Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 78
1958
— 76 —
Vestmannaeyja. Með meira móti.
Einn aldraður maður dó úr veikinni.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli á árinu,
flest inflúenzumánuðina.
Keflavíkur. Skráð alla mánuði árs-
ins nema ágúst.
Hafnarfj. Kom fyrir flesta mánuði
ársins, yfirleitt væg.
2. Um taksótt:
Akranes. Aðeins skráð 1 tilfelli.
Búðardals. 8 ára telpa fékk allþunga
taldungnabólgu, en batnaði fljótt af
pensilini.
Blönduós. Tveir bændur á áttræðis-
aldri fengu taksótt og batnaði báðum
nijög fljótlega við pensilín.
Vestmannaeyja. Aðeins 1 tilfelli.
Hetlii. 50 ára gömul kona veiktist
snögglega af pneumonia crouposa
nokkru eftir miðjan janúarmánuð.
Lungnabólgunni fylgdi óvenjumikil
toxaemia og fljótlega einkenni um
toxiska hepatitis og síðar glomeru-
lonephritis. Ræktun frá sputum leiddi
í fyrstu í ljós staphylococcus aureus,
er reyndist næmur fyrir erythromycin
og tetracyclinum. Hiti lækkaði fljót-
lega nokkuð, en að 2 vikum liðnum
rauk liann upp að nýju. Við nýja
ræktun frá sputum bar mest á strep-
tococcus haemalyticus, sem var næm-
ur fyrir chloromycetini og pensilíni.
Næstu tvær vikur fór liðan sjúklings-
ins batnandi, en hiti liélzt samt nokk-
ur og með septiskum sveiflum. Vegna
kliniskra einkenna um abscessmyndun
í hægra lunga var sjúklingurinn send-
ur á Landsspítalann, er sýnt þótti, að
tilraun til að rækta tb-sýkla frá spu-
tum mundi verða neikvæð, og því ekki
ástæða til að senda hann til Vífils-
staða. Þess má geta, að sjúklingur
þessi hafði kennt einhvers slens, stuttu
áður en hún veiktist, en Asíu-inflúenza
hafði þá fyrir skömmu gengið í ná-
grenni við hana. Ekki er fyrir það að
synja, að þar kunni að vera um or-
sakasamband að ræða. Víst er, að lýs-
ingar lungnabólgutilfella eftir Asíu-
inflúenzu, birtar i skýrslu nokkurra
sjúkrahúsa i Englandi, minna mjög á
ofangreint tilfelli. Þar eru taldir 28
sjúklingar, sem fengið höfðu lungna-
bólgu eftir inflúenzu, en voru áður
heilir heilsu. 8 þeirra fengu lungna-
ígerð, en staphylococcus aureus rækt-
aðist úr sputum frá 14 (The Lancet
1958, i, 1954).
17. a, b. Mænusótt
(poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 17. a. b.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl.(a)1) 5 133 31
— (b)2) 6 700 289
Dánir „ 3 1 „ „
Annað árið í röð, sem hún er ekki
á farsóttaskrá, en einn héraðslæknir
(Seyðisfj.) segir 5 ára gamla stúlku
hafa fengið „lömunarveiki í annan
ganglim, sennilega af mænusóttaror-
sökum“. Stúlkan náði sér að fullu.
18. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 18.
1951 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 2453 1442 353 73 448
Stungu sér niður í 17 héruðum, til-
felli nokkuð jafnt dreifð á árið.
Akranes. Stinga sér niður við og við.
Akureyrar. Gengu fyrstu mánuði
ársins, og voru þá skráð samtals 58
tilfelli. Sjúkdómurinn léttur og ekki
gert annað við hann en láta sjúkling-
ana liggja, meðan þeir eru lasnir.
Keflavíkur. 9 tilfelli skráð, sennilega
erythema infectiosum, því að næstu
mánuði á eftir blossar það upp.
19. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 19.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 39 66 158 154 51
Skráð í 7 héruðum, þar af 6 í kaup-
staðarhéruðum. Talin væg.
1) a: með lömun (paralytica).
b: án lömunar (aparalytica).