Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 90
1958
— 88
blæðingu. Reyndi ég þá þegar árang-
urslaust að koma honum á sjúkrahús.
Þetta var í nóvember 1957. í april
1958 fór hann loks á sjúkrahús ísa-
fjarðar. Var opnaður, en ekkert hægt
að gera. Hann andaðist hér heima á
árinu.
Hvammstanga. 2 sjúklingar á skrá.
í lok ársins var grunsamlegur sjúk-
lingur sendur á Landsspitalann, og
reyndist hann haldinn krabbameini á
háu stigi. Hann er ekki skráður á
skýrslu C.
Blönduós. Kona úr Höfðahéraði,
hálfsjötug, sem send hafði verið á spit-
alann hér af Landsspitalanum eftir
l'.olskurð vegna magakrabba, sem ekki
reyndist skurðtækur, dó hér skömmu
eftir áramótin. Miðaldra karlmaður úr
Höfðahéraði kom einnig að sunnan
eftir árangurslausa aðgerð við maga-
krabba og dó hér á spitalanum. Tveir
innanhéraðsmenn fóru sömu leiðina;
annar, 53 ára, hafði haft gallsteina og
óþægindi frá þeim i nokkur ár, en var
sendur á Landsspítalann vegna grun-
semdar um krabbamein i maga, en
það reyndist ekki skurðtækt; hinn var
77 ára og hafði verið lasburða um
tima vegna lungnakvefs. Fór liann að
fá einkenni frá maga, sem versnuðu
mjög ört, og var talið þýðingarlaust
að leggja hann undir skurð. Krabba-
mein i öðrum liffærum en maga komu
ekki fyrir.
Hofsós. Á þessu ári bættust við þrir
sjúklingar með illkynjuð æxli. 49 ára
karlmaður reyndist haldinn húð-
krabba á augnloki. Var meinið á byrj-
unarstigi. Það var numið burt af
Kristjáni Sveinssyni, augnlækni, og
fékk maðurinn geislameðferð á eftir.
Virðist albata. Kona á áttræðisaldri
kenndi meltingarsjúkdóms. Var send
til Akureyrar í rannsóknarskyni og
reyndist hafa krabbamein í maga
(linitis plastica). Drengur, 12 ára,
með tumor intracranialis var sendur
til Kaupmannahafnar til aðgerðar, en
andaðist á lyflæknisdeild Landsspit-
alans nokkru siðar. Drengurinn kenndi
sjúkdóms sins fyrst liaustið 1956 sem
sjóndepru á öðru auga. Var sendur til
augnlæknis og fékk þar gleraugu, sem
virtust nægja honum. Fór ekki að bera
á einkennum um aukinn þrýsting á
heila fyrr en á siðast liðnum vetri.
Kona með cancer uteri andaðist á
árinu. Lá siðast á Siglufjarðarspitala.
Auk þess veit ég til, að karlmaður úr
Hofsóshéraði, 63 ára, var sendur frá
Siglufirði til Reykjavíkur í mai, að
þvi er virtist vegna bráðra einkenna
frá meltingarfærum. Hlaut hann þar
kviðristu og aðgerð.
Ólafsfj. 4 sjúklingar skráðir á árinu.
1 kona með ca. parotidis. Kom hún
fyrst i júní með bólgu í kinn. Grunur
um sialodochitis eða jafnvel stein.
Reynd antibiotica bæði hér heima og
á Siglufirði, en án árangurs. Send til
Akureyrar, og reyndist það krabba-
mein, er var mjög hraðvaxandi og ill-
kynjað. Tveir sjúklingar með maga-
krabba, karl og kona. Karlmaðurinn
dó á árinu, en konan dauðvona á Ak-
ureyri. Var allur magi tekinn. Fjórði
sjúklingurinn var með basalfrumu-
krabba i kinn, utan munnviks. Það
skorið burtu á Akureyri. Hefur ekki
lc-kið sig upp.
Akureyrar. Dáið hafa á árinu 15
sjúklingar úr illkynja æxlum, 7 innan
héraðs, 6 karlar og 1 kona, og 8 utan
héraðs, 4 karlar og 4 konur. Allir
voru sjúklingarnir, að 2 undanskild-
um, fimmtugir eða meira og sumir
mjög gamlir.
Grenivíkur. Miðaldra kona héðan
reyndist liafa cancer mammae. Var
gert að þessu á Landsspítalanum. Sið-
an hefur hún verið við góða heilsu.
Breiðumýrar. Tveir nýir sjúklingar,
konur. Önnur dó á árinu, en hin er
vel hress eftir aðgerð og geislanir.
Húsavíkur. Gömul kona með ca.
recti c. metastasibus dó á spítalanum
hér. Gamall maður með fibrosarcoma
femoris, tvívegis skorið og marggeisl-
að í Reykjavík, dó seint á árinu. Sex-
tugur maður með sarcoma maxillae
skorinn seint á árinu á Landsspítal-
anum. Eitt ulcus rodens skorið hér.
Kópaskers. Enginn nýr sjúklingur
skráður á árinu.
Baufarhafnar. Enginn sjúklingur.
Þórshafnar. 2 tilfelli ný á árinu.
Seyðisfj. 2 sjúklingar skráðir með
krabbamein á árinu. Annar þeirra do
í árslok.