Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 171
— 169 —
1958
að björgun manna úr lífsháska. Hins
vegar teljast þeir ekki launþegar eftir
ákvæðum laganna, sem eingöngu taka
vinnu heim til sín eða á vinnustað,
sem þeir ákveða sjálfir, og á að ákveða
nánara um þessa skilgreiningu með
reglugerð. Hjón teljast bæði atvinnu-
rekendur, en börn þeirra yngri en 16
ára, svo og foreldrar þeirra og fóst-
urforeldrar, teljast ekki launþegar
þeirra.
Aðalbálkur slysatryggingarkaflans
fjallar að sjálfsögðu um bætur. Bætur
slysatryggingarinnar geta verið ferns
konar, sjúkralijálp, dagpeningagreiðsl-
ur, örorkubætur og dánarbætur.
1. Sjúkrahjálp. Valdi bótaskylt slys
vinnutjóni skemur en 10 daga, greiðir
slysatryggingin ekki sjúkrahjálp vegna
slyssins, lieldur fer um það eins og
um sjúkdóm væri að ræða. Þá kemur
til kasta sjúkrasamlaga, og greiða þau
venjulega % kostnaðar, ef annar lækn-
ir en lieimilislæknir slasaða gerir að
meiðslum. Geri lieimilislæknir að slysi
á samlagsmanni sínum, fer um það á
sama hátt og önnur veikindi, og heim-
ilislæknir á ckki kröfu á neinni auka-
greiðslu fram yfir það, sem samningar
lækua og sjúkrasamlaga segja til um.
Þetta eru einu beinu tengsl slysa- og
sjúkratrygginga liér á landi, en til
samanburðar má geta þess, að erlendis
þekkist það, að frekari tengsl þessara
aðila þykja æskileg. Þannig greiða
sjúkratryggingar í Svíþjóð allan kostn-
að vegna slysa fyrstu 3 mánuðina eftir
slysið, en þá fyrst tekur slysatrygg-
ingin við, og um 75% slysainála lýkur
á þessum tíma, svo að þau slys eru til-
tölulega fá, sem koma til kasta slysa-
tryggingarinnar. Þegar slys veldur ó-
vinnuhæfni meira en 10 daga, greiðir
slysatryggingin læknishjálp og sjúkra-
Inisvist og % hluta lyfja- og umbúða-
kostnaðar utan sjúkrahúsa, en að fullu
á sjúkrahúsi, frá þeim tíma, er slysið
varð. Slysatryggingin greiðir þó að
fullu lyfja- og umbúðakostnað á Slysa-
varðstofu og öðrum sambærilegum
stofnunum, enda þólt slasaði dveljist
ekki á staðnum. Gert er ráð fyrir þvi
i Iögunum, að læknishjálp og sjúkra-
húsvist greiðist eftir gjaldskrá, sem
tryggingin setur sér og staðfest er af
heilbrigðismálaráðuneytinu, sé ekki
um annað samið.
Slysatryggingin hefur ekki sérstaka
samninga við lækna eða sjúkrahús, og
sérstök gjaldskrá hefur ekki verið sett.
Sjúkrahúsvist er nú greidd i samræmi
við ákveðið daggjald Landsspitalans
hverju sinni, og slysatryggingin hefur
óskað staðfestingar lieilbrigðismála-
ráðuneytisins á því að mega líta á
gildandi samninga milli lækna og
sjúkrasamlaga á hverjum stað sem
hámarksgjaldskrá fyrir læknishjálp,
veitta á kostnað tryggingarinnar. Auk
þeirrar sjúkrahjálpar, sem hér hefur
verið tilgreind, er heiinilt að greiða
fyrir sjúkraleikfimi, hjúkrun og flutn-
ing slasaðra fyrst eftir slys, enda sé
þetta talið nauðsynlegt að dómi trygg-
ingayfirlæknis. Þessar heimildir eru
mikið notaðar, einkum heimildin um
greiðslu vegna sjúkraleikfimi, þar sem
íjölmörg slys eru þess eðlis, að sjúkra-
leikfimi telst nú sjálfsagður liður i
meðferð þeirra.
2. Dagpeningagreiöslur. Dagpening-
ar greiðast vegna slysa frá og með
8. degi eftir slys, ef viðkomandi er
óvinnufær minnst 10 daga. Flestar
stéttir fá greitt kaup í viku, og miðast
timatakmark dagpeningagreiðslna við
það. Hafi slasaði kaup lengur, greiðast
dagpeningar ekki. Dagpeningagreiðsl-
ur mega ekki fara fram úr % af dag-
kaupi slasaða við þá vinnu, er hann
stundaði er slysið varð, og mega ekki
að viðbættum launatekjum nema ineira
en dagpeningaupphæð að viðbættum
þriðjungi.
Dagpeningar greiðast, þar til slas-
aði verður vinnufær, úrskurður er
felldur um varanlega örorku eða hann
deyr, þó ekki lengur en 26 vikur alls.
Tryggingaráði er heimilt að ákveða
frckari greiðslur dagpeninga, fram-
haldsdagpcninga, ef lækningatilraun-
um cr ekki lokið, þegar 26 vikna tíma-
bilið er útrunnið, og líklegt er, að þær
heri árangur, svo að takast megi að af-
stýra eða draga úr varanlegri örorku.
Tryggingaráð hefur falið trygginga-
yfirlækni í samráði við deildarstjóra
slysatryggingadeildar að ákveða um
greiðslur framhaldsdagpeninga. Þar
22