Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 116
1958
— 114 —
út af uppfyllingarkanti og lenti í höfn-
inni við Torfunesbryggju. í bílnum
voru 2 konur og 4 börn, og tókst að-
eins að bjarga konunum og einu barn-
anna, en þrjú barnanna drukknuðu
þarna, enda þótt hjálp bærist strax að
slysstaðnum. Börnin, sem drukknuðu,
voru 2 drengir, 2 og 12 ára, og stúlka,
3 ára. Háseti af b/v Sléttbak hvarf
10. desember, skömmu eftir að skipið
lét úr höfn á ísafirði. Lík mannsins
fannst sjórekið á Skipeyri, fsafirði, 7.
febrúar, og talið, að maðurinn hafi
fallið fyrir borð og drukknað.
Grenivíkur. 7 ára telpa lenti á girð-
ingarstaur með siðuna; fann ekki mik-
ið til á eftir, en þegar hún kastaði af
sér þvagi nokkru síðar, var mikið af
blóði í því, svo að augljóst var, að
nýrað hafði laskazt. Náði hún sér al-
veg eftir nokkra legu. 13 ára drengur
var að renna sér niður brelcku á skið-
um, en datt með þeim afleiðingum,
að báðir leggir brotnuðu á öðrum fæti.
Ungur bóndi í Fnjóskadal varð undir
traktor og beið bana. Læknis frá Ak-
ureyri vitjað. 1 viðbeinsbrot, 4 rif-
beinsbrot, 16 sár, 9 stungur, 10 skurð-
ir, 4 tognanir og mör og 6 aðskota-
hlutir.
Rreiðumýrar. Slys fá á árinu og
smávægileg. Engin dauðaslys. Þó mun
í eitt skipti litlu hafa munað. Ferða-
maður var að skoða belli í Dimmu-
borgum. Hrundi þá stór steinn úr
hellishvelfingunni, hitti fremst í höfuð
manninum, klauf höfuðleður að beini,
sló manninn til jarðar og rotaði hann.
Eru líkur á, að þar hefði orðið dauða-
slys, ef steinninn hefði komið beint
i höfuð manninum. Heyvagn, sem
tengdur var við dráttarvél, fór yfir 3
ára dreng, en hann sakaði ekki, nema
hvað hann marðist lítillega. Er það
a. m. k. í 4. sinn, siðan ég kom hing-
að, að hjól á tengivagni við dráttarvél
fer þvert yfir barn, án þess að barnið
saki. Veit ég ekki nú orðið, hvort
sterkara er hjá mér, undrun yfir, hvað
börnin þola, eða hneykslun á óvar-
kárni hinna fullorðnu, sem með vél-
arnar fara. Allmörg smærri meiðsli,
brunar, sár og aðskotahlutir í augum,
komu til meðferðar á árinu, svo sem
vant er.
Húsavíkur. Ársgömul telpa fannst
fljótandi í tjörn í Flatey. Fyrirskipaði
lífgunartilraunir símleiðis og fór strax
út í eyju. Þegar þangað kom, var ekk-
ert lífsmark með telpunni, enda senni-
lega látin, þegar hún fannst. 6 mán-
aða telpa fannst látin í rúmi sínu á
Húsavík. Lá á grúfu og hafði kafn-
að. Status thymico-lymphaticus? Eitt
sjálfsmorð: Maður um fertugt skaut
sig í höfuðið með haglabyssu. Hafði
verið þunglyndur og fengið áður en-
cephalitis. Fract. colli femoris 2, báð-
ar negldar hér, fract. costae 1, malleoli
tibiae et fibuale 1. Lux. hu-
meri 3.
Kópaskers. Fullorðinn maður var
við hafnarvinnu hér á Kópaskeri, er
hann féll ofan í djúpt steinker og
hlaut ruptura lienis; skorinn á Akur-
eyri og heilsaðist vel. Önnur slys smá-
vægileg.
Raufarhafnar. Slys voru fá og engin
mjög alvarleg. Eins árs gamalt barn
var að skríða á gólfi við dyr, þegar
hurðin skall aftur. Hrökk stór gler-
rúða úr glugga á hurðinni og lenti i
andliti barnsins. Glerið skarst inn í
nefrótina og niður með andlitsbein-
unum, þannig að nefið hékk aðeins
við efri vörina. Var þetta ákaflega
Ijótt slys á svona litlu barni, en að-
gerðin tóst vel, svo að lítil merki þess
sér nú.
Þórshafnar. Slys ekki stórvægileg.
Fract. costarum 1, fibulae dx. L
Grænviðjarbrot á framhandlegg 1. Auk
þess fjöldi smáslysa. Lux. humeri 2.
Vopnafí. Fract. costae 4, ossis meta-
tarsi 2, radii typica 2, patellae c.
osteopsatyrosi 1. Derangement in-
terne 2. Lux. humeri 1, pollicis L
Contusio 35, distorsio 33. Vulnus
incisivum 13, contusum 42, punctum
8. Corpus alienum corneae & conjunc-
tivae 24, subungualis 4, cutis & sub-
cutis 5, pharyngis 1. Ambustio 1L
Congelatio 1.
Seyðisfí. Karlmaður, 30—40 ára,
framdi sjálfsmorð, stakk búrhníf í
hjartastað og lá dauður á eldhúsgólf-
inu heima hjá sér, er læknir kom a
vettvang eftir andartak. Hafði lengi
þjáðst af þunglyndi. Jeppabill, með
3 körlum og 1 konu innanborðs, valt