan lcaupstaða ekki skylt að
telja fram á skýrslum, en ýmsir þeirra
liafa eigi að síður gert það, og víst
væri æskilegt, að allir skólalæknar
gerðu fulla grein fyrir því, sem þeir
finna við skólaskoðun. Hér fer ó eftir
samanburður á hundraðstölu nokkurra
kvilla í barnaskólum Reykjavíkur ann-
ars vegar og í barnaskólum annarra
kaupstaða liins vegar.
Reykjavík Aðrir kaupstaðir
Sjóngallar . 9,60 7,73
Heyrnardeyfa . . . .. 0,58 1,03
Lús eða nit . 0,12 0,41
Offita . 1,27 1,56
Megurð .. 6,24 0,93
Húðsjúkdómar . . . 0,85 0,86
Kverklastækkun . . 5,23 15,91
Gallar á hrygg . . . 6,27 6,37
Hsig . 8,21 5,67
Kviðslit 2,74
Iljartasjúkdómar . . 0,45 0,19
Auk þess, sem talið er fram á töflu
X, fundu skólalæknar eftirtalda sjúk-
dóma og kvilla við skólaskoðun, en
ekki þykir ástæða til að greina fjölda
þeirra eftir héruðum:
Apophysitis calcanei ............. 5
Augnhúðarbólga .................. 39
Beinútvöxtur á enni .............. 1
Belgæxli á hálsi ................. 1
Blóðleysi ....................... 14
Blóðþrýstingsaukning ............. 1
Botnlangabólga ................... 9
Eitlabólga á hálsi ............. 476
Eyrnabólga ...................... 36
Fleiðrubólga ..................... 1
Hálsbólga ...................... 387
Hallinkjammi ..................... 1
Heilahimnubólga .................. 1
Hlaupabóla ..................... 123
Holubrjóst ....................... 1
Hvarmabólga ..................... 98
Hvíta í þvagi .................. 5
Hvotsótt ......................... 8
Ilypospadias penis operata .... 1
Illkynja æxli .................... 1
Inflúenza .................... 609
Kiðfætur ......................... 5
Kossageit ....................... 9
Lifrarstækkun ................... 1
Lungnakvef ..................... 190
Lungnaþemba ...................... 1
Meðfætt mjaðmarliðhlaup .......... 2
Migraine ......................... 1
Mislingar ...................... 983
Mb. Scheuermann .................. 1
Mb. Schlatter .................... 2
Nýrnasjúkdómar ................... 4
Rauðir hundar ................... 53
Ristill .......................... 2
Skarlatssótt ..................... 4
Skútabólga ....................... 1
Sláturbóla........................ 1
Snúnir fætur .................... 19
Stórutáarskekkja ................. 2
Svigfætur ........................ 3
Sykursýki ........................ 1
Tárakirtilsbólga ................. 1
Taugaveiklun .................... 81
Truflun innkirtlastarfsemi..... 7
Vanþroska kynfæri ................ 1
Vatnshaull ...................... 20
Vaxtartruflun í mjöðm............. 5
Vélindisþrengsli ................. 1
Æðahaull ......................... 1
Æðahnútar ........................ 2
Hofsós. Heilsufar skólabarna í með-
allagi. Eitt barn úr héraðinu, dreng 13
ára, varð að vista á vistheimilinu í
Breiðuvik vegna áberandi hegðunar-
galla. Var það gert i samráði við geð-
lækni og uppeldisfræðing.
Grenivíkur. Skólabörn yfirleitt
hraust.
Vestmannaeyja. Heilsufar skóla-
barna má kalla gott á árinu. Allmargir
nemendur voru undir eftirliti, eða svo
kallaðir gæzlunemendur, og var mörg-
um vísað til læknis. Þar var þó aðal-
lega um að ræða eftirlit og læknis-