Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Qupperneq 119
— 117 —
1958
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir, atvinnusjúkir,
áfengissjúklingar og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur um geðveika, fávita, dauf-
dumba, málhalta, heyrnarlausa, blinda
og deyfilyfjaneytendur hafa að venju
horizt að nafni til úr öllum héruðum.
Eins og fyrr er skýrslugerð þessi
í meira iagi gloppótt. Til dæmis eru
taldir aðeins 69 áfengissjúklingar á
öllu landinu, þar af 37 i einu héraði
(Vestmannaeyja). Þessi heildartala er
vitanlega fjarri öllu lagi. í Reykjavik
er ekki fremur en áður gerð tilraun
til að slcrá aðra en fávita, daufdumba
°g blinda.
Um geðveika:
Akranes. Engir skráðir á árinu.
Kleppjárnsreykja. Hættulega geðveik
kona, sem verið hefur til mikilla ó-
þæginda, komst nú loksins á Klepp,
°g er nú enginn geðveikur i héraðinu.
Búðardals. 36 ára ógift kona hefur
okki verið á skrá áður, enda þótt hún
þafi verið andlega sjúk í mörg ár að
sögn. Kona á sjötugsaldri fær, að því
or virðist, aðallega depressio mentis
1 nokkrar vikur, en er heilbrigð á
inilli.
Blönduós. Geðveikar eru tvær mey-
kerlingar, taldar á siðustu skýrslu, og
er ástand þeirra óbreytt, svo að hvor-
ug þeirra getur taiizt gæzlumanneskja.
Auk þess eru 2—3 brjálaðar mann-
eskjur héðan á Kleppsspitala.
Olafsf]. Ein kona geðveik heima i
héraði, sama og um getur undanfarin
ór. Önnur að staðaldri á Kleppi.
Grenivíkur. Roskin kona geðbiluð
og var einangruð á geðveikradeild
Sjúkrahúss Akureyrar.
Kópaskers. Fullorðinn maður hefur
verið veill á geðsmunum í nokkur ár.
Annar fullorðinn maður hefur þjáðst
af þunglyndisköstum í mörg ár.
Eskifj. Kona úr héraðinu var send
«1 Reykjavikur vegna mania. Dó í
i arsóttahúsinu.
Vestmannaeyja. Litlar breytingar frá
ári til árs.
Hafnarfj. Geðveikir flestir hinir
sömu og undanfarin ár.
Um fávita:
Akranes. Einum færra nú eftir end-
urskoðun á skránni.
Kleppjárnsreykja. Fávitarnir voru
fluttir suður á Kópavogshæli á miðju
sumri.
Reykhóla. 2 fávitar, hinir sömu og
á síðustu skrá.
Hvammstanya. 44 ára fáviti á
Hvammstanga (kona) er mjög erfið,
lemur móður sína aldraða, stundum
oft á dag, en jafnar sig venjulega fljótt
og vill þá sýna henni ýmis vinarmerki
og er elsk að henni. Getur móðirin
ekki hugsað sér að senda liana á hæli
að svo stöddu, þótt full ástæða sé til.
Blönduós. Sömu og síðast.
Grenivíkur. 6 ára stúlkubarn tekur
mjög litlum framförum, hvað andlegan
þroska snertir.
Kóþaskers. Einn fáviti, sami og áð-
ur, vinnufær.
Raufarhafnar. Stúlka um tvítugt
andlega vanþroska, enda ekki notið
neinnar fræðslu eða kennslu, þar til
nú fyrir skömmu.
Eskifj. Ef til vill mætti telja eina
stúlku, 9—10 ára, til fávita.
Vestmannaeyja. Seint gengur að hafa
uppi á öllum, sem fylla þennan flokk.
Tveir bættust á skrána i ár, annar 4
ára, en hinn 15, en eitt ungbarn,
,,mongóli“, Iézt á árinu.
Um daufdumba:
Akranes. Þeir sömu og áður.
Um málhalta:
Akranes. Þeir sömu og áður.