Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 178
19S8
— 176 —
næst, frá því sem þá var (sbr, um-
sögn), heilarit er að eðli til óbreytt.“
Höfuðverkurinn er meira bundinn
við hægri höfuðhelming.
Skoðun: Kona í meðalholdum, kem-
ur eðlilega fyrir. í viðtali og frásögn
verður ekki vart, að lnin felli niður
frásögn, þráðinn, eða gleymi atriðum
í frásögn sinni, varðandi slysið eða
annað, sem ber á góma. Hún er við-
kvæm og liggur við, að hún tárist, er
hún lýsir slysinu og hversu hún hafi
reynt að verja son sinn fyrir áverkum
i bílveltunni. Sjón telur hún vera ó-
breytta, en finnst hún heyra verr á
hægra eyra eftir slysið. Af þessum
sökum og þar sem hvorki hafði verið
athuguð sjón hennar né heyrn, sendi
ég slösuðu til augnlæknis og eyrna-
læknis. Samkvæmt vottorði ... augn-
læknis, dags. 17. september 1959, er
álit hans:
„Ekki verður séð, að augun eða
sjónin hafi beðið tjón við meiðsli það,
er hún varð fyrir.“
Sama er að segja varðandi heyrn-
ina, sbr. vottorð ... eyrnalæknis,
dags. 16. september 1959.
Við almenna skoðun kemur ekkert
sjúklegt í ljós. Engin eymsli á þrýsti-
punktum í andliti, hreyfir eðlilega í
liálsi. Blóðþrýstingurinn mældist
130/80.
Hjartahljóð voru regluleg og eðlileg.
Á útlimum er nú ekkert að sjá. Hreyf-
ingar eðlilegar. Reflexar eru liflegir.
Ályktun: Um er að ræða fertuga
konu, er varð fyrir meiðslum í bil-
veltu. Aðalmeiðsli hennar var höfuð-
áverki, og er útlit fyrir, að um varan-
legt tjón sé að ræða, þótt segja megi,
að naumast verði úr því skorið enn þá
timans vegna. tltlit er fyrir, að um
heilamar hafi verið að ræða, úr þvi
að heilarit sýnir „truflun“, og ekki er
vitað um, að slasaða hafi orðið fyrir
alvarlegum meiðslum áður.
Örorka vegna slvssins telst hæfilega
metin:
Fyrir 1 mán. fyrst eftir slysið
100% örorka
— 1 — þar á eftir 75% —
— 1 —-----------------35% —
— 1 —-----------------25% —
— 1 —-------------20% —
Hvað viðkemur varanlegu örorku-
mati, er einlægt nokkrum vanda bund-
ið að ákveða það. 1 þessu tilfelli hefði
mér þótt æskilegt, að gerður hefði
verið heilablástur (loftencephalog.) til
að vita, hvort höfuðverkurinn hefði
ekki eitthvað látið sig eða e. t. v. batn-
að. Að óbreyttu ástandi tel ég, að var-
anleg örorka verði að teljast 15%.“
Vottorð þau, er læknirinn vitnar til
liér að framan, liggja fyrir í málinu.
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort var-
anleg örorka stefnanda skuli metast
15%.
Við meðferð málsins í réttarmála-
deild vék sæti Þórður Möller, settur
yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, en
í stað hans kom prófessor dr. med.
Július Sigurjónsson.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat ...»
starfandi læknis í Reykjavík, dags. 20.
september 1959, að örorkan sé hæfi-
lega metin 15%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 2. febrúar 1960,
staðfest af forseta og ritara 9. s. m.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Ivópavogs,
kveðnum upp 10. marz 1960, var stefnda, db.
Á. P.-sonar, dæmt til að greiða stefnanda, S.
S.-dóttur, kr. 66 977,00 með 6% ársvöxtum frá
23. júní 1958 til greiðsludags og kr. 7 500,00
1 málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
2/1960.
Borgardómari i Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 28. febrúar 1960,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á
bæjarþingi Reykjavíkur s. d., leitað
umsagnar læknaráðs í málinu nr.
382/1958: E. M. L.-son gegn Kaupfé-
lagi ...firðinga og Hraðfrystilmsi
...fjarðar til vara.