Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Qupperneq 125
— 123
1958
Þórshafnar. Guðbjörg Jóhannesdótt-
ir, ljósmóSir, Gunnarsstöðum, lét af
störfum á árinu, en við tók nýútskrif-
uð ljósmóðir, Arnfríður Jóhannesdótt-
ir frá Eiði á Langanesi.
Seijðisfí. Lærð hjúkrunarkona fékkst
engin á árinu, en 2 giftar hjúkrunar-
konur í bænum lilaupa i skarðið, þegar
mikil þörf krefur. Ljósmóðir umdæm-
isins hefur unnið sem hjúkrunarkona
við sjúkrahúsið síðast liðin 8 ár.
EskifJ. Segja má, að Reyðarfjarðar-
hreppur hafi enga ijósmóður. Hús-
móðirin i Áreyjum tekur að sér ljós-
móðurstörf, ef óskað er eftir því. Hins
vegar var liún aðeins viðstödd eina
fæðingu á árinu. Allar hinar fæddu i
Sjúkrahúsi Neskaupstaðar eða í sjúkra-
skýlinu á Eg'ilsstöðum. Þetta er vand-
ræðaástand — ef til vill fyrst og fremst
kostnaðarauki fyrir fólkið, og þarf að
bæta úr því.
Kirkjubæjar. Læknaskipti hafa orðið
mjög tíð hér hin síðari árin, og er nú
fyrirsjáanlegt læknisleysi um óákveð-
inn tima.
Keflavíkur. Bjarni Sigurðsson,
sjúkrahúslæknir, andaðist 1. júlí eftir
stutta vanheilsu. Björn Sigurðsson tók
að sér að gegna störfum hans sem
sjúkrahúslæknir til áramóta, en hér-
aðslæknir tók að sér hina almennu
praksis.
Hafnarfj. Ljósmóðurskipti hafa orð-
ið i Garða- og Bessastaðahreppum.
Kópavogs. Héraðslæknir g'egndi Ála-
fosshéraði i frium héraðslæknis þar.
Var erlendis, í Gautaborg, á nám-
skeiði á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar í ágúst og september.
Garðar Ólafsson cand. med. & chir.
gegndi störfum hans á meðan. Ljós-
móðir, Jóhanna Norðfjörð, settist að
í héraðinu og hóf ljósmóðurstörf. Tók
húsnæði á leigu og tekur konur lieim.
Fékk nokkra aðstoð hjá bænum, á-
byrgð á láni.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Á sjúkrahúsaskrá voru tekin 2
sjúkrahús, sjúkraskýlið í Bolungarvík
með 12 rúmum og sjúkrahúsið á Sel-
fossi með 11 rúmum. Sumarið 1957
liafði barnadeild Landsspítalans tekið
til starfa með 30 rúmum.
Rúmafjöldi allra sjúkraliúsanna, 41
alls, telst 1741. Iíoma þá 10,2 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkra-
húsin teljast 30 með 1184 rúmum sam-
tals, cða 7,0r/,c. Rúmafjöldi heilsuhæl-
anna er 2581), eða 1,5%», og geðveikra-
hælanna 275, eða 1,6%».
fívik. Unnið var að stækkun Lands-
spítalans og byggingu Bæjarsjúkra-
hússins. Einnig var unnið að viðbótar-
byggingu St. Jósefsspítalans í Reykja-
vik.
Akranes. Sjúkraliúsið var oftast full-
skipað. Bættust þó við á árinu 8
sjúkrarúm, er yfirlæknirinn flutti í
nýja læknisbústaðinn úr íbúðinni i
sjúkrahúsinu, en henni var breytt í
sjúkrastofur. Ainbulant aðgerðir voru
eins og áður gerðar allmargar á
sjúkrahúsinu við minna liáttar slys og
sjúkdóma. Röntgcnmyndatökur voru á
árinu 1113 á 745 sjúklingum. Bein og
liðir voru myndaðir 595 sinnum,
brjósthol 173, magi og ristill 171, nýru
53', gallvegir 47, höfuð 28, fóstur' 18
og ýmsar myndatökur 28 sinnum.
Skyggningar voru einnig allmargar.
Meðal annars eru árlega skyggndir
allir skólakennarar, allt starfsfólk við
mjólkurvinnslu og mjólkursölu, starfs-
fólk við brauðgerð og brauðsölu,
starfsfólk í matvöruverzlunum og við
matsölu og starfsfólk við barnaheiin-
ili. Einnig var á þessu ári skyggnt allt
starfsfólk við póst og síma.
Bolungarvíkur. Hinn 10. marz var
hafinn rekstur sjúkraskýlis á neðri
hæð læknisbústaðarins. í fyrstu var
aðeins um að ræða þrjár sjúkrastofur
með 9 rúmum, en eftir þrjá mánuði
var bætt við einni stofu með tveimur
rúmuni. Segja má, að reksturinn liafi
gengið vel og þessi stutta reynsla hafi
þegar sannað mönnum nauðsyn þess-
arar stofnunar fyrir byggðarlagið.
Iivammstanga. Hér cr nýtt sjúkra-
liús í smíðum, áætlaður rúmafjöldi 16,
1) Raunverulega er rúmafjöldi heilsuhæl-
anna oftalinn, en er hér talinn samkvæmt
skýrslu Skrifstofu ríkisspítalanna.