Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 188
1958
— 186 —
liólupplausnarinnar. Á hverju blóð-
sýnishorni, sem kemur til alkóhól-
rannsóknar, eru gerðar tvær mælingar
á alkóhólmagninu i því og tekið með-
altal þeirra, og það er sú tala, sem
send er hlutaðeiganda. Fyrir blóð-
sýnishorn nr. . . . frá 5/11 ’58 var
þessi tala 0,51 en hver einstök mæl-
ing gaf útkomurnar 0,47 og 0,55%c.
Á öllum mælingum er einhver mæl-
ingarskekkja, og mín reynsla af ofan-
greindri aðferð til alkóhólmælinga er,
að það megi gera ráð fyrir allt að
0,2%„ mismun á tveim mælingum á
sama bióðsýnisliorni. Það, sem þvi
mæling'in á blóðsýnishorni nr. ...
raunverulega segir, er, að það séu um
99% líkur fyrir því, að magn redu-
cerandi efna i blóðinu liggi einhvers
staðar á milli 0,41 og 0,61%<, miðað
við alkóhól.
Fyrir mat á ölvun manna er skekkj-
an ± 0,1%„ þýðingarlítil. Hún hverfur
alveg i samanburði við það, hvað
menn eru misnæmir fyrir alkóhóli, en
þegar sett eru ákveðin mörk án tillits
til ölvunar eins og t. d., að alkóhól-
magn í blóði megi ekki yfirstíga 0,5%«,
þá horfir málið öðruvísi við. Séu
mörkin ekki nánar tilgreind en með
0,5%e, þá getur það i framkvæmd ekki
táknað annað en að þessi tala miðist
við þá mælingaraðferð á alkólióli, sem
tiðkaðist, þegar þessi mörk voru sett.
Fyrir mér getur 0,5/o ekki átt að
tákna annað en að öruggt sé, að sá,
sem er með meira en það magn af
reducerandi efnum í blóði, hafi neytt
áfengis, og að þá sé gert ráð fyrir
riflegri mælingarskekkju eða allt að
± 0,4%„. Því eigi 0,5%c að tákna absolut
mörk í strangasta skilningi, þá er ó-
framkvæmanlegt að mæla þau. Það er
unnt með ærnum tilkostnaði að nálg-
ast þau svo og svo mikið, t. d. svo
mikið, að reikna megi með 99% lík-
um fyrir þvi, að útkoinan liggi á milli
0,4999%«, og 0,5001%«,, en absolut 0,5%«,
er það ekki.
Að lokum vil ég vekja athygli á þvi,
að aðferð sú, er hér hefur verið lýst
til mælinga á alkóhóli í blóði, mælir
magn rokgjarnra, reducerandi efna í
því, en ekki eingöngu magn alkóhóls-
ins. í blóði heilbrigðra manna er að-
eins óverulegt magn af rokgjörnum,
reducerandi efnum, alkóhóli og keto-
efnum, sem enga raunhæfa þýðingu
hafa fyrir ölvunarmál, en við nokkra
sjúkdóina, s. s. sykursýki og lifrar-
skemmdir, geta keto-efnin aukizt svo
mjög í blóðinu, að þau hafi raunveru-
lega þýðingu við mat á alkóhólmagni
í blóði. Ef um slíkan sjúkling er að
ræða, er sjálfsagt að endurtaka blóð-
rannsóknina, þegar hann er sannan-
lega ekki undir áhrifum áfengis eða
annarra utan að komandi efna, er
auka rokgjörn, reducerandi efni 1
blóðinu.“
Múlið er lagt fgrir læknaráð
d þá leið,
að óskað er umsagnar um niðurstöðu
vottorðs frá Rannsóknarstofu Jóns
Steffensen prófessors, dags. 5. nóv-
cmber 1959, og um rannsóknaraðferð
þá, sein lýst er í bréfi prófessorsins,
dags. 23. október 1960.
Tillaga réttarmáladeildar um
Algktun læknaráðs:
Læknaráð telur þá aðferð, sem not-
uð er í rannsóknarstofu próf. Jóns
Steffensen, fullgilda til alkóhólrann-
sókna á blóði, enda er hún mikið
notuð.
Einnig er deildin sammála því, sem
hann segir í bréfi sínu, dags. 5. nóv.
1959, um nákvæmni þessarar rann-
sóknar. Slikar rannsóknir hafa óhja-
kvæmilega nokkra skekkju í för með
sér, og er þvi hæpið, eins og próf-
Steffensen tekur fram, að miða við
fundið inælingarmagn í blóði, t. d.
0,5%«., eins og engu g'eti skeikað við
mælinguna.
Þá ber og að taka tillit til annarra
reducerandi efna í blóðinu, sem msel'
ast sem alkóhól, en eru það ekki-
Enda þótt þeirra gæti almennt svo
lítið, að litlu máli skipti, þá sýnist
sjálfsagt að reikna með þeim, þar sem
svo glöggt er ástatt sem hér.
í bók réttarlæknisfræðinganna H*
Elbel og F'. Schleyer (Der Blutalkohol,
Stuttgart 1956) um þessi efni er á bls-
9 tekið fram, að „eðlileg“ reducerandi
efni blóðsins nemi 0,03%«>. Þegar þaU