Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 91
— 89 —
A'es. Tvö gamalmenni, karl og kona,
kúsett í Neskaupstað, létust úr ca.
ventriculi á sjúkrahúsinu hér. Hvor-
ugt skrá'ð áður. 2 aðrir bæjarbúar
skráðir.
Eskifi. 62 ára karl, sem var skráður
1957 með ca. labii inferioris operatus,
lifir við góða heilsu. 51 árs maður
hefur ca. ventriculi. Maginn skorinn
úr honum í sjúkrahúsi Neskaupstaðar.
Meinið heldur áfram að breiðast út,
og manninum fer síhrakandi.
Búða. Engin ný tilfelli.
Vestmannaeyja. 7 skráðir i fyrsta
sinn, og höfðu 3 þeirra þegar látizt í
árslokin, en alls létust 8 manns á ár-
inu úr krabbameini.
Hellu. Kona um áttrætt leitaði min
vegna þrálátra og sárra verkja i hægri
handlegg. Við athugun kom i ljós
hnútur i hægri fossa supraclavicularis.
Aðgerð fyrir 10 árum vegna cancer
mammae dx. Grunur um mctastasis
staðfestur, og röntgengeislanir reynd-
ar. Áttræð kona fékk skyndilega gulu
án hita eða verkja, sem heitið gæti.
Gulan jókst heldur næstu vikur, þvag-
rannsólcn var jákvæð fyrir bilirubin,
en neikvæð fyrir urobilinogen, lifrar-
stækkun var óveruleg. Riflega 3 vik-
um eftir að sjúklingurinn leitaði mín
fyrst, sendi ég hana í Landsspitalann
vegna ákveðins gruns um cancer pan-
crealis. Laporotomia leiddi i Ijós can-
cer pancreatis inoperabilis. 59 ára
gömul kona, búsett utan héraðs, hugð-
ist dveljast nokkrar vikur af sumrinu á
afskekktum bæ á Rangárvöllum. Fékk
þá snögglega sára verki hægra megin
i kviðarhol, þó ekki colica, og 39°
hita. Hafði tvisvar áður fengið svipuð
köst, að lienni fannst. Höfðu þau ver-
ið talin stafa frá þvagfærum (pyelitis).
Þvagrannsókn sýndi nú bae. coli og
talsvert af hvitum blóðkornum. Á
botnlangastað mátti greinilega finna
við djúpa þuklun fremur harðan, vel
hreyfanlegan hnút, auman viðkomu.
Verkirnir hurfu fljótlega að mestu, en
gerðu þó eitthvað vart við sig næstu
vikur. Hins vegar hélzt stöðugur hita-
í>Iæðingur með miklum svitaútslætti.
Væplega þremur vikum eftir að konan
lagðist, sendi ég hana til Reykjavíkur
vegna gruns um malignitas. Hnútur-
1958
inn reyndist vera carcinoma í coe-
cum, mesenterial eitlum og botnlanga.
Engin klinisk einkenni fundust um
caricinoid syndrom.
Langarás. 7 tilfelli mér kunn. Af
þeim voru 4 fyrst greind á þessu ári.
Selfoss. Ungur maður fékk sarcoma
bumeri. Hann var sendur til Reykja-
vikur til aðgerðar. Við það skánaði
líðan nokkuð, en varla til frambúðar.
Eyrarbakka. Ekkert tilfelli á árinu.
Keflavíkur. 2 tilfelli skráð á árinu,
en ég hef ekki getað fengið upplýs-
ingar um fleiri. Þó er tilgreint, að ein
kona hafi dáið úr ca. ventriculi á
þessu ári.
Hafnarfi. Fimm sjúklingar, sem voru
á skrá á fyrra ári, eru á lífi i árslok.
Auk þeirra eru fimm sjúklingar, sem
skrásettir hafa verið á árinu, á lífi i
árslok, og hafa þeir allir dvalizt á St.
Jósefsspítala um tima. Úr krabbameini
hafa látizt á árinu 10 sjúklingar inn-
anhéraðs.
Kópavogs. 2 sjúklingar, annar á skrá
síðast liðið ár, og dó hann á árinu.
Hinn skorinn á handlæknisdeild
Landsspítalans. Báðir með maga-
krabba.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
1934 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 7 11 2 JJ 5
Dánir 1 JJ jj
Með drykkjuæði eru skráðir 5 sjúk-
lingar í 3 héruðum, en aðeins einn
læknir telur sjúkdóminn frásagnar-
verðan.
Veslmannaeyja. Einn aðkominn ver-
maður skráður með sjúkdóminn á
sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Auk þess
dvöldust tveir drykkjusjúklingar á
sjúkraliúsinu um tíma, og er það
minna en áður hefur tíðkazt.
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Augnsjúkdómar.
Þingeyrar. Ulcus corneae 2.
Grenivíkur. Glaucoma: 1 tilfelli,
12