Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 109
— 107 —
1958
var hún send á Landsspítalann til nán-
ari athugunar, sem endaði með laparo-
tomia explorativa, og þar fannst or-
sökin, graviditas in tuba. Rík áherzla
er lögð á að kenna konum getnaðar-
varnir, notkun gúmhettu og Delfen
spermicid, einkum þeim konum, sem
hafa fætt tvisvar til þrisvar sinnum
og oftar. Taka þær þessari hjálp feg-
ins hendi. Reynslan hér er sú, að þessi
aðferð sé örugg, ef henni er samvizku-
samlega fylgt.
Blönduós. Af 47 fæðingum fóru 36
fram á spitalanum. Læknir var við-
staddur i 44 skipti. Keisaraskurður
var gerður i 2 skipti, á 32 ára frum-
byrju og 39 ára fjölbyrju, í bæði skipt-
in vegna þess að hvorki rak né gekk
með fæðinguna, þótt gefið væri
pituitrin-glucosis inn í æð. Töng var
lögð á í eitt skipti hjá 30 ára fjöl-
byrju, sem var með epilepsia, að vísu
á lágu stigi, og sóttleysi. Framdráttur
var gerður i eitt skipti vegna fóta-
fæðingar hjá 43 ára fjölbyrju. Annað
gerðist ekki söguleg't. Konunum heils-
aðist öllum vel, en 2 börnin voru and-
vana, annað fætt löngu fyrir tímann,
en hitt var tekið með töng. Þá dóu
og 2 börn nýfædd, annað, sem fætt
var um 12 vikum fyrir timann, en liitt
hjá konunni, sem hafði fyrirsæta
fylgju. Fósturlát var í 5 skipti orsök
þess, að kona var lögð á spítalann,
og var legið tæint lijá þrem þeirra.
Hofsós. Fæðingar gengu tíðinda-
laust. Þungunarsjúkdómar: Anaemia 4,
toxaemia 2, leucorrhoea 2, pyrosis m.
gr. 1, obstipatio 1, hyperemesis 1.
1-étt fóstureitrun gerði vart við sig hjá
tveim fjölbyrjum síðustu viku með-
göngutímans. Hjöðnuðu einkennin hjá
báðum konunum við hvíld og lyfja-
meðferð, og fæddu þær eðlilega. Þrjú
fósturlát. Tvisvar var um mikla blæð-
ingu að ræða, svo að gera varð eva-
cuatio uteri i fljótheitum. Báðar kon-
urnar voru farnar að líða af blóð-
missi, systoliskur blóðþrýstingur und-
ir 100, en ástand þeirra lagaðist mjög
af macrodex-gjöf. Eru slik lyf sannar-
lega mikils virði fyrir okkur dreif-
býlislæknana, sem getum alltaf átt von
á að fást við sjúklinga í losti við
binar frumstæðustu aðstæður, langt
fjarri öllum möguleikum til blóð-
gjafar.
Olafsfj. Var viðstaddur 9 fæðingar,
oftast til að deyfa.
Dalvíkur. Læknir viðstaddur 14
fæðingar. Tíðindalítið.
Akureyrar. Eins og árið áður liafa
flestar konur læknishéraðsins fætt á
fæðingardeild Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar, eða 290 af 350 konum, sem
fæddu á árinu. Allar læknisaðgerðir,
sem gera þurfti vegna fæðingarhjálp-
ar, voru framkvæmdar í fjórðungs-
sjúkrahúsinu, og voru þessar helztar:
Tvisvar gerður keisaraskurður, 17
sinnum lögð á töng, tvisvar sprengdir
belgir, tvisvar sinnum vending með
framdrætti, tvisvar sinnum sótt fylgja
með hendi og þrisvar sinnum frarn-
kölluð fæðing'. Ástæðan til keisara-
skurðanna var í öðru tilfellinu ennis-
staða og í hinu grindarþrengsli. Til
tangartaksins lágu eftirtaldar orsakir:
Sóttleysi og langdregin fæðing 7, djúp
þverstaða höfuðs 3, framfallinn nafla-
strengur 1, tvíburar 2, morbus cordis
1, prae-eclampsia 2, asphyxia fetus 1.
Sprengdir belgir vegna prae-eclamp-
sia og gemelli. Vending og framdrátt-
ur vegna placenta praevia og eclamp-
sia. Framkölluð fæðing vegna prae-
eclampsia tvisvar og deformatio pel-
vis einu sinni. Fylgja sótt með hendi
vegna retentio placentae tvisvar.
Grenivíkur. Fæðingar gengu yfirleitt
allar vel, og var ég viðstaddur þær
flestar. Aðeins hert á sótt eða þrýst
fram fylgju, ef þörf var á. Konur
deyfðar.
Kópaskers. Fæðingar gengu allar
vel. l^æknir viðstaddur í 5 skipti til
öryggis og til að deyfa.
Raiifarliafnar. Gerður keisaraskurð-
ur á einni konu héðan á sjúkrahúsinu
á Húsavik. Gekk hún með tvíbura, og
tókst aðgerðin vel. Þessa sömu konu
hafði ég sent burtu 1957 vegna fyrir-
sætrar fylgju og ofsalegrar blæðingar,
en liún hafði oftar en einu sinni áð-
ur fengið miklar blæðingar og misst
fóstur. Önnur kona var send til Akur-
eyrar til þess að losna við andvana
fóstur.
Þórshafnar. Læknir viðstaddur 17
fæðingar, oftast til að deyfa. Einu