Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 184
1958
— 182 —
Málið er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Getur barn það, er sóknaraðili
ól 25. júlí 1956, verið getið við sam-
farir eftir miðjan nóvember 1955?
2. Benda meðfylgjandi niðurstöður
læknisrannsókna á varnaraðila til
þess, að hann hafi verið ófær um að
geta af sér afkvæmi á getnaðartíma
barnsins?
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild
ráðsins. Afgreiddi deildin það með
ályktunartillögu á fundi hinn 23. ágúst
1960, en samkvæmt ósk eins lækna-
ráðsmanns var málið borið undir
læknaráð í heild. Tók ráðið málið til
meðferðar á fundi hinn 20. september
1960, og var eftir ýtarlegar umræður
samþykkt í einu hljóði að afgreiða
það með svohljóðandi
Álgktun:
Ad 1. Já.
Ad 2. Læknaráð er samþykkt áliti
..., sérfræðings í læknisrannsóknum,
að mjög litlar líkur séu til, að Y. hafi
verið fær um að geta barn, þegar sæði
hans var rannsakað, en ekki sé unnt
að útiloka það.
Af niðurstöðum þeirra rannsókna,
sem að framan getur, verður ekki
ráðið, að Y. hafi verið ófær til getn-
aðar í nóvember 1955, þó að ætla
megi, að geta hans hafi einnig þá
verið minnkuð.
Málsúrslil: Með dómi bæjarþings Hafnar-
fjarðar, kveðnum upp 8. nóvember 1960, var
Y. dæmdur faðir að barni X. og honuin gert
að greiða meðlag með því frá fæðingu til 16
ára aldurs, fæðingarstyrk og tryggingariðgjald
móðurinnar árið 1955 og kr. 2 000,00 í máls-
kostnað.
Við ákvörðun málskostnaðar var tekið til-
iit til þess, að Y. þótti hafa haft ríka ástæðu
til að ætla, að liann væri ófrjór, og hafi þvi
vcrið nauðsyn á að fá úr því skorið með
rannsókn.
5/1960.
Sakadómari í Reykjavik hefur með
bréfum, dags. 12. júli og 5. september
1960, leitað umsagnar læknaráðs i
sakadómsmálinu: Akæruvaldið gegn
J. M.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 4. september 1959, kl. 1,40 ár-
degis, varð G. G.-son, þá til heimilis
að . . ., f. ... ágúst 1922, fyrir bifreið-
inni R .. ., er hann var á gangi a
Miklubraut i Reykjavík. Bifreiðarstjóri
var ákærði i máli þessu. Samkvæint
gögnum málsins var bifreiðinni ekið
aftan á G. heitinn.
Sjúkrabifreið kom á slysstað sköniniu
eftir slysið og ók slasaða á Slysavarð-
stofuna í Reykjavík, og var koniið
þangað um kl. 2,00 eða um 20 mín-
útum eftir að slysið varð.
Slasaði var fluttur af Slysavarðstof-
unni í Landspítalann, og þar andaðist
hann kl. 6,35 árdegis sama dag.
Haukur Kristjánsson læknir, for-
stöðumaður Slysavarðstofu Reykjavík-
ur, lýsir meiðslum slasaða svo í vott-
orði, dags. 14. marz 1960:
„Maðurinn var með skurð i andliti
og brotna framtönn. Hafði geysistórt
liæmatom í mjóbaki. Hann var sjokk-
eraður og mjög illa haldinn. Sendur
á Landspítalann.“
Réttarkrufning fór fram á líki G.
heitins hinn 5. september 1959, og var
liún framkvæmd á Rannsóknarstofu
háskólans af Ólafi Bjarnasyni lækni-
Krufningarskýrslan hljóðar svo u®
loknum inngangsorðum:
„Líkið kemur i Rannsóknarstofuna
sveipað hreinum lökum. Það er af 17®
cm háum karlmanni, sterklega bygg®'
um i meðalholdum. Líkið er alstirt og
allmiklir blárauðir Iíkblettir dreifðir
um allan aftanverðan líkamann. Við
ytri skoðun sést um 3 cm langur
skurður i h. augabrún utanverða, og
er húðin hrufluð á tveggjakrónupen-
ings-stóru svæði á enninu upp fra
augabrúninni. Skurðurinn er tekinn
saman með silkisaumum. Ofan við b.
munnvik er annar skurður, tekinn
saman með silkisaumum, 2 cm langur.
Hrufl er á húðinni þar í kring °g
einnig á liökunni h. megin. Auk þess
sést hrufl á enninu upp frá v. auga-
brún á tveggjakrónupenings-stóru