Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 123
— 121 —
1958
Til læknaskipunar og heilbrigðis-
niála var evtt á árinu kr. 60612954,62
(áætlað hafði verið kr. 55590952,00)
og til félagsmála kr. 108723779,49 (kr.
106393684,00). Á fjárlögum næsta árs
voru sömu liðir áætlaðir kr.
39581244,00 og kr. 154680143,00.
Lækkunin til heilbrigðismála á fjár-
lögum næsta árs mun stafa af því, að
styrkur til sjúklinga samkvæmt lög-
um nr. 78/1936, um ríkisframfærslu
sjúkra manna og' örkumla, var tekinn
af 12. gr. og fluttur yfir á 17. gr.
(félag'smál).
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á
íslandi, eru í árslok taldir 261, þar af
2201), sem hafa fast aðsetur hér á
landi og tafla I tekur til. Eru þá sam-
kvæmt því 773 íbúar um hvern þann
lækni. Búsettir erlendis eru 16, en við
ýmis bráðabirgðastörf hér og erlendis
28. Auk Iæknanna eru 64 læknakandi-
datar, sem eiga ófengið lækningaleyfi.
Islenzkir læknar, sem búsettir eru er-
lendis og liafa ekki lækningaleyfi hér
á landi, eru 8.
Tannlæknar, sem reka tannlækna-
stofur, teljast 43, þar með taldir 3
læknar, sem jafnframt eru tannlækn-
ar, en tannlæknar, sem tannlækninga-
leyfi hafa hér á landi (læknarnir ekki
meðtaldir), samtals 59, þar af 9 bú-
settir erlendis.
Á læknaskipun landsins urðu eftir-
farandi breytingar:
Haraldur Sigurðsson, liéraðslæknir i
Búðahéraði, settur til að gegna jafn-
framt Djúpavogshéraði frá 15. janúar
um óákveðinn tíma. Setning staðfest
17. janúar. — Héraðslæknir í Búðar-
dalshéraði settur til að gegna jafn-
framt Reykhólahéraði frá 1. febrúar
um óákveðinn tima. Setning staðfest
5. febrúar. — Þorgeir Gestsson, liér-
aðslæknir i Húsavíkurhéraði, skipað-
í) í þessari tölu eru innifaldir og þvi tvi-
taldir 3 læknakandidatar, sem eiga ófcngið
almennt lækningaleyfi, en gegna héraðslækn-
isembættum og hafa lækningaleyfi, aðeins á
meðan svo stendur.
ur 5. febrúar liéraðslæknir í Hvols-
héraði frá 1. júlí s. á. — Snorri Jóns-
son læknir ráðinn aðstoðarlæknir hér-
aðslæknis í Eyrarbakkahéraði frá 21.
febrúar. Ráðningin staðfest 3. marz. —
Andrés Ásmundsson læknir settur 11.
marz héraðslæknir í Húsavikurhéraði
frá 1. júlí s. á. — Brynleifur H. Stein-
grímsson læknir skipaður héraðslækn-
ii í Kirkjubæjarhéraði 11. marz frá
sama degi að telja. — Ólafur Haukur
Ólafsson cand. med. & chir. sett-
ur héraðslæknir í Flateyjarhéraði frá
1. apríl til júnímánaðarloka. Ráðning
staðfest 11. april. — Hrafn Tulinius
cand. med. & cliir. settur staðgöngu-
maður héraðslæknis á ísafirði frá 1.
maí til ágústloka. Ráðningin staðfest
14. apríl. — Knútur Björnsson stud.
med. & chir. settur héraðslæknir i
Djúpavikurhéraði 20. maí frá 1.
júní til septemberloka. —- Björn Ön-
undarson cand. med. & cliir. settur
héraðslæknir í Flateyrarhéraði 30.
mai frá 1. júlí. — Geir Jónsson
cand. med. & chir. settur hér-
aðslæknir i Reykhólahéraði 18. júni
frá 1. júlí. — Daníel Daníelsson cand.
med. & chir. ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis i Borgarnesi frá 1. júlí
til 1. október. Ráðningin staðfest 2.
júlí. — Jón Guðgeirsson cand. med. &
chir. settur héraðslæknir í Kópaskers-
héraði 1. júlí frá 1. ágúst. •— Jósef
Ólafsson cand. med. & cliir. ráðinn
aðstoðarlæknir liéraðslæknis á Pat-
reksfirði frá 1. júlí, þar til öðruvísi
verður ákveðið. Ráðningin staðfest 22.
júlí. — Per Lingaas cand. med. & chir.
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis i
Hvammstangahéraði frá 1. júlí, þang-
að til öðruvísi verður ákveðið. Ráðn-
ingin staðfest 2. júlí. — Guðmundur
Guðmundsson cand. med. & chir. ráð-
inn aðstoðarlæknir liéraðslæknis i
Eyrarbakkahéraði frá 4. ágúst til 4.
september. Ráðningin staðfest 25. júli.
— Garðar Guðjónsson læknir ráðinn
aðstoðarlæknir héraðslæknis í Klepp-
járnsreykjahéraði frá 15. ágúst, þang-
að til öðruvísi verður ákveðið. Ráðn-
ingin staðfest 27. ágúst. — Brynleifi
Steingrímssyni, héraðslækni í Kirkju-
bæjarhéraði, veitt lausn frá embætti
16