Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 143
141 —
1958
til sérstakra aðgerða í slíkum tilfell-
um, enda erfitt og vanþakklátt verk og
stundum óleysanlegt, eins og aðstæður
eru, þ. e. skortur á upptökuheimilum.
Skólarnir og mikil atvinna hjálpa þó
mikið.
12. Ferðalög héraðslækna
og læknisaðgerðir utan
sjúkrahúsa.
Búðardals. Vetrarferðir voru crfiðar
um vesturhluta héraðsins, svo og
nokkrar ferðir, sem farnar voru i
Reykhólahérað.
Grenivíkur. Ferðir nú farnar í bil
ng þessi vetur svo snjóléttur, að yfir-
leitt hefur verið bílfært inn Grýtu-
bakkahrepp, en Vaðlaheiði og Dals-
niynni ófært tímum saman.
13. Tannlækningar.
Suðureyrar. Tannlælcnir ásamt tann-
smið kom í mai.
Blönduós. Tannlækningar stundaði
hér um tíma að sumrinu, eins og að
Undanförnu, Stefán Pálsson tannlækn-
ir og hafði tannlækningastofu í spít-
alanum.
Höfða. Stefán Pálsson tannlæknir
kom hingað eins og áður.
Ólafsfj. Ole Bieltvedt tannlæknir
annaðist tannlækningar við barna- og
unglingaskólann, og jafnframt tók
hann á móti fullorðnu fólki, auk þess
sein hann var hér um hálfan mánuð
í júli.
Dalvíkur. Tannlæknir og tannsmið-
Ur störfuðu á Dalvík.
Þórshafnar. Stefán Y. Finnbogason,
tannlæknir frá Húsavík, dvaldist hér
i júlímánuði og gerði við og smíðaði
tennur.
Vestmannaeyja. Tannlæknir starfar
hér eins og undanfarið.
14. Samkomuhús. Kirkjur.
Kirkjugarðar.
Búðardals. Samkomuhús öll litil og
léleg. Hjarðarholtskirkja endurbætt.
Kirkjugarðar yfirleitt illa hirtir.
Ólafsfj. Samkomuhúsið að verða ó-
nothæft. Kirkjan þarf viðgerðar við
að utan.
Akureyrar. Ný og vegleg kirkja var
tekin í notkun á Svalbarðsströnd í
stað gömlu kirkjunnar, sem bæði var
litil og hrörleg. Verið er að byggja
mikið félagsheimili í Hrafnagils-
Iireppi, og mun það tekið í notkun
á næsta ári.
Raufarhafnar. Samkomuhús lélegt,
hvorki loftræsting né salerni, svo að
heitið geti.
Þórshafnar. Nýtt félagsheimili var
tekið i notkun á Þórshöfn á s. 1. vori.
það er um 370 ferm. að flatarmáli með
íbúð húsvarðar á efri hæð, en hitunar-
og búningsklefum i kjallara. Húsið er
hið myndarlegasta og ætti að geta
orðið héraðinu mikill menningarauki.
Seyðisfj. Mikil aðsókn að hinu nýja
og veglega samkomuhúsi og félags-
heimili. Eftir þeirri aðsókn að dæma
er fjárhagur fólks ekki slæmur. Upp-
hitun í kirkju hæjarins hefur verið
bælt og er nú með ágætum. Kirkju-
sókn mun eklci vera lakari hér en
annars staðar.
Vestmannaeyja. Samkomuhús eru
mörg, en misjafnlega við haldið. Á
árinu var lokið við mikla turnbygg-
ingu við Landakirkju.
15. Meindýr.
Rvík. Rottueyðing var framkvæmd
með sama fyrirkomulagi og undan-
farin ár. Þrír menn vinna að eyðingu
eins og áður. Á árinu bárust 1487
kvartanir um rottugang. Fram fóru
19757 skoðanir. Rottu og mús var út-
rýmt á 2615 stöðum. Auk þess voru
25 skip athuguð. Alls var dreift 180750
eiturskömmtum. Útrýming á dúfum
var framkvæmd á árinu með sama
sniði og' undanfarin ár. Eytt var fata-
möl á 262 stöðum, veggjalús á 8 stöð-
um, silfurskottu 40 stöðum, mjölmöl 4
stöðum, maur 4 stöðum, sykurflugum
10 stöðum, stöngulberjamaur 5 stöð-
um, kakalökkum 11 stöðum og húsa-
krabba á 1 stað.
Ólafsfj. Eitrað fyrir rottur eins og
áður með góðum árangri.
Grenivikur. Allmikið var orðið um
rottugang hér síðast liðið haust. Var
því gerð allsherjar eitrun, sem virðist
hafa tekizt vel.